Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Alþjóðalyfjareglurnar

Tilgangur Alþjóðalyfjareglnanna er að vernda grundvallarrétt íþróttamanna til að taka þátt í lyfjalausum íþróttum og stuðla þannig að heilbrigði, sanngirni og jafnrétti fyrir íþróttamenn um allan heim. Auk þess að tryggja samræmdar, samstilltar og skilvirkar áætlanir gegn lyfjanotkun á alþjóðavísu og landsvísu hvað varðar greiningu, hömlur og forvarnir.
 
Lyfjareglurnar eru grundvallarskjalið sem alþjóða lyfjaeftirlitið í íþróttum byggir á. Alþjóðalyfjareglunum fylgja alþjóðleg viðmið um lyfjapróf og undanþágur vegna lækninga.
 

Alþjóðalyfjaeftirlitið (WADA) heldur utan um hinn opinbera texta lyfjareglnanna. Í ágreiningsmálum skal frumtextinn (á ensku) gilda.

Alþjóða lyfjareglurnar 2009-2014

Alþjóða lyfjareglurnar 2015-2020

Alþjóðalyfjareglurnar voru fyrst samþykktar árið 2003 og tóku gildi árið 2004. Nýjar og uppfærðar lyfjareglur tóku gildi
1. janúar 2009. Endurnýjaðar lyfjareglur tóku gildi 1. janúar 2015.