Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

Samstarf norrænna lyfjaeftirlitsnefnda

06.04.2017 13:44

Í byrjun apríl fékk Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ til sín í heimsókn fulltrúa frá öðrum norrænum lyfjaeftirlitum. Tilgangur heimsóknarinnar var að samræma aðgerðir lyfjaeftirlitsaðila við lyfjaeftirlit og einnig fara yfir verkferla er snúa að blóðsýnatöku. Árið 2018 verður lyfjaeftirlitum um allan heim skylt að taka blóðsýni á íþróttamönnum og var þetta liður í undirbúningi fyrir það. Samtals komu til landsins sex aðilar og tóku þeir til að mynda þátt í lyfjaeftirliti með Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ.

Þetta var í fyrsta skipti sem norræn lyfjaeftirlit koma saman og standa að sameiginlegu lyfjaeftirliti og tókst það mjög vel til. Það stendur til að hafa slíkt samstarf reglulegan viðburð, enda eiga norræn lyfjaeftirlit í mjög góðu samstarfi almennt og hefur samkomulag þess efnis verið í gildi síðan árið 1994.

Til baka