Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

Fréttir frá Sumarleikum ungmenna

17.05.2014

Nanjing 2014 - Rafræna kyndilhlaupið á Íslandi

Nanjing 2014 - Rafræna kyndilhlaupið á ÍslandiÍ tilefni af Ólympíuleikum ungmenna var ólympíueldurinn tendraður við hátíðlega athöfn þann 30. apríl í Aþenu í Grikklandi. Á sama tíma kom út nýtt smáforrit fyrir tölvur og síma sem kallast Rafræna kyndilhlaupið. Í leiknum geta kyndilberar farið um 204 lönd og svæði sem taka þátt í leikunum í ágúst á 98 dögum. Hugmyndin er sú að veita ungmennum út um allan heim það tækifæri að vera kyndilberar, að þau hjálpist að við að fara með eldinn í kringum heiminn og aftur til Nanjing og breiði þannig út boðskap ólympíuandans.
Nánar ...
22.03.2014

Ólympíuleikar ungmenna - Nanjing 2014

Ólympíuleikar ungmenna - Nanjing 2014Í ágúst fara fram Ólympíuleikar ungmenna í borginni Nanjing í Kína. Ísland mun að þessu sinni eiga fulltrúa í hópi ungra sendiherra á leikunum, eða Young Ambassador og eru það 120 lönd sem fá að tilnefna slíkan aðila. Fulltrúi Íslands verður Bjarki Benediktsson en hann hefur m.a. komið að þjálfun í knattspyrnu og stundar nú nám í Háskólanum í Reykjavík.
Nánar ...
21.10.2013

U15 landslið drengja í knattspyrnu á leið á Ólympíuleika ungmenna 2014

Íslenska U15 landslið drengja í knattspyrnu tryggði sér í dag sæti á Ólympíuleika ungmenna 2014 með því að bera sigurorð af Moldavíu í úrslitaleik fjögurra liða móts þar sem keppt var um eina sæti Evrópu á leikunum. Leikurinn fór 3-1 en staðan í hálfleik var 2-0. Hilmar Andrew McShane, Kristófer Ingi Kristinsson og Áki Sölvason skoruðu mörk íslenska liðsins í dag. Sex þjóðir munu keppa í knattspyrnu drengja á Ólympíuleikum ungmenna, ein frá hverri heimsálfu.
Nánar ...
19.10.2013

Ólympíuleikar ungmenna - Nanjing 2014

Á næsta ári fara fram Ólympíuleikar ungmenna í borginni Nanjing í Kína. U15 ára landslið drengja í knattspyrnu tekur um helgina þátt í fjögurra liða móta þar sem keppt er um eina sæti Evrópu á leikunum á næsta ári. Í dag, laugardaginn 19. október, lagði liðið Finna 2-0 í undanúrslitum mótsins og leikur því úrslitaleik á mánudag við lið Armena eða Moldóva. Glæsilegur árangur hjá þessu yngsta landsliði okkar í knattspyrnu.
Nánar ...
21.10.2012

Ólympíuleikar ungmenna 2018

Alþjóðaólympíunefndin hefur birt lista yfir þær borgir sem sótt hafa um að halda Ólympíuleika ungmenna árið 2018. Um er að ræða borgirnar Buenos Aires í Argentínu, Glasgow á Skotlandi, Guadalajara í Mexikó, Medellín í Kólumbíu og Rotterdam í Hollandi. Þessi listi
Nánar ...