Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Fréttir frá Vetrarólympíuleikum

20.02.2022

Peking 2022 / Snorri fánaberi á lokahátíð

Peking 2022 / Snorri fánaberi á lokahátíðLokahátíð Vetrarólympíuleikanna í Peking fer fram í dag sunnudaginn 20. febrúar, eða réttara sagt í kvöld á staðartíma. Snorri Eyþór Einarsson, keppandi í skíðagöngu, verður fánaberi Íslands á hátíðinni.
Nánar ...
09.01.2020

YOWG 2020 - Leikarnir settir

YOWG 2020 - Leikarnir settirSetningarhátíð þriðju vetrarólympíuleika ungmenna fór fram fyrr í kvöld í Lausanne í Sviss. Fánaberi við setningarhátíðina var Aðalbjörg Lillý Hauksdóttir keppandi í alpagreinum.
Nánar ...
04.01.2020

Fimm dagar í setningu YOWG 2020

Fimm dagar í setningu YOWG 2020Í dag eru 5 dagar þar til þriðju Vetrarólympíuleikar ungmenna (YOWG) verða settir í Lausanne í Sviss. Leikarnir standa yfir frá 9. - 22. janúar 2020. Á þeim 13 dögum sem keppnin fer fram eru 81 viðburður á dagskrá og er um að ræða átta keppnisstaði. 1880 íþróttamenn, þar sem kynjahlutfall er jafnt, 940 konur og 940 karlar, munu etja kappi á leikunum. Verða þetta fyrstu vetrarleikarnir á vegum Alþjóðaólympíunefndarinnar með jafnt kynjahlutfall keppenda.
Nánar ...
24.06.2019

Ólympíustöðin sýnir frá fundi Alþjóðaólympíunefndarinnar

Ólympíustöðin sýnir frá fundi AlþjóðaólympíunefndarinnarÍ dag kl.14:00 (kl.13:00 ísl.) mun Ólympíustöðin sýna frá fundi Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) í Lausanne í Sviss í beinni útsendingu.Thomas Bach, forseti IOC mun tilkynna á fundinum hvaða borg það er sem verður gestgjafi Vetrarólympíuleikanna 2026, en sú athöfn fer fram kl.18:00. Borgirnar tvær sem keppast um að verða valdar sem gestgjafi leikanna eru Stokkhólmur-Åre í Svíþjóð og Mílanó-Cortina á Ítalíu. Á fundinum munu fulltrúar frá báðum borgum vera með erindi, en Ólympíustöðin mun einnig sýna myndefni sem unnið hefur verið um undirbúning borganna í tengslum við Vetrarólympíuleikana 2026 ásamt viðtölum við skipuleggjendur og fleiri sem koma að slíku verkefni.
Nánar ...
10.02.2018

PyeongChang 2018 - Góðir gestir í Ólympíuþorpinu

PyeongChang 2018 - Góðir gestir í Ólympíuþorpinu​Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- menningar- og íþróttamálaráðherra, var viðstödd setningu Vetrarólympíuleikanna í PyeongChang sem fram fór í gær og í dag skoðaði hún aðstæður á leikunum, hitti keppendur og heimsótti Ólympíuþorpið.
Nánar ...
05.02.2018

PyeongChang 2018 - Allir keppendur mættir

PyeongChang 2018 - Allir keppendur mættirAllir fimm íslensku keppendurnir á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang 2018 eru komnir í Ólympíuþorpið eftir langt ferðalag frá Íslandi, Noregi og Bandaríkjunum. Hluti farangurs skilaði sér ekki með hópnum en barst síðdegis í gær og því allt til reiðu fyrir dagskrá næstu daga.
Nánar ...
03.02.2018

PyeongChang 2018 - Íslendingar mættir í Ólympíuþorpið

PyeongChang 2018 - Íslendingar mættir í Ólympíuþorpið​Íslensku þátttakendurnir á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang 2018 eru mættir í Ólympíuþorpið. Sá fyrsti var reyndar aðalfararstjóri íslenska hópsins, Andri Stefánsson, sem kom til Kóreu á miðvikudaginn til að undirbúa vistarverur og komu íslenska hópsins.
Nánar ...
30.11.2017

Vetrarólympíuleikarnir 2026

Vetrarólympíuleikarnir 2026 Fjölmargar borgir hafa sótt um að halda leikana. Sion í Sviss, Innsbruck í Austurríki, Stokkhólmur í Svíþjóð, Calgary í Kanada og Sapporo í Japan eru á meðal þeirra borga sem hafa áhuga á að halda leikana.
Nánar ...