Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

7

19.10.2017

Paralympic dagurinn 21. október

Paralympic dagurinn 21. októberParalympic-dagurinn er stórskemmtilegur kynningardagur á íþróttum fatlaðra á Íslandi. Viðburðurinn verður haldinn laugardaginn 21. október nk. frá kl. 11:00-13:00 í innilauginni í Laugardal og frá kl. 13:00-16:00 í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal.
Nánar ...
18.10.2017

Ísland fyrirmynd í forvarnarstarfi

Ísland fyrirmynd í forvarnarstarfiTólf manna sendinefnd frá Matanuska Susitna Borough í Alaska, átti fund með framkvæmdastjóra ÍSÍ og framkvæmdastjóra ÍBR í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í gær. Sendinefndin er hér á landi til að kynna sér hvernig staðið er að uppeldi barna- og unglinga og kynna sér forvarnarstarf hvers konar. Í Alaska og Matanuska Susitna Borough er mikil notkun vímuefna, há tíðni sjálfsvíga og mikið þunglyndi meðal ungmenna.
Nánar ...
18.10.2017

Keilusamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

Keilusamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍKeilusamband Íslands (KLÍ) hefur hlotið viðbótarstyrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna landsliðsverkefna ársins 2017. Um er að ræða styrk að upphæð 1,6 m.kr. sem bætist við fyrri úthlutun til sambandsins, en sambandið hlaut styrk að upphæð 1,1 m.kr. í fyrri úthlutun ársins úr Afrekssjóði ÍSÍ.
Nánar ...
17.10.2017

Netratleikur Forvarnardagsins

Netratleikur ForvarnardagsinsÍ netratleik Forvarnardagsins er ferðalag um vefsíður Skátanna, Ungmannafélags Íslands og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Finna þarf rétt svör og fræðast um starfsemi félaganna um leið. Allir geta fundið íþrótta- og tómstundastarf við sitt hæfi.
Nánar ...
17.10.2017

Kunnátta íþróttafólks í lyfjamálum

Kunnátta íþróttafólks í lyfjamálumAlþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin (WADA) hefur gefið út gagnvirkan tölvuleik sem prófar kunnáttu íþróttafólks í lyfjamálum. Leikurinn er til að mynda hluti af fræðslu um lyfjamál á Ólympíuleikum og fleiri stórmótum. Leikurinn er á íslensku.
Nánar ...
16.10.2017

Haukur endurkjörinn sem formaður UMFÍ

Haukur endurkjörinn sem formaður UMFÍ50. Sambandsþing Ungmennafélags Íslands fór fram á Hótel Hallormsstað um síðastliðna helgi. Um 150 fulltrúar þeirra rúmlega 340 félaga sem aðild eiga að UMFÍ sóttu þingið ásamt ýmsum gestum. Verkefni þingsins voru m.a. að marka stefnu UMFÍ á komandi árum og afgreiða reikninga, fjárhagsáætlun og ýmsar tillögur sem lágu fyrir þinginu.
Nánar ...
16.10.2017

Afmælishóf Ólympíufara 2017

Afmælishóf Ólympíufara 2017Stjórn Samtaka íslenskra Ólympíufara (SÍÓ) býður öllum Ólympíuförum; keppendum, þjálfurum, farastjórum, o.fl. til kaffisamsætis í dag, mánudaginn 16. október, í salarkynnum ÍSÍ í Laugardal. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mun heiðra gesti með því að mæta, en Jóhannes faðir hans var þjálfari íslenska frjálsíþróttahópsins á leikunum í Munchen.
Nánar ...
13.10.2017

Sögur af Göngum í skólann verkefninu

Sögur af Göngum í skólann verkefninuDagana 28. september – 4. október voru allir nemendur Hofstaðaskóla hvattir til að koma gangandi eða hjólandi í skólann í tilefni Göngum í skólann verkefnisins. Þann 4. október var alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn og hófst skóladagurinn með skópartýi þar sem nemendur og starfsfólk komu með gamla skó að heiman og lögðu til skó í skópartýið. Nemendur röðuðu skónum út frá skólanum og upp göngustíginn í átt að Mýrinni. Þátttakan fór fram úr björtustu vonum og voru skópörin alls 396 sem raðað var í gönguna og höfðu nemendur mjög gaman af þessum gjörningi. Allir skórnir voru svo gefnir til Fjölskylduhjálpar Íslands og fylltu þeir alls 15 poka. Glæsilegt framtak hjá Hofstaðaskóla og skemmtilegt skópartý fyrir góðan málstað.
Nánar ...
13.10.2017

Ráðstefna IOC um konur í leiðtogastörfum

Ráðstefna IOC um konur í leiðtogastörfum Alþjóðaólympíunefndin (IOC) og Ólympíunefnd Litháen stóðu fyrir ráðstefnu um konur í leiðtogastörfum 10.-11. október sl. á Radisson Blu hótelinu í Vilnius. Um 200 þátttakendur ​frá 40 Ólympíunefndum, frá Alþjóðaólympíunefndinni, Evrópusambandi ólympíunefnda (EOC) og mörgum alþjóðasamböndum íþrótta, sóttu ráðtefnuna.
Nánar ...
13.10.2017

Þjálfarastyrkir ÍSÍ 2017

Þjálfarastyrkir ÍSÍ 2017Stjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir hér með eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ. Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða ráðstefna og bæta þekkingu sína í þjálfun, sem mun nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi.
Nánar ...