Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

Fréttir frá Sumarólympíuleikum

23.07.2020

Eitt ár til Ólympíuleikanna í Tókýó

Eitt ár til Ólympíuleikanna í TókýóÍ dag er eitt ár þangað til setningarhátíð Ólympíuleikanna í Tókýó fer fram þann 23. júlí 2021. Leikarnir standa yfir í rúmar tvær vikur og lýkur með lokahátíð þann 8. ágúst.
Nánar ...
25.05.2020

IOC og WHO styrkja samstarfið

IOC og WHO styrkja samstarfiðAlþjóðaólympíunefndin (IOC) og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hafa nú undirritað nýjan samning sem felur í sér samvinnu um heilbrigðari lífsstíl fólks í gegnum íþróttir. Samninginn undirrituðu Thomas Bach forseti IOC og Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus framkvæmdastjóri WHO þann 16. maí sl. í höfuðstöðvum WHO í Genf. Bach sagði við tilefnið að mikilvægi íþrótta og líkamsræktar fyrir andlega og líkamlega heilsu hafi orðið enn ljósara síðastliðna mánuði á tímum kórónaveirunnar.
Nánar ...
18.05.2020

IOC veitir styrki vegna Covid faraldursins

IOC veitir styrki vegna Covid faraldursinsAlþjóðaólympíunefndin (IOC) sendi frá sér fréttatilkynningu á dögunum varðandi styrki sem nefndin ætlar að veita vegna Covid faraldursins og afleiðinga hans á alþjóðaíþróttahreyfinguna. IOC áætlar að veita þurfi allt að 117 milljörðum króna í sérstakan sjóð til að mæta tapi vegna frestunar Ólympíuleikanna sem fara áttu fram í Tókýó í júlí nk. Leikunum hefur verið frestað um eitt ár og hefur það haft töluverðar fjárhagslegar afleiðingar fyrir skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í Tókýó. IOC tilkynnti að skipulagsnefndin fái 95 milljarða króna til að takast á við kostnað sem fylgir frestuninni og til að bæta upp tap sem orðið hefur vegna hennar. Til alþjóðasérsambanda og ólympíunefnda fara 22 milljarðar króna svo hægt sé að halda áfram undirbúningi vegna Ólympíuleika, stuðningi við íþróttafólk og áframhaldandi þróun á íþróttahreyfingunni. Samböndin geta sótt um að fá hluta fjárins að láni ef þau eiga í lausafjárvandræðum vegna faraldursins. Ólympíusamhjálpin hefur einnig aukið við styrkveitingar sínar til íþróttafólks um 2 milljarða króna, en 1600 íþróttamenn frá 185 Ólympíunefndum eru á styrk hjá Ólympíusamhjálpinni ásamt ólympísku liði flóttafólks.
Nánar ...
02.04.2020

Íþróttamannanefnd IOC hvetur íþróttafólk áfram

Íþróttamannanefnd IOC hvetur íþróttafólk áframÍþróttamannanefnd Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) gaf út yfirlýsingu á dögunum þar sem nefndin fagnaði og studdi að fullu ákvörðun IOC, Alþjóðaólympíunefndar fatlaðra (IPC) og skipulagsnefndar Ólympíuleikanna í Tókýó 2020 um að fresta Ólympíuleikunum í Tókýó um eitt ár, eða til 23. júlí 2021 og Paralympics um eitt ár, eða til 24. ágúst 2021.
Nánar ...
30.03.2020

Ný dagsetning Ólympíuleikanna

Ný dagsetning ÓlympíuleikannaAlþjóðaólympíunefndin (IOC), Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra (IPC), skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í Tókýó 2020, japönsk yfirvöld og borgarstjórn Tókýó tilkynntu nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra í dag.
Nánar ...
27.03.2020

Ólympíuleikar í Tókýó

Ólympíuleikar í TókýóForseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, Thomas Bach, hélt í dag fjarfund með fulltrúum fjölmargra Ólympíunefnda, þar á meðal ÍSÍ.
Nánar ...
19.03.2020

Kveikt á Ólympíukyndlinum

Kveikt á ÓlympíukyndlinumÍ dag, þann 19. mars, fór fram látlaus athöfn án áhorfenda á Panathenaic leikvanginum í Ólympíu í Grikklandi þegar skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í Tókýó 2020 tók við Ólympíukyndlinum úr höndum Grikkja. Á þeim leikvangi voru fyrstu nútímaleikarnir haldnir árið 1896 og hefur skapast hefð fyrir því að afhenda skipulagsnefnd þeirrar þjóðar sem heldur leikana Ólympíukyndilinn við hátíðlega athöfn.
Nánar ...
18.03.2020

Fundur IOC og Ólympíunefnda Evrópu

Fundur IOC og Ólympíunefnda EvrópuForseti Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC), Thomas Bach, hefur síðustu tvo daga átt fjarfundi með fulltrúum alþjóðasérsambanda, öllum 206 Ólympíunefndunum heimsins, fulltrúum íþróttafólks, Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra (IPC) og öðrum hagsmunaaðilum, í tengslum við Ólympíuleikana í Tókýó 2020.
Nánar ...
17.03.2020

Valdís í 7. sæti í Suður-Afríku

Valdís í 7. sæti í Suður-AfríkuValdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur, stefnir á þátttöku á Ólympíuleikunum í Tókýó í júlí nk. Valdís keppir út um allan heim um þessar mundir og nú síðast í Suður-Afríku sl. helgi þar sem hún náði sínum besta árangri á árinu. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og var Valdís í baráttu um sigurinn en endaði í 7.-13. sæti mótsins á tveimur höggum undir pari. Alice Hewson frá Englandi sigraði mótið á fimm höggum undir pari. Er þetta í fjórða skipti sem Valdís Þóra er á meðal tíu efstu kylfinga á Evrópumótaröðinni.
Nánar ...
16.03.2020

Guðlaug Edda nælir í dýrmæt Ólympíustig

Guðlaug Edda nælir í dýrmæt ÓlympíustigGuðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautarmeistari, stefnir á að taka þátt í ólympískri þríþraut á Ólympíuleikunum í Tókýó 2020. Í ólympískri þríþraut eru syntir 1500 metrar, 40 kílómetrar hjólaðir og 10 kílómetrar hlaupnir.
Nánar ...
24.02.2020

5 mánuðir til Ólympíuleika 2020

5 mánuðir til Ólympíuleika 2020Nú eru fimm mánuðir þangað til setningarhátíð Ólympíuleikanna í Tókýó fer fram þann 24. júlí 2020. Leikarnir standa yfir í rúmar tvær vikur og lýkur með lokahátíð þann 9. ágúst.
Nánar ...
24.01.2020

6 mánuðir til Ólympíuleika í Tókýó

6 mánuðir til Ólympíuleika í TókýóNæstu Ólympíuleikar fara fram í Tókýó 24. júlí til 9. ágúst 2020. Í dag er því fagnað að hálft ár er þar til setningarhátíð Ólympíuleikanna fer fram. Skipuleggjendur leikanna halda því fram að um sé að ræða nýjungagjörnustu Ólympíuleika í sögunni því á þeim verður meðal annars hægt að sjá bifreiðar drifnar áfram af vetni og ný tæki sem geta þýtt fjölmörg tungumál yfir á önnur tungumál ásamt mörgu öðru. Ólympíuleikvangurinn er tilbúinn til notkunar, en hann var byggður frá grunni í japönskum stíl og að mestu leyti úr viðarefni. Mikil áhersla er á sjálfbærni á leikunum og eru verðlaunin meðal annars búin til úr gömlum farsímum japansks almennings. Gullverðlaunin eru alltaf eftirsóttust, en aðeins 339 íþróttamenn munu vinna gull á leikunum. Í fjórum íþróttagreinum hefur aldrei áður verið keppt og því verða fyrstu gullverðlaunin veitt í þeim greinum á Ólympíuleikum, það eru greinarnar karate, hjólabretti, íþróttaklifur og brimbretti.
Nánar ...