Fréttir frá Vetrarleikum ungmenna
Kyndill Ólympíuleika ungmenna hefur för sína um Noreg
Þann 1. desember fór fram athöfn á Panathenaic leikvanginum í Aþenu í Grikklandi, en þá var kveikt á kyndli Ólympíuleika ungmenna. Leikarnir fara fram í Lillehammer í Noregi í febrúar 2016. Markar þetta upphafið að kyndilhlaupi sem fram fer um allan Noreg, en kyndillinn mun heimsækja öll 19 héruð Noregs, meðal annars til að vekja athygli á íþróttum ungmenna.
Vetrarólympíuleikar ungmenna #iLoveYOG
Alþjóðaólympíunefndin hefur hrundið af stað samfélagsmiðlaherferð í tengslum við næstu Vetrarólympíuleika ungmenna með myllumerkinu #iLoveYOG. Vetrarólympíuleikar ungmenna munu fara fram í annað sinn 12. – 21. febrúar 2016 í Lillehammer í Noregi. Eitt stærsta nafnið í vetraríþróttaheiminum, listskautakonan Yuna Kim, eða "Drottningin