Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
9

GSSE 2017: Sundfólkið með fleiri verðlaun

31.05.2017

Íslenskt sundfólk fékk fleiri verðlaun í dag. 

Eygló Ósk Gúst­afs­dótt­ir sigraði í 100 m baksundi í dag á tímanum 1:01,67 mín­. Hún hlaut þar með önn­ur gull­verðlaun sín á Smáþjóðal­eik­un­um, en hún vann til gullverðlauna í 200 m baksundi í gær.

Hrafn­hild­ur Lúthersdóttir vann gullverðlaun í 200 m bring­u­sundi á tímanum 2:28,89 mín­. Kar­en Mist Arn­geirs­dótt­ir varð í 5. sæti á tím­an­um 2:39,39 mín­. Hrafn­hild­ur hlaut þar með önnur gullverðlaun sín, en hún vann til gullverðlauna í 200 metra fjór­sundi í gær.

Bryn­dís Rún Han­sen sigraði í 100 m flugsundi á tímanum 1:01,57 mín­. Inga Elín Cryer varð í 5. sæti á tím­an­um 1:03,94 mín. Bryn­dís Rún vann sín önn­ur gull­verðlaun í dag, en hún vann einnig í 100 m skriðsundi í gær.

Í 100 m baksundi karla vann Davíð Hildi­berg Aðal­steins­son til bronsverðlauna á tímanum 57,50 sek­. Krist­inn Þór­ar­ins­son varð sjötti á 58,56 sek­.

Ágúst Júlí­us­son vann til bronsverðlauna í 100 m flugsundi á tímanum 55:67 sek­. Í 200 m bring­u­sundi vann Vikt­or Máni Vil­bergs­son til bronsverðlauna á tím­an­um 2:17,21 mín­.

Sunn­eva Dögg Friðriks­dótt­ir hafnaði í 5. sæti í 400 m skriðsundi á tím­an­um 4:27,66 mín­. Bryn­dís Bolla­dótt­ir var á 4:30,88 mín­.

Þröst­ur Bjarna­son hafnaði í 5. sæti í 400 m skriðsundi á tím­an­um 4:08,00 mín­. Hafþór Jón Sig­urðsson var á 4:10,79 mín­út­um.

Íslenska sveitin í 4x200 m skriðsundi kvenna vann til gull­verðlauna á tím­an­um 8:21,13 mín­. Í sveitinni eru Hrafn­hild­ur Lúth­ers­dótt­ir, Eygló Ósk Gúst­afs­dótt­ir, Sunn­eva Dögg Friðriks­dótt­ir og Bryn­dís Rún Han­sen.

Íslenska sveitin í 4x200 m skriðsundi karla vann til silf­ur­verðlauna á tím­an­um 7:46,34 mín­. Í sveitinni eru Davíð Hildi­berg Aðal­steins­son, Aron Örn Stef­áns­son, Kristó­fer Sig­urðsson og Þröst­ur Bjarna­son.