Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
9

Fréttir og tilkynningar

01.01.2019

Nýr bannlisti WADA 2019

Nýr bannlisti WADA 2019Í dag tók gildi nýr bannlisti WADA, Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA Prohibited List). Listinn er endurskoðaður á hverju ári og tekur ný útgáfa gildi 1. janúar ár hvert. Bannlisti WADA gildir innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.
Nánar ...
01.12.2018

Bannlisti WADA 2019 - Helstu breytingar

Bannlisti WADA 2019 - Helstu breytingarAlþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin (WADA) hefur nú birt samantekt um helstu breytingar á bannlista WADA 2019 ásamt útskýringum. Á listanum má sjá hvaða efni og aðferðir eru bannaðar bæði í keppni og utan keppni og hvaða efni eru bönnuð í ákveðnum íþróttagreinum. Hér má sjá samantekt um helstu breytingar ásamt útskýringum.
Nánar ...
18.09.2018

Hádegisfyrirlestur: Vegabréf íþróttamannsins

Hádegisfyrirlestur: Vegabréf íþróttamannsinsÍ hádeginu í dag, þriðjudaginn 18. september, mun Lasse Bækken frá Lyfjaeftirliti Noregs (Anti-Doping Norway) halda fyrirlestur undir yfirskriftinni „Vegabréf íþróttamannsins“. Fyrirlesturinn fer fram í húsakynnum ÍSÍ, Engjavegi 6, 104 Reykjavík (E-sal – 3. hæð) og hefst kl 12:00.
Nánar ...
23.08.2018

Fyrsti fundur stjórnar Lyfjaeftirlits Íslands

Fyrsti fundur stjórnar Lyfjaeftirlits Íslands Í júní sl. fór fram stofnfundur Lyfjaeftirlits Íslands. Með tilkomu nýrrar lyfjaeftirlitsstofnunar fluttist lyfjaeftirlit úr höndum ÍSÍ yfir á stofnunina. Stjórn nýrrar stofnunar skipa Dr. Skúli Skúlason (formaður), Áslaug Sigurjónsdóttir, Erna Sigríður Sigurðardóttir, Helgi Freyr Kristinsson, Pétur Magnússon og Sif Jónsdóttir.
Nánar ...
13.06.2018

Lyfjaeftirlit ÍSÍ og jafningjafræðslan

Lyfjaeftirlit ÍSÍ og jafningjafræðslanNýverið hélt verkefnastjóri Lyfjaeftirlits ÍSÍ, Birgir Sverrisson, erindi fyrir jafningafræðsluna. Erindið fjallaði um anabólíska stera, aukaverkanir og hvatana bakvið notkunina á þeim hvort sem er innan íþrótta eða utan. Hópurinn átti gott spjall um ýmis konar þætti er snúa að andlegum og líkamlegum áhrifum af notkun þessara ólöglegu efna og einnig var rætt um líkamsímynd og umfang notkunar, bæði innan og utan skipulagðs íþróttastarfs. Að lokum var farið stuttlega yfir niðurstöður nýlegra rannsókna á notendum anabólískra stera og rætt um hvernig jafningafræðslan geti stuðlað að því að ungt fólk fái fræðslu um skaðsemi þessara efna og verið miklvægur þáttur í því að hvetja það til heilbrigðar heilsuræktar.
Nánar ...
13.04.2018

Lyfjaeftirlit Íslands sett á stofn

Lyfjaeftirlit Íslands sett á stofnStarfsemi lyfjaeftirlits á Íslandi var færð í sérstaka sjálfseignarstofnun í dag þegar Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, skrifuðu undir skipulagsskrá Lyfjaeftirlits Íslands.​
Nánar ...
06.04.2018

Lyfjamisnotkun og lýðheilsumál

Lyfjamisnotkun og lýðheilsumálLyfjamisnotkun einskorðast ekki við afreksíþróttafólk og hafa ýmsir aðilar utan skipulagðra íþrótta áhyggjur af aukinni notkun ólöglegra árangursbætandi efna og frekari þörf á fræðslu og forvörnum.
Nánar ...
03.04.2018

Málþing um forvarnir í lyfjamálum

Málþing um forvarnir í lyfjamálumÞann 5. apríl nk. fer fram málþing um forvarnir í lyfjamálum. Fredrik Lauritzen, forstöðumaður forvarna- og lýðheilsumála hjá Anti-Doping Norway mun fjalla um málefnið.
Nánar ...
06.03.2018

Tæplega helmingur íþróttafólks treystir ekki á gagnsæi í íþróttum

Tæplega helmingur íþróttafólks treystir ekki á gagnsæi í íþróttum Í nóvember á síðasta ári fór fram sex vikna rafræn könnun á vegum Alþjóðalyfjaeftirlitsins (WADA) sem fjallaði um réttindi íþróttafólks. Hugmyndin er að til verði sáttmáli um réttindi íþróttafólks, í Alþjóðalyfjareglunum, en markmiðið með slíkum sáttmála er að tryggja og auka réttindi íþróttafólks.
Nánar ...
02.02.2018

Þekkir þú hættuna við lyfjamisnotkun?

Þekkir þú hættuna við lyfjamisnotkun?Þekkir þú hættuna við lyfjamisnotkun? Í Laugardalshöll hefur verið settur upp auglýsingaveggur sem að sýnir aukaverkanir við lyfjamisnotkun á myndrænan hátt. Kíktu í Laugardalshöll og kynntu þér málið á meðan á Reykjavíkurleikunum stendur. Þar er hægt að svara stuttri getraun og eiga möguleika á veglegum vinningum. Dregið verður úr réttum svörum 29. janúar og 5. febrúar.
Nánar ...
01.01.2018

Bannlisti WADA 2018

Bannlisti WADA 2018Í dag tók gildi nýr bannlisti WADA, Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar. Bannlisti WADA gildir innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.
Nánar ...