Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

22.04.2013

Fræðslufundur um kynferðislegt ofbeldi

Miðvikudaginn 24. apríl mun Dr. Celia Brackenridge prófessor í íþróttum við Brunel háskóla vera með fræðslufund um kynferðislega áreitni/ofbeldi innan íþrótta og fer fundurinn fram í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar og hefst hann kl. 13.
Nánar ...
22.04.2013

Þrír einstaklingar bættust í Heiðurshöll ÍSÍ

Á síðari degi 71. Íþróttaþings ÍSÍ voru þrír nýjir einstaklingar teknir í Heiðurshöll ÍSÍ. Það voru þeir Sigurjón Pétursson, Jóhannes Jósefsson og Albert Guðmundsson. Allir þessir einstaklingar eru látnir en afkomendur þeirra tóku við viðurkenningum fyrir hönd fjölskyldna þeirra og var þar á meðal Pétur Sigurjónsson sem þakkaði þinginu þann virðingarvott sem föður hans væri sýndur.
Nánar ...
20.04.2013

Ávarp forseta ÍSÍ við setningu 71. Íþróttaþings ÍSÍ

Við höldum nú Íþróttaþing í kjölfar viðburðarríks 100 ára afmælisárs. ÍSÍ hefur átt góða samfylgd með íslenskri þjóð þessa aldarvegferð, hefur axlað samfélagslega ábyrgð og vaxið í að verða stærsta fjöldahreyfing landsins með tugþúsundir sjálfboðaliða sem á hverjum degi vinna samtökunum og þjóð sinni mikið gagn.
Nánar ...
19.04.2013

71. Íþróttaþing var sett í Reykjavík í dag.

71. Íþróttaþing ÍSÍ var sett á Icelandair Hótel Natura í dag. Á setningarathöfn þingsins voru 4 einstaklingar kjörnir heiðursfélagar í Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands en það voru þau Björg S. Blöndal, Logi Kristjánsson, Ríkharður Jónsson og Stefán Runólfsson.
Nánar ...
18.04.2013

Ársþing UÍA

Ársþing UÍAÁrsþing Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands var haldið á Norðfirði sunnudaginn 14. apríl síðastliðinn. Gunnar Gunnarsson var endurkjörinn formaður sambandsins en tvær breytingar urðu á stjórninni. Þær Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir og Vilborg Stefánsdóttir gengu úr stjórn en í þeirra stað voru kjörnar Guðrún Sólveig Sigurðardóttir og Sóley Dögg Birgisdóttir.
Nánar ...
18.04.2013

71. Íþróttaþing ÍSÍ

71. Íþróttaþing ÍSÍ verður haldið á Hótel Reykjavík Natura dagana 19. og 20. apríl nk. Þingsetning verður föstudaginn 19. apríl og hefst kl. 16:30.
Nánar ...
17.04.2013

Fundur með fulltrúum stjórnmálaflokkanna

Nú styttist í kosningar til Alþingis og útlit fyrir að fjölbreyttir kostir verði í boði fyrir kjósendur. Íþróttahreyfingin er stærsta fjöldahreyfing á Íslandi og rödd hennar ætti að vega töluvert þegar komið er í kjörklefann.
Nánar ...
16.04.2013

Jóhann Másson nýr formaður JSÍ

Jóhann Másson nýr formaður JSÍ42. þing Júdósambands Íslands (JSÍ) fór fram laugardaginn 13. apríl í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal. Alls voru 40 þingfulltrúar mættir en 43 þingfulltrúar hafa rétt til setu á þinginu. Haraldur Baldursson þingforseti stýrði þinginu af röggsemi.
Nánar ...
16.04.2013

Aðalfundur Íslenskrar getspár

Aðalfundur Íslenskrar getspár var haldinn á Grand Hótel Reykjavík í gær. Á fundinum kom fram að starfsemi Getspár hafi verið umfangsmikil á árinu 2012 og verkefnin fjölbreytileg. Reksturinn gekk vel, sem er einkar ánægjuleg útkoma og mikilvæg fyrir allar einingar íþróttahreyfingarinnar.
Nánar ...
16.04.2013

Hermundur endurkjörinn formaður HSH

Hermundur endurkjörinn formaður HSH75. Héraðsþing HSH var haldið í Samkomuhúsi Grundarfjarðar 9. apríl síðastliðinn. Þingið var nokkuð vel sótt og mjög starfsamt. Vönduð ársskýrsla var lögð fram á þinginu sem ber vitni um fjölbreytt íþróttastarf á svæði HSH.
Nánar ...
16.04.2013

Nýr vefur

Íþrótta- og Ólympíusambandið tók í notkun nýjan vef fyrir heilsu- og hvatningarverkefnið Hjólað í vinnuna í gær, mánudaginn 15. apríl. Nýi vefurinn hefur verið í undirbúning síðan Hjólað í vinnuna 2012 lauk. Þökkum við starfsfólki Advania kærlega fyrir samstarfið. Skráning og nánari upplýsingar er að finna á www.hjoladivinnuna.is
Nánar ...
11.04.2013

Leiðbeinendanámskeið í stafgöngu

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir leiðbeinendanámskeiði í stafgöngu í Reykjavík laugardaginn 11. maí frá kl. 9:00 – 16:00 í íþróttamiðstöðinni í Laugardal og á Akureyri Glerárgötu þriðjudagana 30. apríl og 7. maí kl. 18:00 – 21:00. Námskeiðið er m.a. ætlað íþróttakennurum, íþróttafræðingum, sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfum, hjúkrunarfræðingum og læknum. Skráning og nánari upplýsingar er á netfangið jona@isi.is. Hægt verður að skrá sig fram til 26. apríl.
Nánar ...