1. Hvaða stefnu hefur flokkurinn varðandi íþróttamál?
Framsókn leggur ríka áherslu á mikilvægi íþróttamála og að allir hafi jöfn tækifæri til virkrar íþróttaiðkunnar það á bæði við um afreksíþróttir og almenningsíþróttir.
2. Er flokkurinn reiðubúinn til að styðja og/eða standa að auknum fjárveitingum til íþróttastarfsins i landinu?
Framsókn telur réttast að tryggja fjármagn til íþróttaiðkunnar í samræmi við þá stefnu sem sett er varðandi málaflokkinn, segja má að það sé skylda ríkis og sveitarfélaga að svo sé. Framsókn leggur áherslu á að íþróttastarf sé styrkt í þessu skyni.
3. Með hvaða hætti vill flokkurinn stuðla að því að öll börn og ungmenni hafi jöfn tækifæri til að taka þátt í íþróttastarfi?
Áhersla þarf að vera á að allir hafi aðgang og jöfn tækifæri til þess að stunda íþróttir. Framsókn vill að börn og ungmenni njóti fulls jafnréttis til íþróttaiðkunar, m.a. óháð fötlun, getu, búsetu, kyns eða uppruna. Einnig er æskilegt að æfingar- og keppnisferðir séu þannig skipulagðar að allir geti tekið þátt á fyrrgreindum forsendum.
4. Með hvaða hætti vill flokkurinn efla umhverfi afreksíþrótta, s.s. gagnvart lýðréttindum afreksíþróttfólks og starfsemi sérsambanda ÍSÍ og ÍSÍ?
Framsókn telur réttast að samráð sé við sveitarfélög og íþróttarhreyfingar um málaflokkinn. Einnig er vert að huga að starfsemi menntastofnana í þessu sambandi.
5. Með hvaða hætti hyggst flokkurinn framfylgja íþróttastefnu ríkisins sem sett var fram árið 2011 og ber yfirskriftina, „Stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytisins í íþróttamálum“?
Eins og fram kemur í stefnunni þá hafa rannsóknir sýnt að skólar gegna mikilvægu hlutverki þegar auka á þekkingu á sviði íþrótta. Auk þess má benda á að Framsókn er tilbúin til þess að fylgja eftir sem best þeim markmiðum sem finna má í stefnunni.
6. Mun þinn flokkur standa vörð um Íslenska getspá sem burðarás í fjármögnun íþróttahreyfingarinnar og Öryrkjabandalags Íslands?
Já!