Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

11

Fréttir og tilkynningar

15.02.2013

Lyfjaprófunarhópur 2013

Samkvæmt Alþjóða lyfjareglunum ber þeim sem fara með lyfjaeftirlit meðal íþróttamanna að stofna skráðan lyfjaprófunarhóp. Í hópnum eiga að vera fremstu íþróttamenn hvers lands. Við val á einstaklingum er tekið mið af stöðu viðkomandi á heimslista og þátttöku á stórum Alþjóðlegum mótum. Meðal þeirra upplýsinga sem íþróttamennirnir þurfa að skila er keppnisáætlun fyrir tímabilið auk upplýsinga um hvar og hvenær æft er. Lyfjaeftirlit ÍSÍ hefur nú birt hverjir tilheyra skráðum lyfjaprófunarhópi árið 2013.
Nánar ...
13.12.2012

Fundur um lyfjaeftirlitsmálaflokkinn

Í gær stóð Lyfjaeftirlit ÍSÍ fyrir árlegum fundi um lyfjaeftirlitsmálaflokkinn með fulltrúum sérsambanda og sérgreinanefnda ÍSÍ. Meðal þess sem fjallað var um er endurskoðun á Alþjóða lyfjareglunum sem stendur nú yfir. Nýr bannlisti WADA sem gildi tekur þann 1. janúar n.k. var kynntur og helstu breytingar frá núgildandi lista. Einnig var sagt frá lyfjaeftirliti ÍSÍ og samstarf um lyfjaeftirlit meðal íþróttamanna.
Nánar ...
03.10.2012

Bannlisti WADA 2013

Alþjóða lyfjaeftirlitið (WADA) hefur birt bannlista sinn sem tekur gildi þann 1. janúar 2013. Ekki er um verulegar breytingar að ræða frá listanum sem gildir út þetta ár.
Nánar ...