Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

09.10.2018

Senegal - gestgjafi Ólympíuleika ungmenna 2022

Senegal - gestgjafi Ólympíuleika ungmenna 20224. Sumarólympíuleikar ungmenna verða haldnir í Dakar í Senegal árið 2022. Alþjóðaólympíunefndin tók ákvörðun um staðsetningu leikanna á fundi nefndarinnar í Buenos Aires í dag en þetta verður í fyrsta skipti sem Ólympíuleikar ungmenna verða haldnir í Afríku.
Nánar ...
09.10.2018

Ráðstefna IOC í Buenos Aires

Ráðstefna IOC í Buenos AiresÍ síðustu viku fór fram ráðstefna Alþjóðaðólympíunefndarinnar (IOC) sem fjallaði um Ólympíuhugsjónina á víðtækan hátt. „Olympism in Action" var yfirskrift ráðstefnunnar og fór hún fram í Buenos Aires dagana 5. og 6. október sl. í tengingu við Ólympíuleika ungmenna sem standa nú yfir í borginni.
Nánar ...
09.10.2018

Afsláttarkjör á innanlandsflugi

Afsláttarkjör á innanlandsflugi Samningur ÍSÍ og Air Iceland Connect (AIC) um afsláttarkjör á innanlandsflugi fer alfarið í gegnum bókunarvél hér á vefsíðu AIC. Notast er við inneignarkóða sem felur í sér 2.500 króna inneign. Inneignarkóða má nálgast á skrifstofu ÍSÍ á hefðbundnum skrifstofutíma með því að senda póst á linda@isi.is með upplýsingum um hversu marga leggi er verið að bóka og hvaða íþróttafélag er á bak við.
Nánar ...
09.10.2018

YOG: Verðlaunapeningar á Ólympíuleikum ungmenna

YOG: Verðlaunapeningar á Ólympíuleikum ungmennaNú standa yfir Ólympíuleikar ungmenna (The Youth Olympic Games, YOG) í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu. Eins og á öllum Ólympíuleikum hlýtur það íþróttafólk verðlaunapening að launum sem nær verðlaunapalli og eru Ólympíuleikar ungmenna engin undantekning. Alþjóðaólympíunefndin stóð fyrir hönnunarkeppni á verðlaunapeningum fyrir Ólympíuleika ungmenna 2018 og bárust 300 tillögur frá 50 þjóðum. Sigurvegari keppninnar, Muhamad Farid Husen, frá Indónesíu, kallaði tillögu sína að útliti verðlaunapeninganna „Fireworks of Victory“. Eins og hið myndræna nafn gefur til kynna tekur hönnun verðlaunapeninganna mið af fallegri ásýnd flugelda þegar þeir springa á himninum.
Nánar ...
08.10.2018

Ólympíuleikar ungmenna - Streymi

Ólympíuleikar ungmenna - StreymiAlþjóðaólympíunefndin og Ólympíurásin (Olympic Channel) verða með streymi frá Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires. ÍSÍ hefur sett inn á heimasíðu sína sérstakt viðmót þar sem hægt er að fylgjast með keppni á leikunum, skoða upplýsingar um keppendur, úrslit o.fl.
Nánar ...
08.10.2018

YOG: Annar keppnisdagur

YOG: Annar keppnisdagurÞá er öðrum keppnisdegi lokið á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires. Í dag kepptu þau Snæfríður Sól Jórunnardóttir í 100m skriðsundi og Martin Bjarni Guðmundsson í hringjum og í stökki í áhaldafimleikum.
Nánar ...
08.10.2018

Sýnum karakter vefsíðan

Sýnum karakter vefsíðanÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Ísland standa saman að vefsíðunni Sýnum karakter. Vefsíðan er aðallega ætluð þjálfurum og íþróttafélögum. Reglulega skrifa gestir pistla á síðuna og deila þannig sinni reynslu úr íþróttaheiminum.
Nánar ...
07.10.2018

Buenos Aires 2018 - leikar settir

Buenos Aires 2018 - leikar settirBúið er að setja Ólympíuleika ungmenna 2018 í Buenos Aires formlega. Fánaberi fyrir Íslands hönd var Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir keppandi í frjálsíþróttum.
Nánar ...
06.10.2018

Ólympíuleikar ungmenna settir

Ólympíuleikar ungmenna settirÓlympíuleikar ungmenna 2018 verða settir í kvöld í Buenos Aires í Argentínu. Lokahátíð leikanna fer fram kvöldið 18. október. Ólympíuleikar ungmenna eru ætlaðir fyrir ungt íþróttafólk á aldrinum 15 til 18 ára. Á leikunum er keppt í 32 íþróttagreinum, bæði hefðbundnum sem og nýstárlegri greinum. Í fyrsta sinn á Ólympískum viðburði eru jafn margir kvenkyns og karlkyns keppendur.
Nánar ...