Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

2019 Svartfjallaland

Smáþjóðaleikar fóru fram í Svartfjallalandi 27. maí-1. júní 2019. Keppnisgreinar voru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, karfa, blak, strandblak og boules.
 
 
 
29.05.2017

GSSE 2017: Hluti íþróttafólks kominn til San Marínó

GSSE 2017: Hluti íþróttafólks kominn til San MarínóFlestir íslenskir þátttakendur lögðu af stað frá Íslandi í gærmorgun, en samtals eru íslenskir þátttakendur tæplega 200. Flogið var til Amsterdam, Frankfurt og London. Þeir þátttakendur sem flugu til London komust síðan ekki lengra vegna bilunar í tölvukerfi flugvallarins.
Nánar ...
26.05.2017

GSSE 2017: Blaklandsliðin farin til San Marínó

GSSE 2017: Blaklandsliðin farin til San MarínóSmáþjóðaleikarnir hefjast í San Marínó 29. maí og standa til 3. júní. Landsliðin í blaki og strandblaki eru öll farin utan. ​Kvennalandsliðið í blaki er í Varsjá í Póllandi og spilar þar í 2. umferð í undankeppni HM. Karlalandsliðið í blaki er í Lyon í Frakklandi og spilar þar í 2. umferð á HM í blaki. Strandblakið tekur þátt í æfingamóti á Spáni.
Nánar ...
24.05.2017

GSSE 2017: Fagteymið tilbúið

GSSE 2017: Fagteymið tilbúiðSmáþjóðaleikarnir fara fram 28. maí til 3. júní í San Marínó. Nýlega fór fram fundur með þeim aðilum sem verða í heilbrigðishlutverki á leikunum. Á fundinum var varið yfir ýmis atriði sem tengjast leikunum.
Nánar ...
19.05.2017

GSSE 2017: Íslenskir þátttakendur í Peak

GSSE 2017: Íslenskir þátttakendur í PeakÁ miðvikudaginn sl. fór fram fundur blaklandsliða sem fara til San Marínó. Farið var yfir þau atriði sem huga þarf að hvað varðar þátttöku Íslands á leikunum. Þátttakendur fengu einnig sín föt afhent, en íslenskir þátttakendur munu klæðast fötum frá merkinu Peak á meðan á leikunum stendur.
Nánar ...
17.05.2017

Fundur flokksstjóra vegna Smáþjóðaleika 2017

Fundur flokksstjóra vegna Smáþjóðaleika 2017Nú er í mörg horn að líta í lokaundirbúningi íslenska hópsins fyrir Smáþjóðaleikana 2017, sem fara fram í San Marínó frá 29. maí til 3. júní. Tæplega 200 manns eru í íslenska hópnum, þar af 136 keppendur. Af keppendum eru 73 karlar og 63 konur.
Nánar ...
09.12.2016

Illugi Gunnarsson og Ómar Einarsson sæmdir Gullmerki ÍSÍ

Illugi Gunnarsson og Ómar Einarsson sæmdir Gullmerki ÍSÍFramkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti á fundi sínum í gær, 8. desember, að sæma Illuga Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Ómar Einarsson framkvæmdastjóra Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar Gullmerki ÍSÍ fyrir þeirra góðu störf í þágu íþróttahreyfingarinnar.​
Nánar ...
29.11.2016

Hálft ár í Smáþjóðaleika í San Marínó

Hálft ár í Smáþjóðaleika í San MarínóÍ dag er hálft ár þar til Smáþjóðaleikarnir í San Marínó verða settir. Leikarnir standa frá 29. maí - 3. júní 2017. Á þeim tímamótum þurfa þátttökuþjóðir að senda áætlaðan fjölda keppenda og í hvaða keppnisgreinum þeir munu taka þátt.
Nánar ...
12.05.2016

Undirbúningur vegna Smáþjóðaleika 2017

Eftir rúmlega eitt ár fara 17. Smáþjóðaleikar Evrópu fram í San Marínó. Hefst þá þriðja umferð leikanna, en þeir fyrstu fóru fram í San Marínó árið 1985 og hafa þeir verið haldnir á tveggja ára fresti síðan. Ísland var gestgjafi leikanna 1997 og 2015 en þau átta lönd sem stofnuðu til leikanna hafa skipt því hlutverki á milli sín frá upphafi. Níunda þjóðin, Svartfjallaland, bættist í hópinn fyrir nokkrum árum og verða þeir gestgjafar í fyrsta skipti árið 2019
Nánar ...
09.05.2016

Aðalfundur Smáþjóðaleikanna (GSSE)

Aðalfundur Smáþjóðaleikanna (GSSE)​Um helgina fór fram aðalfundur Smáþjóðaleikanna (GSSE) auk fundar tækninefndar leikanna. Hefð er fyrir því að halda slíka fundi rúmu ári fyrir leika í því landi sem verður í gestgjafahlutverki ári síðar. Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ sóttu fundinn auk Guðmundar Þ. Harðarsonar fulltrúa Íslands í tækninefnd GSSE.
Nánar ...