2019 Svartfjallaland
Smáþjóðaleikar fóru fram í Svartfjallalandi 27. maí-1. júní 2019. Keppnisgreinar voru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, karfa, blak, strandblak og boules.

Keppni í frjálsíþróttum hefst á eftir
Keppni í frjálsíþróttum á Smáþjóðaleikunum hefst á eftir. Fyrsta grein hefst klukkan 16:00 og sú síðasta 19:50 að staðartíma. Ísland er tveimur tímum á eftir Svartfjallalandi. Ekki er sýnt beint frá mótinu en á heimasíðu mótsins má fylgjast með úrslitum jafnóðum. Hana má finna hér. Alls keppa 12 Íslendingar á fyrsta keppnisdegi.
Íslenski hópurinn í fatnaði frá Peak
ÍSÍ hefur undanfarin ár samið við kínverska fataframleiðandann Peak um fatnað og búnað fyrir sitt keppnisfólk. Íslensku þátttakendurnir á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi fengu fyrir brottför frá Íslandi veglegan bakpoka frá ÍSÍ ásamt sérmerktum Peak fatnaði sem þeir þurfa að klæðast við ákveðin tækifæri í ferðinni eins og til dæmis við setningarhátíð leikanna.Aðalfundur GSSE
Aðalfundur GSSE, samtaka þjóðanna sem eiga þátttökurétt á Smáþjóðaleikum, fór fram í Budva í Svartfjallalandi 27. maí sl. á Maestral Hotel. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Hafsteinn Pálsson 2. varaforseti og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri sóttu fundinn fyrir hönd Íslands.Instagram síða ÍSÍ á Smáþjóðaleikunum
Hægt er að fylgjast með íslenskum þátttakendum á Instagram-síðu ÍSÍ undir @isiiceland.
Dagskrá 2. keppnisdags Smáþjóðaleikanna
Morgundagurinn, 29. maí, er hlaðinn spennandi íþróttaviðburðum á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi.
Landslið kvenna og karla í blaki munu etja kappi við San Marínó, kvennaliðið kl. 13 að staðartíma og karlaliðið kl. 16 að staðartíma.Samantekt frá fyrsta degi Smáþjóðaleika
Fyrstu gullverðlaun Íslands á Smáþjóðaleikunum!
Sundkeppni Smáþjóðaleikanna hófst í dag, en hún er með töluvert öðru sniði en áður hefur tíðkast á leikunum. Engin riðlakeppni er að morgni heldur synt í beinum úrslitum eftir hádegi og búið er að fjölga greinum og fækka dögum.
Júdófólkið okkar stóð sig vel
Einstaklingskeppni í júdó á Smáþjóðaleikunum fór fram í dag og unnu íslensku keppendurnir til fernra verðlauna. Egill Blöndal hlaut silfurverðlaun eftir spennandi úrslitaglímu í -90 kg flokki við Schwendingar frá Liechtenstein.Sigur og tap hjá körfuknattleiksliðunum
Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik lagði Möltu í dag, í sínum fyrsta leik á Smáþjóðaleikunum, 61:35. Íslensku stúlkurnar spiluðu vel og var góð stemmning í hópnum. Þóra Kristín Jónsdóttir og Hallveig Jónsdóttir skoruðu 11 stig hvor og voru stigahæstar í íslenska liðinu. Helena Sverrisdóttir skoraði 10 stig og þær Hildur Björg Kjartansdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir 8 stig hvor.
Karlalandsliðið í blaki keppti í dag
Karlalandsliðið í blaki mætti Svartfellingum á Smáþjóðaleikunum í dag í sínum fyrsta leik í keppninni. Fyrirfram var Svartfellingum spáð góðu gengi á mótinu og því búist við að á brattann yrði að sækja. Byrjunarlið Íslands var skipað þeim Hafsteini og Kristjáni Valdimarssonum á miðjunum, Theódóri Óskari Þorvaldssyni og Ævari Frey Birgissyni á köntunum, Bjarka Benediktssyni í díó og Mána Matthíassyni í uppspil.
Liðakeppni í borðtennis hófst í dag
Íslenskir keppendur í borðtennis hófu keppni í dag á Smáþjóðaleikunum 2019. Í dag var keppt í liðakeppni kvenna og liðakeppni karla. Þann 30. maí er keppt í tvíliðaleik og í einliðaleik 31. maí. Lokadaginn, 1. júní, er leikið til úrslita í einliðaleik og tvíliðaleik.
Kvennalandsliðið í blaki hóf keppni í morgun
Íslenska kvennalandsliðið í blaki mætti Kýpur í morgun í fyrsta leik sínum á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. Byrjunarlið Íslands var skipað þeim Jónu Guðlaugu Vigfúsdóttur og Helenu Kristínu Gunnarsdóttur á köntunum, Gígju Guðnadóttur og Söru Ósk Stefánsdóttur á miðjunum, Thelmu Dögg Grétarsdóttur í díó og Önu Mariu Vidal Bouza í uppspil og Kristinu Apostalovu í stöðu frelsingja.