Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
5

Fréttir og tilkynningar

29.11.2017

Lyfjaeftirlit ÍSÍ - My Moment

Lyfjaeftirlit ÍSÍ - My MomentNýlega var opnuð vefsíða sem ber heitið My-Moment. Um er að ræða átak tileinkað íþróttafólki sem ekki hefur haft rangt við á sínum íþróttaferli og eiga rétt á sínu augnabliki í íþróttaheiminum, hvort sem er á æfingum, í keppni eða á verðlaunapalli. Hreint íþróttafólk vill hreina keppni. Mikilvægt er fyrir íþróttaheiminn að standa vörð um þessi augnablik íþróttafólks og berjast gegn lyfjamisnotkun í íþróttum.
Nánar ...
07.11.2017

Kunnátta íþróttafólks í lyfjamálum

Kunnátta íþróttafólks í lyfjamálumAlþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin (WADA) hefur gefið út gagnvirkan tölvuleik sem prófar kunnáttu íþróttafólks í lyfjamálum. Leikurinn er til að mynda hluti af fræðslu um lyfjamál á Ólympíuleikum og fleiri stórmótum. Leikurinn er á íslensku.
Nánar ...
02.11.2017

Rafræn könnun um réttindi íþróttafólks í lyfjamálum

Rafræn könnun um réttindi íþróttafólks í lyfjamálumAlþjóðalyfjaeftirlitið eða World Anti Doping Agency (WADA) í samvinnu við landslyfjaeftirlit víðs vegar í heiminum (NADOs) og íþróttamannanefnd WADA, hóf fyrr á þessu ári drög að sáttmála um réttindi íþróttafólks. Markmiðið með slíkum sáttmála er að tryggja og auka réttindi íþróttafólks, því lyfjaeftirlit snýst fyrst og fremst um það; réttindi heiðarlegs íþróttafólks. Hugmyndin er að innleiða efni sáttmálans inn í Alþjóðalyfjareglurnar (WADA Code).
Nánar ...
24.10.2017

Réttindi íþróttafólks í lyfjamálum - Rafræn könnun

Réttindi íþróttafólks í lyfjamálum - Rafræn könnunAlþjóðalyfjaeftirlitið eða World Anti Doping Agency (WADA) í samvinnu við landslyfjaeftirlit víðs vegar í heiminum (NADOs) og íþróttamannanefnd WADA, hóf fyrr á þessu ári drög að sáttmála um réttindi íþróttafólks. Markmiðið með slíkum sáttmála er að tryggja og auka réttindi íþróttafólks, því lyfjaeftirlit snýst fyrst og fremst um það; réttindi heiðarlegs íþróttafólks. Hugmyndin er að innleiða efni sáttmálans inn í Alþjóðalyfjareglurnar (WADA Code).
Nánar ...
17.10.2017

Kunnátta íþróttafólks í lyfjamálum

Kunnátta íþróttafólks í lyfjamálumAlþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin (WADA) hefur gefið út gagnvirkan tölvuleik sem prófar kunnáttu íþróttafólks í lyfjamálum. Leikurinn er til að mynda hluti af fræðslu um lyfjamál á Ólympíuleikum og fleiri stórmótum. Leikurinn er á íslensku.
Nánar ...
25.09.2017

Hreint íþróttafólk fær verðlaunin sín afhent

Hreint íþróttafólk fær verðlaunin sín afhentÁ nýloknu heimsmeistaramóti í frjálsíþróttum í London fengu sextán íþróttamenn loksins afhend þau verðlaun sem þeir unnu til, en Alþjóðafrjálsíþróttasambandið hefur reynt að bæta íþróttafólkinu upp fyrir svindlið gegn þeim með því að afhenda þeim verðlaun sín á stórum viðburðum með viðhöfn.
Nánar ...
11.08.2017

Minnum á bannlista WADA

Minnum á bannlista WADASeint á síðasta ári birti Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin bannlista WADA 2017 og samantekt um helstu breytingar ásamt útskýringum. Á listanum má sjá hvaða efni og aðferðir eru bannaðar bæði í keppni og utan keppni og hvaða efni eru bönnuð í ákveðnum íþróttagreinum. Framkvæmdastjórn Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar samþykkti listann 21. september 2016, en hann tók gildi 1. janúar 2017. Hér má sjá bannlistann og hér má sjá samantekt um helstu breytingar ásamt útskýringum.
Nánar ...
21.06.2017

IOC fjallar um fæðubótarefni

IOC fjallar um fæðubótarefniNýverið fór fram þriggja daga fundur í höfuðstöðvum Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) um fæðubótarefni, áhrif þeirra á heilsu og frammistöðu íþróttafólks og hættuna á lyfjamisnotkun. Fundinn sátu leiðandi sérfræðingar á sviði læknisfræði og vísinda sem heilbrigðisráðið innan Alþjóðaólympíunefndarinnar (Medical and Scientific Commission) fékk til liðs við sig til að vekja athygli og móta stefnu á málefninu.
Nánar ...
06.04.2017

Samstarf norrænna lyfjaeftirlitsnefnda

Samstarf norrænna lyfjaeftirlitsnefndaÍ byrjun apríl fékk Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ til sín í heimsókn fulltrúa frá öðrum norrænum lyfjaeftirlitum. Tilgangur heimsóknarinnar var að samræma aðgerðir lyfjaeftirlitsaðila við lyfjaeftirlit og einnig fara yfir verkferla er snúa að blóðsýnatöku. Árið 2018 verður lyfjaeftirlitum um allan heim skylt að taka blóðsýni á íþróttamönnum og var þetta liður í undirbúningi fyrir það. Samtals komu til landsins sex aðilar og tóku þeir til að mynda þátt í lyfjaeftirliti með Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ. Þetta var í fyrsta skipti sem norræn lyfjaeftirlit koma saman og standa að sameiginlegu lyfjaeftirliti og tókst það mjög vel til. Það stendur til að hafa slíkt samstarf reglulegan viðburð, enda eiga norræn lyfjaeftirlit í mjög góðu samstarfi almennt og hefur samkomulag þess efnis verið í gildi síðan árið 1994.
Nánar ...
23.03.2017

Heimsráðstefna WADA

Heimsráðstefna WADA Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin hélt sína árlegu heimsráðstefnu í Lausanne dagana 13.-15. mars. Meginþema ráðstefnunnar voru rödd íþróttafólksins í lyfjamálum, uppfyllingarskilyrði eftirlits og regluverk um- og hvatning til ábendinga (whistleblowing).
Nánar ...
03.03.2017

Fyrirlestur Hajo Seppelt á Vimeo

Fyrirlestur Hajo Seppelt á VimeoÞann 26. janúar fór fram ráðstefna um lyfjamál og fæðubótarefni í Háskólanum í Reykjavík. Rannsóknarblaðamaðurinn Hajo Seppelt var með erindi. Hann gerði heimildamyndir sem þóttu sanna skipulagt lyfjamisferli í Rússlandi. Lyfjahneykslið sem komst í hámæli í nóvember árið 2014, hafði áhrif á alla heimsbyggðina, þá sérstaklega hvað varðar Ólympíuleikana í Ríó 2016.
Nánar ...
27.02.2017

Fyrirlestur Michael Rasmussen á Vimeo

Fyrirlestur Michael Rasmussen á VimeoÞann 26. janúar fór fram ráðstefna um lyfjamál og fæðubótarefni í Háskólanum í Reykjavík. Michael Rasmussen var einn af þeim fyrirlesurum sem flutti erindi á ráðstefnunni. Fyrrum Tour de France keppandinn viðurkenndi eftir feril sinn stórfellda lyfjamisnotkun á meðan á ferlinum stóð. Hann keppti á sama tíma og Lance Armstrong og því afar áhugavert að heyra erindi þessa fyrrum hjólreiðamanns.
Nánar ...