Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Fræðsla

Fræðsla er lykillinn að öflugum forvörnum í lyfjamálum. Lyfjaeftirlit Íslands stendur fyrir fræðslu um lyfjamál fyrir menntastofnanir og aðra hópa sem tengjast málaflokknum. Tilgangur fræðslunnar er að kynna fyrir iðkendum íþrótta og/eða þeim sem starfa, eða hyggja á að starfa innan íþróttahreyfingarinnar, um hvað lyfjaeftirlit snýst. Einnig er farið yfir starfsemina s.s. framkvæmd lyfjaprófa, regluverkið, hættuna við lyfjamisnotkun, undanþágur og fæðubótarefni.

Fyrir almennar fyrirspurnir, ábendingar eða beiðni um fræðsluerindi má senda póst á Lyfjaeftirlit Íslands, birgir@isi.is.

Spurningaleikur

Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin (WADA) hefur gefið út gagnvirkan tölvuleik sem prófar kunnáttu íþróttafólks í lyfjamálum. Leikurinn er til að mynda hluti af fræðslu um lyfjamál á Ólympíuleikum og fleiri stórmótum. Leikurinn er á íslensku.
 
Leikinn má spila með því að ýta hér.