2019 Svartfjallaland
Smáþjóðaleikar fóru fram í Svartfjallalandi 27. maí-1. júní 2019. Keppnisgreinar voru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, karfa, blak, strandblak og boules.

Íslenskir dómarar að störfum á Smáþjóðaleikunum
Dómarar á Smáþjóðaleikum koma frá öllum smáþjóðunum sem standa að leikunum. Fimm íslenskir dómarar voru við störf á Smþjóðaleikunum í Andorra, þau Helgi Jóhannesson karatedómari, Viktoría Gísladóttir og Tómas Gísli Guðjónsson sunddómarar og fimleikadómararnir Ragna Þyrí Ragnarsdóttir og Sigurður Hrafn Pétursson.Á vaktinni á Smáþjóðaleikunum
Þau Örnólfur Valdimarsson læknir, Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur og Jóhannes Már Marteinsson sjúkraþjálfari standa vaktina á vegum ÍSÍ á Smáþjóðaleikunum.Ráðherrafundur samhliða Smáþjóðaleikum
Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra er staddur á Smáþjóðaleikunum í Andorra. Hann hefur síðustu daga fylgst með íslensku keppendunum í ýmsum íþróttagreinum.Aðalfundur GSSE 2023 á Möltu
Í dag fór fram aðalfundur GSSE sem eru samtök þeirra níu smáþjóða sem standa að Smáþjóðaleikunum. Ráðherrafundur á Möltu
Lengi hefur verið hefð að íþróttamálaráðherrar allra smáþjóðanna hittist á fundi í tengslum við Smáþjóðaleika hverju sinni. Í dag, 29. maí, fór slíkur fundur fram og var Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, viðstaddur fundinn ásamt Lárusi L. Blöndal forseta ÍSÍ.Fánaberar Íslands á setningarhátíð Smáþjóðaleikanna
Smáþjóðaleikarnir 2023
Smáþjóðaleikarnir fara fram á Möltu dagana 28. maí til 3. júní 2023.Puka - lukkudýr Smáþjóðaleikanna á Möltu
Lukkudýr Smáþjóðaleikanna á Möltu næstkomandi sumar var kynnt til sögunnar 19. desember sl. Ársþing GSSE 2022
Ársþing Games of the Small States of Europe (GSSE), samtaka smáþjóða sem þátt taka í Smáþjóðaleikunum, fór fram á Möltu 3. júní sl. Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru Lárus L. Blöndal forseti, Olga Bjarnadóttir úr framkvæmdastjórn, Andri Stefánsson framkvæmdastjóri og Líney Rut Halldórsdóttir ráðgjafi.Aðalfundur GSSE 2021
Aðalfundur Smáþjóðaleika (GSSE) fór fram 10. júní sl. í Aþenu í Grikklandi. Fundinum stýrði forseti Andorra, Jaume Marti Mandigo. Forseti tækninefndar GSSE, Jean-Pierre Schoebel, flutti stutta skýrslu um störf tækninefndarinnar og kynnti breytingar á tæknireglum leikanna sem samþykktar voru síðar á fundinum.Andorra hættir við Smáþjóðaleikana 2021
Í síðustu viku tilkynnti Ólympíunefnd Andorra að ekki yrði hægt að halda Smáþjóðaleikana árið 2021 í Andorra, eins og fyrirhugað var.