Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

2019 Svartfjallaland

Smáþjóðaleikar fóru fram í Svartfjallalandi 27. maí-1. júní 2019. Keppnisgreinar voru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, karfa, blak, strandblak og boules.
 
 
 
28.05.2019

Dagskrá 2. keppnisdags Smáþjóðaleikanna

Dagskrá 2. keppnisdags SmáþjóðaleikannaMorgundagurinn, 29. maí, er hlaðinn spennandi íþróttaviðburðum á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. Landslið kvenna og karla í blaki munu etja kappi við San Marínó, kvennaliðið kl. 13 að staðartíma og karlaliðið kl. 16 að staðartíma.
Nánar ...
28.05.2019

Samantekt frá fyrsta degi Smáþjóðaleika

Samantekt frá fyrsta degi SmáþjóðaleikaFjölmargar íþróttagreinar fóru fram í dag á Smáþjóðaleikunum. Íslendingar áttu keppendur í borðtennis, blaki, körfuknattleik, sundi og júdó. Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, ferðaðist á milli keppnisstaða í dag og fylgdist m.a. með keppni í borðtennis, júdó og körfuknattleik.
Nánar ...
28.05.2019

Fyrstu gullverðlaun Íslands á Smáþjóðaleikunum!

Fyrstu gullverðlaun Íslands á Smáþjóðaleikunum!Sundkeppni Smáþjóðaleikanna hófst í dag, en hún er með töluvert öðru sniði en áður hefur tíðkast á leikunum. Engin riðlakeppni er að morgni heldur synt í beinum úrslitum eftir hádegi og búið er að fjölga greinum og fækka dögum.
Nánar ...
28.05.2019

Júdófólkið okkar stóð sig vel

Júdófólkið okkar stóð sig velEinstaklingskeppni í júdó á Smáþjóðaleikunum fór fram í dag og unnu íslensku keppendurnir til fernra verðlauna. Egill Blöndal hlaut silfurverðlaun eftir spennandi úrslitaglímu í -90 kg flokki við Schwendingar frá Liechtenstein.
Nánar ...
28.05.2019

Sigur og tap hjá körfuknattleiksliðunum

Sigur og tap hjá körfuknattleiksliðunumÍslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik lagði Möltu í dag, í sínum fyrsta leik á Smáþjóðaleikunum, 61:35. Íslensku stúlkurnar spiluðu vel og var góð stemmning í hópnum. Þóra Krist­ín Jóns­dótt­ir og Hall­veig Jóns­dótt­ir skoruðu 11 stig hvor og voru stiga­hæst­ar í ís­lenska liðinu. Helena Sverr­is­dótt­ir skoraði 10 stig og þær Hild­ur Björg Kjart­ans­dótt­ir og Sara Rún Hinriks­dótt­ir 8 stig hvor.
Nánar ...
28.05.2019

Karlalandsliðið í blaki keppti í dag

Karlalandsliðið í blaki keppti í dagKarlalandsliðið í blaki mætti Svartfellingum á Smáþjóðaleikunum í dag í sínum fyrsta leik í keppninni. Fyrirfram var Svartfellingum spáð góðu gengi á mótinu og því búist við að á brattann yrði að sækja. Byrjunarlið Íslands var skipað þeim Hafsteini og Kristjáni Valdimarssonum á miðjunum, Theódóri Óskari Þorvaldssyni og Ævari Frey Birgissyni á köntunum, Bjarka Benediktssyni í díó og Mána Matthíassyni í uppspil.
Nánar ...
28.05.2019

Liðakeppni í borðtennis hófst í dag

Liðakeppni í borðtennis hófst í dagÍslenskir keppendur í borðtennis hófu keppni í dag á Smáþjóðaleikunum 2019. Í dag var keppt í liðakeppni kvenna og liðakeppni karla. Þann 30. maí er keppt í tvíliðaleik og í einliðaleik 31. maí. Lokadaginn, 1. júní, er leikið til úrslita í einliðaleik og tvíliðaleik.
Nánar ...
28.05.2019

Kvennalandsliðið í blaki hóf keppni í morgun

Kvennalandsliðið í blaki hóf keppni í morgunÍslenska kvennalandsliðið í blaki mætti Kýpur í morgun í fyrsta leik sínum á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. Byrjunarlið Íslands var skipað þeim Jónu Guðlaugu Vigfúsdóttur og Helenu Kristínu Gunnarsdóttur á köntunum, Gígju Guðnadóttur og Söru Ósk Stefánsdóttur á miðjunum, Thelmu Dögg Grétarsdóttur í díó og Önu Mariu Vidal Bouza í uppspil og Kristinu Apostalovu í stöðu frelsingja.
Nánar ...
27.05.2019

Guðbjörg Jóna fánaberi

Guðbjörg Jóna fánaberiGuðbjörg Jóna Bjarnadóttir, 17 ára keppandi í frjálsíþróttum, verður fánaberi Íslands við setningarhátíð Smáþjóðaleikanna 2019 sem fer fram kl. 21 að staðartíma í kvöld. Guðbjörg Jóna var einnig fánaberi á Ólympíuleikum ungmenna 2018 í Buenos Aires. Á þeim leikum vann hún 200m hlaupið og varð þar með fyrst Íslendinga til að vinna til gullverðlauna á Ólympíuleikum ungmenna ásamt því að vera fyrst til að vinna til gullverðlauna á leikum á vegum Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC). Sama ár varð hún Evr­ópu­meist­ari U18 ára í 100 metra hlaupi á Evr­ópu­meist­ara­móti U18 ára í frjálsíþrótt­um í Ung­verjalandi 2018.
Nánar ...