Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
27

Hjalti og María Kristín kepptu í dag á YOG

29.01.2024

 

Hjalti Böðvarsson og María Kristín Ólafsdóttir hófu keppni á Vetrarólympíuleikum ungmenna í Gangwon í morgun þegar þau tóku þátt í sprettgöngu.

María Kristín var með rásnúmer 76 og endaði í 59. sæti af 79 keppendum. Hjalti var með rásnúmer 73 og varð í 58. sæti af 80 keppendum. Aðstæður voru mjög góðar úti í Kóreu og veðrið frábært. Hitastigið hefur verið um frostmark í Ólympíuþorpinu en mun kaldara og smá vindur á keppnissvæðinu. Hjalti og María Kristín voru hvött vel áfram af þeim Íslendingum sem eru úti með hópnum, sem staðsettu sig víða um brautina til að láta sem mest í sér heyra.

Alls tóku keppendur frá 47 þjóðum þátt í sprettgöngunni.

Á morgun, 30. janúar, keppa þau Hjalti og María Kristín svo í klassískri skíðagöngu, 7,5 km, en með þeim viðburði lýkur þátttöku íslenska hópsins á leikunum.

Myndir með frétt