Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
9

Liðakeppni í borðtennis hófst í dag

28.05.2019

Íslenskir keppendur í borðtennis hófu keppni í dag á Smáþjóðaleikunum 2019. Í dag hófst keppni í liðakeppni kvenna og liðakeppni karla. Þann 30. maí er keppt í tvíliðaleik og í einliðaleik 31. maí. Lokadaginn, 1. júní, er leikið til úrslita í einliðaleik og tvíliðaleik.

Í dag kepptu íslensku stelpurnar við Möltu. Liðið skipuðu Aldís Rún Lárusdóttir, Agnes Brynjarsdóttir og Stella Karen Kristjánsdóttir. Agnes spilaði í dag sinn fyrsta A-landsliðsleik á erlendri grundu, enda aðeins 12 ára gömul. Allir þrír leikirnir töpuðust en stelpurnar stóðu sig með ágætum. 

Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, ferðaðist á milli keppnisstaða í dag og fylgdist m.a. með keppni í borðtennis, júdó og körfuknattleik. Á myndinni má sjá Lárus ásamt Agnesi Brynjarsdóttur, Aldísi Rún Lárusdóttur, Stellu Karen Kristjánsdóttur og Aleksey Yefremov landsliðsþjálfara. Á morgun spila stelpurnar við Svartfjallaland kl.10:00 að staðartíma.

Strákarnir spiluðu á móti sterku liði Mónakó. Tapaðist sá leikur 3:0. Liðið skipuðu Magnús Jóhann Hjartarson, Magnús Gauti Úlfarsson og Ingi Darvis Rodriguez. Á morgun kl.11:45, spila þeir á móti heimamönnum í Svartfjallalandi, en sigurvegararnir úr þeim leik komast í undanúrslit. 

Um borðtenniskeppnina
Í borðtennishópnum eru 3 keppendur í karlaflokki og 3 í kvennaflokki auk þjálfara og fararstjóra. Allir keppendur geta leikið í liðakeppni en einungis má senda eitt par í tvíliðaleik og tvo leikmenn í einliðaleik af hvoru kyni skv. reglum leikanna.


Vefsíða leikanna.

Myndasíða ÍSÍ frá Smáþjóðaleikum 2019.