Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Lyfjaeftirlitsnámskeið

15.02.2013 15:18Líkt og undanfarin ár er samvinna milli lyfjafræðinema við Háskóla Íslands og lyfjaeftirlits ÍSÍ. Nemendur í lyfjafræði við háskólann sitja námskeið á vegum lyfjaeftirlitsnefndar og halda í framhaldinu fræðslufyrirlestur fyrir nemendur framhaldsskóla. Fyrir skemmstu stóð lyfjaeftirlitið fyrir námskeiði sem lyfjafræðinemar sóttu. Meðal þess helsta sem fjallað var um eru helstu efni og aðferðir er misnotaðar hafa verið í íþróttum, fjallað var um framkvæmd lyfjaprófa og hvernig skipulag málaflokksins er hér heima og erlendis. Í lokin fengu svo nemendur að kynnast betur þeim búnaði er notaður er við framkvæmd lyfjaeftirlits. Með fréttinni má sjá myndir af áhugasömum og námsfúsum lyfjafræðinemum.
Til baka