Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

20.04.2015

Ráðstefnan Erum við á réttri leið?

Ráðstefnan „Erum við á réttri leið?” um íþróttir barna og unglinga var haldin í Laugarásbíói síðastliðinn föstudag. Fyrirlestrarnir voru áhugaverðir og mikill samhljómur í nálgun á íþróttastarfi fyrir börn. Í máli fyrirlesara var greinilegt að þarfir barna voru í fyrirrúmi, lögð áhersla á að þeim líði vel, íþróttir séu fjölbreyttar og skemmtilegar og íþróttaþátttaka sé fyrir alla.
Nánar ...
20.04.2015

Ársskýrsla ÍSÍ

Ársskýrsla ÍSÍÁ 72. Íþróttaþingi ÍSÍ var lögð fram ítarleg ársskýrsla sem spannar tvö ár í starfsemi ÍSÍ. Í skýrslunni er m.a. finna ársreikning ÍSÍ fyrir árin 2013 og 2014 ásamt yfirliti yfir styrki til sambandsaðila ÍSÍ á því tímabili. Skýrslan stiklar á helstu verkefnum ÍSÍ og viðburðum síðustu tveggja ára.
Nánar ...
20.04.2015

Forseti Alþjóðakaratesambandsins fundaði með ÍSÍ

Forseti Alþjóðakaratesambandsins fundaði með ÍSÍFormannafundur Norræna karatesambandsins var haldinn í Reykjavík þann 10. apríl í tengslum við Norðurlandameistaramótið í karate. Antonio Espinos forseti Alþjóðakaratesambandsins, sem er jafnframt forseti Evrópska karatesambandsins, var heiðursgestur fundarins sem og Norðurlandamótsins.
Nánar ...
18.04.2015

Gunnar og Torfi í Heiðurshöll ÍSÍ

Gunnar og Torfi í Heiðurshöll ÍSÍÞann 18. apríl síðastliðinn, á 72. Íþróttaþingi ÍSÍ, var útnefnt í Heiðurshöll ÍSÍ í tíunda og ellefta sinn. Útnefndir voru Gunnar Huseby og Torfi Bryngeirsson, frjálsíþróttamenn.
Nánar ...
18.04.2015

Fjórir sæmdir Heiðurskrossi ÍSÍ

Fjórir sæmdir Heiðurskrossi ÍSÍ Á Íþróttaþingi ÍSÍ í dag voru fjórir einstaklingar sæmdir Heiðurskrossi ÍSÍ. Það voru þau Albert H. N. Valdimarsson, Camilla Th. Hallgrímsson, Dóra Gunnarsdóttir og Elsa Jónsdóttir. Öll eiga þau að baki langt og farsælt starf í íþróttahreyfingunni. Um leið og ÍSÍ óskar þeim til hamingju með heiðursviðurkenninguna þá er þeim þakkað fyrir framúrskarandi framlag til íþróttahreyfingarinnar.
Nánar ...
18.04.2015

Heiðursfélagar ÍSÍ kjörnir á Íþróttaþingi

Heiðursfélagar ÍSÍ kjörnir á ÍþróttaþingiÁ 72. Íþróttaþingi ÍSÍ í dag voru kjörnir fjórir Heiðursfélagar ÍSÍ en sú heiðursnafnbót er æðsta viðurkenning innan vébanda ÍSÍ. Nýir Heiðursfélagar ÍSÍ eru Benedikt Geirsson fyrrverandi formaður Skíðasambands Íslands, Jens Kristmannsson íþróttaleiðtogi frá Ísafirði, Margrét Bjarnadóttir fyrrverandi formaður Fimleikasambands Íslands og Reynir Ragnarsson fyrrverandi formaður ÍBR.
Nánar ...
17.04.2015

72. Íþróttaþing ÍSÍ var sett í dag

72. Íþróttaþing ÍSÍ var sett í Gullhömrum í Reykjavík í dag. Setningarathöfn þingsins var með hefðbundnum hætti þar sem forseti ÍSÍ flutti setningarávarp og minntist þar sérstaklega látinna félaga. Í kjölfarið af ávarpi forseta flutti SamSam lag. Ragnheiður Ríkharðsdóttir var kjörinn þingforseti og Steinn Halldórsson var kjörinn 2. þingforseti.
Nánar ...
16.04.2015

72. Íþróttaþing ÍSÍ

72. Íþróttaþing ÍSÍ verður haldið í Gullhömrum í Reykjavík 17. og 18. apríl nk. Íþróttaþing ÍSÍ er æðsti vettvangur íslenskrar íþróttahreyfingar. Þingsetning verður föstudaginn 17. apríl og hefst kl. 16:00.
Nánar ...
14.04.2015

Erum við á réttri leið? Ráðstefna um íþróttir barna og unglinga

Erum við á réttri leið? Ráðstefna um íþróttir barna og unglingaFöstudaginn 17. apríl stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir ráðstefnu um íþróttir barna og unglinga og verður ráðstefnan haldin í Laugarásbíói, hefst kl.11 og stendur til kl.14:30. Á ráðstefnunni er ætlunin að skoða íþróttaiðkun barna og unglingum frá mörgum sjónarhornum. Fyrirlesarar verða reynslumiklir þjálfarar úr ólíkum greinum íþrótta og aðrir einstaklingar með margvíslega aðkomu að íþróttum barna og unglinga.
Nánar ...