Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Fréttir frá Vetrarleikum ungmenna

30.01.2024

Ísland hefur lokið keppni á YOG

Ísland hefur lokið keppni á YOGÍ morgun, 30. janúar, kepptu þau Hjalti Böðvarsson og María Kristín Ólafsdóttir í 7,5 km skíðagöngu með hefðbundinni aðferð (Classic) á Vetrarólympíuleikum ungmenna í Gangwon, Suður-Kóreu. Aðstæður til keppni voru frábærar, heiðskírt, stilla og hiti við frostmark.
Nánar ...
25.01.2024

Flottur dagur á Vetrarólympíuleikum ungmenna

Flottur dagur á Vetrarólympíuleikum ungmennaÍsland átti þrjá keppendur í svigi á Vetrarólympíuleikum ungmenna í Gangwon í dag. Eyrún Erla Gestsdóttir var 43. eftir fyrri ferð og endaði í 31. sæti af 78 keppendum en Þórdís Helga Grétarsdóttir, sem var í 44. sæti eftir fyrri ferðina náði ekki að klára seinni ferðina og lauk því ekki keppni. Dagur Ýmir Sveinssonvar í 41. sæti eftir fyrri ferð en vann sig upp í 25. sæti í seinni ferðinni. Góður dagur hjá íslenska hópnum í dag. Íslensku keppendurnir í alpagreinum hafa nú lokið keppni á leikunum.
Nánar ...
22.01.2024

Fréttir frá Gangwon

Fréttir frá GangwonKeppni er hafin á Vetrarólympíuleikum ungmenna í Gangwon í Suður-Kóreu. Keppendur í alpagreinum mættu fyrst á svæðið, 18. janúar sl. Þau voru viðstödd setningarhátíð leikanna, 19. janúar, sem bauð upp á frábæra ljósasýningu, söng, dans í bland við hefðbundin dagskráratriði.
Nánar ...
21.01.2020

Lausanne 2020- Síðasti keppnisdagur

Lausanne 2020- Síðasti keppnisdagurVetrarólympíuleikar ungmenna fara nú fram í Lausanne í Sviss og standa til 22. janúar. Síðasta keppnisgrein í skíðagöngunni fór fram í dag, en það var skíðaganga með hefðbundinni aðferð. Stúlkurnar kepptu í 5km göngu og drengirnir í 10km göngu.
Nánar ...
17.01.2020

Seinni hluti að hefjast í Lausanne

Seinni hluti að hefjast í LausanneVetrarólympíuleikar ungmenna fara nú fram í Lausanne í Sviss og standa til 22. janúar n.k. Fyrri hluti leikanna, þar sem keppt var í alpagreinum, lauk þann 14. janúar. Aðalbjörg Lilly Hauksdóttir og Gauti Guðmundsson kepptu fyrir Íslands hönd.
Nánar ...