Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

6

25.10.2017

Sportmarkaður ÍSÍ

Sportmarkaður ÍSÍSportmarkaður ÍSÍ fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, í C-sal á 3. hæð frá kl. 12-18 í dag, aðeins þennan eina dag. Íþróttamiðstöðin er við Engjaveg 6, 104 Reykjavík. Öllum sem áhuga hafa er boðið að koma og gera góð kaup. Góðar íþróttavörur til sölu á verðbilinu 500-5.000 kr. Það er posi á staðnum.
Nánar ...
25.10.2017

Nýjar ÍSÍ fréttir

Nýjar ÍSÍ fréttirÍ dag kemur út nýtt blað af ÍSÍ fréttum. Í blaðinu er farið yfir það helsta úr starfi ÍSÍ síðastliðna mánuði.
Nánar ...
24.10.2017

Lyftingasamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

Lyftingasamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ Lyftingasamband Íslands (LSÍ) hefur hlotið viðbótarstyrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna afreksverkefna ársins 2017. Um er að ræða styrk að upphæð 200.000 kr. sem bætist við fyrri úthlutun til sambandsins, en sambandið hlaut styrk vegna landsliðsverkefna að upphæð 1.100.000 kr. í fyrri úthlutun ársins úr Afrekssjóði ÍSÍ.
Nánar ...
24.10.2017

Réttindi íþróttafólks í lyfjamálum - Rafræn könnun

Réttindi íþróttafólks í lyfjamálum - Rafræn könnunAlþjóðalyfjaeftirlitið eða World Anti Doping Agency (WADA) í samvinnu við landslyfjaeftirlit víðs vegar í heiminum (NADOs) og íþróttamannanefnd WADA, hóf fyrr á þessu ári drög að sáttmála um réttindi íþróttafólks. Markmiðið með slíkum sáttmála er að tryggja og auka réttindi íþróttafólks, því lyfjaeftirlit snýst fyrst og fremst um það; réttindi heiðarlegs íþróttafólks. Hugmyndin er að innleiða efni sáttmálans inn í Alþjóðalyfjareglurnar (WADA Code).
Nánar ...
23.10.2017

Íþróttasamband fatlaðra hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

Íþróttasamband fatlaðra hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍÍþróttasamband fatlaðra (ÍF) hefur hlotið viðbótarstyrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna afreksverkefna ársins 2017. Um er að ræða styrk að upphæð 5 m.kr. sem bætist við fyrri úthlutun til sambandsins, en sambandið hlaut styrk að upphæð 7.750.000 kr. í fyrri úthlutun ársins úr Afrekssjóði ÍSÍ.
Nánar ...
20.10.2017

Fanney Hauksdóttir Evrópumeistari heiðruð

Fanney Hauksdóttir Evrópumeistari heiðruðKraftlyftingasamband Íslands stóð fyrr í dag fyrir móttöku til heiðurs Fanneyju Hauksdóttur Evrópumeistara í bekkpressu. Fanney varð fyrir skemmstu Evrópumeistari í þriðja sinn í röð í sínum þyngdarflokki í bekkpressu.
Nánar ...
20.10.2017

Kraftlyftingasamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

Kraftlyftingasamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍKraftlyftingasamband Íslands (KRA) hefur hlotið viðbótarstyrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna afreksverkefna ársins 2017. Um er að ræða styrk að upphæð 6 m.kr. sem bætist við fyrri úthlutun til sambandsins, en sambandið hlaut styrk að upphæð 6,6 m.kr. í fyrri úthlutun ársins úr Afrekssjóði ÍSÍ.
Nánar ...
20.10.2017

Heiðurshöll ÍSÍ - Myndbönd

Heiðurshöll ÍSÍ - MyndböndHeiðurshöll ÍSÍ er óáþreifanleg höll afreksíþróttafólks og afreksþjálfara Íslands, í ætt við Hall of Fame á erlendri grundu. Á Vimeo-síðu ÍSÍ má sjá myndbönd sem RÚV gerði í tilefni þess að viðkomandi íþróttafólk var útnefnd í Heiðurshöll ÍSÍ.
Nánar ...
19.10.2017

Skotíþróttasamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

Skotíþróttasamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍSkotíþróttasamband Íslands (STÍ) hefur hlotið viðbótarstyrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna landsliðsverkefna ársins 2017. Um er að ræða styrk að upphæð 4,2 m.kr. sem bætist við fyrri úthlutun til sambandsins, en sambandið hlaut styrk að upphæð 3.850.000 kr. í fyrri úthlutun ársins úr Afrekssjóði ÍSÍ.
Nánar ...
19.10.2017

Karatesamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

Karatesamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍKarate er orðin Ólympíugrein og verður á dagskrá á næstu Ólympíuleikum í Tókýó 2020. Erlent mótahald tekur mið af því og því er mikilvægt að íslenskir keppendur taki þátt og öðlist enn frekari keppnisreynslu á erlendum mótum. Á árinu 2017 hefur sambandið tekið þátt í fjölmörgum erlendum verkefnum, jafnt fyrir fullorðinna sem unglinga, en ljóst er að efla þarf enn frekar alþjóðlega þátttöku og árangur á stærri vettvangi ef sambandið ætlar sér að eiga keppanda á Ólympíuleikum í framtíðinni.
Nánar ...
19.10.2017

Vítamín í Val og Kraftur í KR

Vítamín í Val og Kraftur í KRTvö áhugaverð verkefni eru að hefja göngu sína í íþróttafélögunum Val og KR. Verkefnin bera heitin „Vítamín í Val“ og „Kraftur í KR“ og eru ætluð eldri borgurum í nágrenni við félögin.
Nánar ...