Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
22

Fræðsluefni tengt kynferðislegri áreitni og ofbeldi

12.12.2017Í ljósi umræðunnar um kynferðislega áreitni og ofbeldi og #METOO samfélagsmiðlabyltingarinnar er ekki úr vegi að benda á það efni sem nú þegar er til hjá ÍSÍ um þetta málefni eða getur hjálpað til ef málefni af þessu tagi kemur upp. Það er félögum og öðrum sambandsaðilum ÍSÍ sjálfsagt að nýta allt það efni sem er til staðar á vefsíðunni og í formi fræðslubæklinga.

• Bæklinginn Forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi í íþróttum má finna hér á vefsíðu ÍSÍ.
• Hegðunarviðmið ÍSÍ (siðareglur) geta félög haft að leiðarljósi við samningu siðareglna eða tekið þær óbreytt upp. Hegðunarviðmið ÍSÍ má nálgast hér.
Hér má sjá Viðbragðsáætlun við óvæntum atburðum.
• Hér má nálgast eyðublaðið Samþykki um uppflettingu í sakaskrá.

Besta forvörnin felst í því að fræða, eiga góðar siðareglur og að opið og jákvætt andrúmsloft ríki í félaginu. Þegar nýr þjálfari hefur störf innan félagsins er æskilegt að fá meðmæli frá félögum sem hann hefur þjálfað hjá og fara yfir siðareglur félagsins. Síðast en ekki síst skal benda á að ef grunur leikur á kynferðislegu ofbeldi eða einhverjar spurningar vakna skal hafa samband við Barnavernd í því sveitarfélagi þar sem brotið er framið ef um barn er að ræða og tilkynna í nafni félagsins. Ef um fullorðinn einstakling er að ræða skal hringt í lögreglu í síma 112.