Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

05.10.2018

Síðasti dagur til að sækja um þjálfarastyrk

Síðasti dagur til að sækja um þjálfarastyrkStjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ. Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða ráðstefna og bæta þekkingu sína í þjálfun, sem mun nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi. Umsóknarfrestur er til 5. október og er upphæð hvers styrkjar að hámarki 100.000 krónur. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum sem finna má á vefsíðu ÍSÍ hér. Umsókn sendist á ragnhildur@isi.is eða merkt Þjálfarastyrkur til: Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.
Nánar ...
04.10.2018

Vertu með!

Vertu með!Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) vekja athygli á nýútkomnum bæklingi sem hefur það að markmiði að auka þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi. Markhópur efnisins eru foreldrar barna og ungmenna af erlendum uppruna.
Nánar ...
02.10.2018

Göngum í skólann í fullum gangi

Göngum í skólann í fullum gangiGöngum í skólann er enn í fullum gangi. Fulltrúar skóla hafa sent inn fjölbreyttar frásagnir og skemmtilegar myndir á heimasíðu verkefnisins. Meginmarkmið Göngum í skólann er að hvetja nemendur og foreldra á Íslandi til að ganga, hjóla eða nota annan virkan ferðamáta til og frá skóla, hvetja til aukinnar hreyfingar og fræða börn um ávinning reglulegrar hreyfingar. Einnig er markmiðið að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og kenna reglur um öryggi á göngu og á hjóli.
Nánar ...
01.10.2018

Ólympískir viðburðir 2018-2020

Ólympískir viðburðir 2018-2020Markmið og verkefni Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ er meðal annars að hafa yfirumsjón með öllu sem lýtur að afrekssmálum ÍSÍ og/eða einstakra sérsambanda og að sjá um undirbúning og mál er varða Ólympíuleika, Ólympíuleika ungmenna, Smáþjóðaleika, Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar og önnur þau alþjóðamót sem ÍSÍ tekur þátt í.
Nánar ...
01.10.2018

Kynningarfundur Forvarnardagsins 2018

Kynningarfundur Forvarnardagsins 2018Í morgun fór fram kynningar- og blaðamannafundur forseta Íslands í tilefni af Forvarnardeginum 2018. Fundurinn fór fram í Réttarholtsskóla og þar tóku til máls forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannesson ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Ölmu D. Möller landlækni.
Nánar ...
01.10.2018

Vítamín í Val og Kraftur í KR

Vítamín í Val og Kraftur í KRVerkefnin „Vítamín í Val“ og „Kraftur í KR“ hófu göngu sína á síðasta ári og eru ætluð eldri borgurum í nágrenni við íþróttafélögin Val og KR. Markmiðið með verkefnunum er að bjóða eldri borgurum upp á að mæta á fjölbreyttar æfingar með þjálfara í íþróttafélagi og nýta um leið mannvirki íþróttafélaganna. Boðið er upp frístundaakstur frá félagsmiðstöðvum í þessum hverfum og að íþróttafélögunum fyrir eldri borgarana og eru þeir hvattir til að nýta sér hann.
Nánar ...
28.09.2018

Viðbragðsáætlun ÍSÍ

Viðbragðsáætlun ÍSÍ​Viðbragðsáætlun Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands er grunnur fyrir viðbragðsáætlanir íþróttafélaga innan íþróttahreyfingarinnar. Æskilegt er að íþróttafélög deili með sér hugmyndum og reynslu á þessu sviði og komi sér upp eigin viðbragðsáætlun þar sem atriði úr þessu skjali eru höfð til hliðsjónar.
Nánar ...
28.09.2018

Sýnum karakter

Sýnum karakterÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Ísland standa saman að vefsíðunni Sýnum karakter. Vefsíðan er aðallega ætluð þjálfurum og íþróttafélögum. Reglulega skrifa gestir pistla á síðuna og deila þannig sinni reynslu úr íþróttaheiminum.
Nánar ...