Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

10.04.2013

Fjölmennur fundur með RÚV

Fjölmennur fundur með RÚV Í dag funduðu Kristín Hálfdánardóttir íþróttastjóri RÚV og Einar Örn Jónsson vaktstjóri íþrótta með fulltrúum sérsambanda og nefnda innan ÍSÍ, til að ræða aðkomu RÚV að fréttaflutningi og útsendingum af íþróttaviðburðum.
Nánar ...
10.04.2013

Nýr formaður hjá UDN

Nýr formaður hjá UDN92. Sambandsþing UDN var haldið í Leifsbúð í Búðardal 8. apríl síðastliðinn. Góð mæting þingfulltrúa var á þingið. Finnbogi Harðarson lét af formennsku í sambandinu eftir 6 ára setu. Nýr formaður var kjörinn Kristján Garðarsson.
Nánar ...
09.04.2013

Ólympíusamhjálpin styrkir undirbúning fyrir Sochi 2014

Ólympíusamhjálpin styrkir undirbúning fyrir Sochi 2014Á síðasta ári sótti ÍSÍ um styrki til Ólympíusamhjálparinnar vegna undirbúnings fyrir Vetrarólympíuleikana í Sochi 2014. Ólympíusamhjálpin veitir Ólympíunefndum styrki vegna íþróttamanna og fékk Ísland styrki fyrir fimm íþróttamenn sem allir koma frá Skíðasambandi Íslands. Nema styrkirnir 1.200 bandaríkjadölum (USD) á mánuði og er um allt að 14 mánuði að ræða, frá 1. janúar 2013 til 28. febrúar 2014. Auk þessa er veittur ferðastyrkur að hámarki 5.000 USD vegna hvers þeirra.
Nánar ...
09.04.2013

"Skipulögð lyfjamisnotkun í íþróttum"

Í dag var haldinn hádegisfundur um lyfjamál í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal sem bar yfirskriftina "Skipulögð lyfjamisnotkun í íþróttum". Fyrirlesari var Dr. Skúli Skúlason formaður lyfjaráðs ÍSÍ.
Nánar ...
06.04.2013

71. Íþróttaþing ÍSÍ verður haldið 19. og 20. apríl 2013

Lokafrestur til að skila inn tillögum til lagabreytinga og önnur mál sem óskast tekin fyrir á Íþróttaþingi, rann út 22. mars sl. Hér á heimasíðunni er hægt að nálgast allar tillögurnar sem lagðar verða fyrir þingið, bæði frá framkvæmdastjórn ÍSÍ og innsendar tillögur frá sambandsaðilum.
Nánar ...
05.04.2013

"Skipulögð lyfjamisnotkun í íþróttum"

Þriðjudaginn 9. apríl stendur fræðslu- og þróunarsvið ÍSÍ fyrir hádegisfundi í E-sal íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og hefst hann kl.12:10. Að þessu sinni er umfjöllunarefnið tengt lyfjamisnotkun í íþróttum.
Nánar ...
02.04.2013

Ingvar áfram formaður ÍBR

Ingvar áfram formaður ÍBR46. þing ÍBR var haldið dagana 21. og 22. febrúar sl. Tæplega 100 fulltrúar mættu til þings. Tvær tillögur fengu mikla umræðu og þurfti að telja atkvæði til að fá niðurstöðu. Annarsvegar var það tillaga um umsókn um aðild að UMFÍ sem mikið var rætt um og hinsvegar lagabreytingartillaga sem kemur í veg fyrir að framkvæmdastjórar félaga geti boðið sig fram í stjórn ÍBR.
Nánar ...
02.04.2013

Ársþing USVH

Ársþing USVHÞing USVH var haldið 20. mars síðastliðinn. Góð mæting þingfulltrúa var á þingið og var það starfssamt. Garðar Svansson, fulltrúi ÍSÍ á þinginu, flutti kveðju frá Ólafi Rafnssyni, forseta ÍSÍ, framkvæmdastjórn og starfsmönnum ÍSÍ.
Nánar ...
25.03.2013

Kraftur í vorfjarnámi ÍSÍ í þjálfaramenntun

Vorfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun 1. og 2. stigs almenns hluta er nú í fullum gangi. Nemendur skila lokaverkefnum sínum eftir páska og ljúka þar með tilskyldum réttindum til íþróttaþjálfunar. Góð þátttaka er í fjarnáminu og munu um 30 nemendur ljúka námi 1. stigs.
Nánar ...
24.03.2013

Viðvörun frá WADA

Alþjóða lyfjaeftirlitið, WADA hefur orðið vart við efni kallað GW501516 sem er selt á svörum markaði og beint að íþróttamönnum. Aukaverkanirnar af þessu efni eru svo alvarlegar að WADA hefur tekið það sjaldgæfa skref að aðvara ,,svindlara” og gefið út viðvörun vegna þessa sérstaklega hættulega efnis sem virðist vera í umferð og greinst hefur í sýnum hjá íþróttafólki nú þegar.
Nánar ...
19.03.2013

Guðbergur kjörinn formaður AKÍS

Guðbergur kjörinn formaður AKÍSFyrsta reglulega ársþing Akstursíþróttasambands Íslands var haldið laugardaginn 16. mars í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Sambandið var stofnað 20. desember 2012 og varð þar með 29. sérsamband ÍSÍ.
Nánar ...