Smáþjóðaleikar fóru fram í Svartfjallalandi 27. maí-1. júní 2019. Keppnisgreinar voru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, karfa, blak, strandblak og boules.
Rafn Kumar Bonifacius og Birkir Gunnarsson töpuðu í dag í átta manna úrslitum í tvíliðaleik karla á móti Kýpverjunum Menelaos Efstathiou og Eleftherios Neos 6:3 og 6:3.
Nánar ...31.05.2017
Íslenska kvennalandsliðið í blaki vann San Marínó 3:2 í dag í öðrum leik sínum á Smáþjóðaleikunum. Ísland tapaði í gær fyrir Kýpur, 3:1.
Nánar ...31.05.2017
Heiða Gunnarsdóttir og Matthildur Einarsdóttir, í kvennalandsliði Íslands í strandblaki, töpuðu fyrir Kýpur, 2:0 (21:10 og 21:8), í dag. Landsliðið tapaði einnig fyrir Mónakó í dag, 2:0.
Nánar ...31.05.2017
Það var mikil stemmning hjá áhorfendum í körfuboltahöllinni í kvöld þegar karlalandslið San Marínó mætti karlalandsliði Íslands. Ísland sigraði með 42 stigum, 95:53.
Nánar ...31.05.2017
Í dag hófst keppni í öllum greinum nema einni á Smáþjóðaleikunum í San Marínó. Keppni í júdó hefst á morgun, miðvikudaginn 31. maí.
Nánar ...29.05.2017
Setningarhátíð Smáþjóðaleikanna 2017 fór fram í kvöld kl.21.00 að staðartíma (kl. 19.00 ísl. tíma). Þormóður Árni Jónsson, júdókappi, var fánaberi íslenska hópsins.
Nánar ...29.05.2017
Hluti af íslenskum þátttakendum á Smáþjóðaleikunum sat fastur í London í gær vegna bilunar í tölvukerfi flugvallarins British Airways. Hópurinn er lagður af stað frá London til Frakklands. Þaðan mun hópurinn halda áfram til San Marínó. Með þessum þátttakendum eru reynslumiklir aðilar sem halda vel utan um hópinn.
Nánar ...29.05.2017