Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
19

Ólympíuleikar ungmenna - Nanjing 2014

22.03.2014

Í ágúst fara fram Ólympíuleikar ungmenna í borginni Nanjing í Kína.  Ísland mun að þessu sinni eiga fulltrúa í hópi ungra sendiherra á leikunum, eða Young Ambassador og eru það 120 lönd sem fá að tilnefna slíkan aðila.

Fulltrúi Íslands verður Bjarki Benediktsson en hann hefur m.a. komið að þjálfun í knattspyrnu og stundar nú nám í Háskólanum í Reykjavík.  Þessir sendiherrar þurfa að vera á aldrinum 18 til 25 ára og þeirra hlutverk á leikunum í sumar verður m.a. að halda utan um fræðslu og félagslega þætti í kringum keppendur, en þeir munu auk þess koma að ýmsum hlutverkum hjá íslenska hópnum.



Íslenski hópurinn verður stór að þessu sinni en U-15 ára landslið drengja í knattspyrnu hefur unnið sér þátttökurétt auk þess sem að Ísland mun eiga keppendur í sundi.  Fleiri sérsambönd ÍSÍ eru að stefna á þátttöku og eru með keppendur á mótum á næstunni þar sem hægt verður að vinna sér inn þátttökurétt á leikana í Nanjing.



Á dögunum fékk Bjarki afhent formlegt skjal frá Alþjóðaólympíunefndinni þar sem fram kemur að hann hafi verið valinn í þetta hlutverk í sumar.  Það var Líney R. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, sem afhenti honum skjalið.  



Í næstu viku tekur Bjarki þátt í undirbúningsnámskeiði vegna þessa leika en það fer fram í Nanjing í Kína.  Samhliða því fer fram undirbúningsfundur vegna leikana í sumar og taka þau Andri Stefánsson, sem verður aðalfararstjóri íslenska hópsins á leikunum, og Líney R. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, þátt í þeim fundi.