Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
27

Þátttakendur á EYOF 2022 staðfestir

12.07.2022

Það styttist í Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Banská Bystrica í Slóvakíu 24.-30. júlí nk.
Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur nú staðfest 
íslenska hópinn sem fer á hátíðina:

Listi yfir þátttakendur.

Í gær var haldinn stór upplýsingafundur með öllum þátttakendum og aðstandenum. Þátttakendur fengu afhentan ferða- og æfingafatnað frá ÍSÍ og farið var yfir helstu upplýsingar varðandi ferðatilhögun, skipulag og fleira. Frábær mæting var á fundinn eða um 70 manns. Að mörgu er að hyggja þegar farið er í keppnisferð af þessu tagi en fararstjórn verður í höndum þeirra Brynju Guðjónsdóttur aðalfararstjóra og Kristínar Birnu Ólafsdóttur aðstoðarfararstjóra sem báðar eru verkefnastjórar á Afreks- og Ólympíusviði ÍSÍ og búa yfir góðri reynslu af verkefnum sem þessu.

 

Myndir með frétt