Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

11

Réttindi íþróttafólks í lyfjamálum - Rafræn könnun

24.10.2017 10:35Alþjóðalyfjaeftirlitið eða World Anti Doping Agency (WADA) í samvinnu við landslyfjaeftirlit víðs vegar í heiminum (NADOs) og íþróttamannanefnd WADA, hóf fyrr á þessu ári drög að sáttmála um réttindi íþróttafólks. Markmiðið með slíkum sáttmála er að tryggja og auka réttindi íþróttafólks, því lyfjaeftirlit snýst fyrst og fremst um það; réttindi heiðarlegs íþróttafólks. Hugmyndin er að innleiða efni sáttmálans inn í Alþjóðalyfjareglurnar (WADA Code).

Hér fyrir neðan er slóð inn á rafræna könnun sem fjallar um þessi réttindi. Lyfjaeftirlit ÍSÍ hvetur til þess að þessi póstur verði áframsendur á íþróttafólk innan ÍSÍ því það er mjög mikilvægt að sem flestir geti látið í ljós sína skoðun með því að svara könnuninni. Markmiðið með henni er að fá að heyra viðhorf íþróttafólks til hugsanlegra breytinga á lyfjaeftirliti á alþjóðavísu og er næsta víst að raddir þeirra muni hafa meiri áhrif en áður við stefnumótun og reglubreytingar. Könnuninni lýkur þann 30. október.

Það tekur innan við 10 mínútur að svara könnuninni og hana má nálgast hér.

Hér má sjá kynningarbréf um málið.

Til baka