Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28.05.2020 - 28.05.2020

Ársþing ÍS 2020

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja verður...
27

14.08.2014

Nanjing 2014 - Sunneva Dögg verður fánaberi

Nanjing 2014 - Sunneva Dögg verður fánaberiÓlympíuleikar ungmenna verða settir að kvöldi laugardagsins 16. ágúst nk. og fer setningarhátíðin fram á glæsilegum leikvangi sem einnig mun hýsa keppni í frjálsíþróttum á leikunum. Tekur völlurinn 26.000 manns í sæti. Fánaberi Íslands verður Sunneva Dögg Friðriksdóttir, keppandi í sundi.
Nánar ...
06.08.2014

Tvö ár í Ólympíuleika

Nú eru tvö ár þangað til Ólympíuleikarnir verða settir þann 5. ágúst í Ríó í Brasilíu. Þar munu bestu íþróttamenn veraldar keppa sín á milli á 17 dögum, 10.903 íþróttamenn frá 204 löndum. Þetta er í fyrsta skipti sem Ólympíuleikar eru haldnir í álfunni Suður- Ameríku.
Nánar ...
17.05.2014

Nanjing 2014 - Rafræna kyndilhlaupið á Íslandi

Nanjing 2014 - Rafræna kyndilhlaupið á ÍslandiÍ tilefni af Ólympíuleikum ungmenna var ólympíueldurinn tendraður við hátíðlega athöfn þann 30. apríl í Aþenu í Grikklandi. Á sama tíma kom út nýtt smáforrit fyrir tölvur og síma sem kallast Rafræna kyndilhlaupið. Í leiknum geta kyndilberar farið um 204 lönd og svæði sem taka þátt í leikunum í ágúst á 98 dögum. Hugmyndin er sú að veita ungmennum út um allan heim það tækifæri að vera kyndilberar, að þau hjálpist að við að fara með eldinn í kringum heiminn og aftur til Nanjing og breiði þannig út boðskap ólympíuandans.
Nánar ...
22.03.2014

Ólympíuleikar ungmenna - Nanjing 2014

Ólympíuleikar ungmenna - Nanjing 2014Í ágúst fara fram Ólympíuleikar ungmenna í borginni Nanjing í Kína. Ísland mun að þessu sinni eiga fulltrúa í hópi ungra sendiherra á leikunum, eða Young Ambassador og eru það 120 lönd sem fá að tilnefna slíkan aðila. Fulltrúi Íslands verður Bjarki Benediktsson en hann hefur m.a. komið að þjálfun í knattspyrnu og stundar nú nám í Háskólanum í Reykjavík.
Nánar ...
23.02.2014

Fánaberi á lokahátíð Vetrarólympíuleikanna í Sochi

Fánaberi á lokahátíð Vetrarólympíuleikanna í SochiNú líður að lokahátíð Vetrarólympíuleikanna í Sochi en hún hefst kl. 16:00 í dag, að íslenskum tíma. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur valið Helgu Maríu Vilhjálmsdóttur til að vera fánaberi íslenska Ólympíuhópsins á lokahátíðinni en Helga María, sem er aðeins 18 ára, stóð sig afar vel á leikunum.
Nánar ...