Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
26

17.05.2014

Nanjing 2014 - Rafræna kyndilhlaupið á Íslandi

Nanjing 2014 - Rafræna kyndilhlaupið á ÍslandiÍ tilefni af Ólympíuleikum ungmenna var ólympíueldurinn tendraður við hátíðlega athöfn þann 30. apríl í Aþenu í Grikklandi. Á sama tíma kom út nýtt smáforrit fyrir tölvur og síma sem kallast Rafræna kyndilhlaupið. Í leiknum geta kyndilberar farið um 204 lönd og svæði sem taka þátt í leikunum í ágúst á 98 dögum. Hugmyndin er sú að veita ungmennum út um allan heim það tækifæri að vera kyndilberar, að þau hjálpist að við að fara með eldinn í kringum heiminn og aftur til Nanjing og breiði þannig út boðskap ólympíuandans.
Nánar ...
22.03.2014

Ólympíuleikar ungmenna - Nanjing 2014

Ólympíuleikar ungmenna - Nanjing 2014Í ágúst fara fram Ólympíuleikar ungmenna í borginni Nanjing í Kína. Ísland mun að þessu sinni eiga fulltrúa í hópi ungra sendiherra á leikunum, eða Young Ambassador og eru það 120 lönd sem fá að tilnefna slíkan aðila. Fulltrúi Íslands verður Bjarki Benediktsson en hann hefur m.a. komið að þjálfun í knattspyrnu og stundar nú nám í Háskólanum í Reykjavík.
Nánar ...
23.02.2014

Fánaberi á lokahátíð Vetrarólympíuleikanna í Sochi

Fánaberi á lokahátíð Vetrarólympíuleikanna í SochiNú líður að lokahátíð Vetrarólympíuleikanna í Sochi en hún hefst kl. 16:00 í dag, að íslenskum tíma. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur valið Helgu Maríu Vilhjálmsdóttur til að vera fánaberi íslenska Ólympíuhópsins á lokahátíðinni en Helga María, sem er aðeins 18 ára, stóð sig afar vel á leikunum.
Nánar ...
19.02.2014

Keppni lokið í stórsvigi

Keppni lokið í stórsvigiEinar Kristinn Kristgeirsson og Brynjar Jökull Guðmundsson hafa nú lokið keppni í stórsvigi karla í Sochi. Þeir voru í 63. og 65. sæti eftir fyrri ferðina, af þeim 79 keppendum sem komust niður. Einar Kristinn fór brautina á samtals 3:06,55 mínútum og hafnaði í 56. sæti. Hann var 20,16 sekúndum á eftir Ólympíumeistaranum Ted Ligety.
Nánar ...
11.02.2014

Sævar keppti í sprettgöngu

Sævar keppti í sprettgönguÍ dag keppti Sævar Birgisson í sprettgöngu á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi og var þar með fyrstur af íslensku keppendunum fimm til að keppa á leikunum.
Nánar ...
04.02.2014

Sochi 2014 – Breyting á íslenska hópnum

Sochi 2014 – Breyting á íslenska hópnumMaría Guðmundsdóttir keppandi í alpagreinum skíðaíþrótta slasaðist á móti í Þýskalandi í gær. Ljóst er að hún mun ekki geta keppt á Vetrarólympíuleikunum í Sochi sem hefjast þann 7. febrúar nk. og hefur Skíðasamband Íslands (SKÍ) óskað formlega eftir því við ÍSÍ að varamaður keppi í hennar stað.
Nánar ...
01.02.2014

Vetrarólympíuleikar – Sochi 2014

Vetrarólympíuleikar – Sochi 2014Nú styttist í að XXII Vetrarólympíuleikarnir verða settir í Sochi í Rússlandi, en þeir verða settir þann 7. febrúar nk. Andri Stefánsson, aðalfararstjóri íslenska hópsins, er kominn til Sochi og byrjaður að undirbúa vistarverur íslenska hópsins.
Nánar ...
23.01.2014

Ólympíuhópurinn í Sochi

Nú fyrir stundu var tilkynnt hverjir verða þátttakendur Íslands á Vetrarólympíuleikunum í Sochi 7.-23. febrúar næstkomandi. Það var gert í móttöku í sendiráði Rússlands í Reykjavík.
Nánar ...
30.10.2013

100 dagar í Vetrarólympíuleika

100 dagar í VetrarólympíuleikaÍ dag 30. október 2013 eru 100 dagar í að Vetrarólympíuleikarnir í Sochi verða settir. Það má því með réttu segja að lokaundirbúningur sé hafinn, en þessa dagana eru íþróttamenn að vinna að því að ná tilsettum árangri til að tryggja sér keppnisrétt á leikunum.
Nánar ...
09.09.2013

Ólympíuleikarnir 2020 verða í Tokyo

Ólympíuleikarnir 2020 verða í TokyoAlþjóðaólympíunefndin heldur sitt 125. ársþing þessa dagana í Buenos Aires í Argentínu. Á laugardaginn fór fram kosning um gestgjafa Ólympíuleikanna 2020, en þrjár borgir voru þar í kjöri. Tokyo í Japan varð fyrir valinu á undan Istanbul og Madrid. Hlaut Tokyo 60 atkvæði í seinni umferð kosninga á móti 35 atkvæðum Istanbul. Madrid hafði fallið út í fyrri umferðinni, en borg þarf að hljóta meirihluta atkvæða til að verða valin sem gestgjafi, og því þarf stundum nokkrar umferðir til að velja sigurvegara.
Nánar ...
06.09.2013

Vetrarólympíuleikar - Sochi 2014

Þann 6. febrúar 2014 hefst keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi, en forkeppni á snjóbrettum (slopestyle) hefst þá á Rosa Khutor Extreme Park svæðinu.
Nánar ...