Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20

Svæðisstöðvar

Íþróttahreyfingin mun koma á fót átta svæðisstöðum með stuðningi stjórnvalda. Svæðisstöðvarnar munu þjónusta öll 25 íþróttahéruð landsins og ná til tæplega 500 íþrótta- og ungmennafélaga um allt land og allra iðkenda á öllum aldri.  
Stofnun starfsstöðvanna átta fellur vel að áherslum og stefnu mennta- og barnamálaráðuneytisins í íþróttamálum til ársins 2030. Horft er til þess að auka íþróttaþátttöku barna og ungmenna, auka áherslu á þátttöku fatlaðra barna í íþróttastarfi, ná betur til barna af tekjulægri heimilum og barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn.   

 

 

Eitt af markmiðum stefnumótunarinnar er jafnframt að ÍSÍ og UMFÍ skilgreini hlutverk íþróttahéraða að nýju og meti starfsemi þeirra með það að leiðarljósi að efla hana enn frekar.  Til viðbótar er horft til samlegðaráhrifa við verkefni ríkis og sveitarfélaga, s.s. samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, skólaþjónustu og æskulýðsstarf.

Tillögur um stofnun starfsstöðvanna voru samþykktar á þingi ÍSÍ vorið 2023 og á þingi UMFÍ haustið 2023. Auk þess að setja á laggirnar átta svæðisstöðvar munu ÍSÍ og UMFÍ samkvæmt samningi við ráðuneytið koma á Hvatasjóði, þar sem íþróttahéruð/félög/deildir geta sótt um stuðning við verkefni er miða t.d. að útbreiðslu íþrótta og aukinni þátttöku barna.  
Hvatasjóður íþróttahreyfingarinnar
Starfsmenn svæðisstöðvanna
Svæðisstöðvar
Helstu verkefni svæðisstöðvanna
Markmiðið með svæðisstöðvunum