Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

11

Herferð gegn lyfjamisnotkun

26.09.2019 08:30

Lyfjaeftirliti Íslands og Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnuninni (WADA) er umhugað um að keppni íþróttafólks sé á jafnréttisgrunni og enginn hafi hag af misnotkun árangursbætandi efna. Ljóst er að baráttan gegn lyfjamisnotkun er ekki verkefni einstakra hópa eða samtaka, ef árangur á að nást þarf samvinnu og samstarf margra einstaklinga og hópa víðs vegar að.

Bannlisti Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar WADA tók gildi 1. janúar 2019 og þar má sjá hvaða efni og aðferðir eru bannaðar bæði í keppni og utan keppni og hvaða efni eru bönnuð í ákveðnum íþróttagreinum. Bannlisti WADA er uppfærður árlega, en á hverju ári fer hann í gegnum ákveðið ferli sem tekur níu mánuði, þar sem allt sem tengist efnum og aðferðum er skoðað. Listinn er síðan birtur þremur mánuðum áður en hann tekur gildi til þess að íþróttafólk geti kynnt sér listann og gert viðeigandi ráðstafanir.

Vefsíða WADA er wada-ama.org.

ÍSÍ hvetur alla sem hlut eiga að máli að kynna sér bannlista WADA 2019 á vefsíðu Lyfjaeftirlits ÍSÍ, lyfjaeftirlit.is.

Bannlisti WADA 2019

Herferðin My-Moment fór af stað fyrir tveimur árum til að vekja athygli á rétti hreins íþróttafólks á sínu augnabliki í íþróttaheiminum, hvort sem er á æfingum, í keppni eða á verðlaunapalli. Hreint íþróttafólk vill hreina keppni og mikilvægt er fyrir íþróttaheiminn að standa vörð um þessi augnablik íþróttafólks og berjast gegn lyfjamisnotkun í íþróttum.

 
Til baka