Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
15

Íþróttafólk sérsambanda 2017

Akstursíþróttakona ársins

Emilía Rut Hólmarsdóttir Olsen

Akstursíþróttakona ársinsEmilía Rut er á sínu fyrsta ári sem aðstoðarökumaður í AB varahlutaflokknum í rallý með Ragnari Bjarna Gröndal og tóku þau þátt í öllum keppnum ársins. Í fyrstu keppni lentu þau í 5. sæti en settu síðan í fluggírinn og sigruðu þrjár keppnir í röð. Mikil barátta var í þessum flokki í sumar og voru að meðaltali 10 bílar skráðir í flokkinn í hverju ralli. Eftir að Íslandsmeistaratitill var í húsi var ákveðið að færa sig upp um flokk og keyptur öflugur túrbó 4x4 Lancer. Lentu þau í 2. sæti í sinni fyrstu keppni í erfiðu og krefjandi næturrallýi. Emilía Rut er einnig öflug í keppnishaldi akstursíþrótta og hefur starfað við Rall, Rallycross og torfæru. Emilía er stjórnarmaður í Akstursíþróttafélagi Suðurnesja og í varastjórn Íþróttabandalags Reykjanesbæjar. Hún er mikil fyrirmynd annarra keppenda.

Akstursíþróttamaður ársins

Ragnar Skúlason

Akstursíþróttamaður ársinsRagnar er þekkt nafn í mótorsporti hér á landi. Hann hóf að keppa í torfæru um 1990 á Galdragul og á allnokkra Íslandsmeistaratitla frá þeim tíma. Ragnar er útnefndur Akstursíþróttamaður ársins 2017 fyrir frábæran árangur í sumar. Hann náði Íslandsmeistaratitli í tveimur greinum á þessu keppnistímabili. Ragnar hefur verið aðal driffjöðurin í GoKart undanfarin ár og hann varði Íslandsmeistaratitilinn í þeirri grein. Auk þess náði hann Íslandsmeistaratitli í götubílaflokki í torfæru þrátt fyrir að hafa tekið langt hlé og ekki keppt í torfæru í mörg ár.

Badmintonkona ársins

Margrét Jóhannsdóttir

Badmintonkona ársinsMargrét komst í hóp 18 annarra Íslandsmeistara í badminton, sem hafa orðið þrefaldir Íslandsmeistarar, þegar hún varð Íslandsmeistari í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik á árinu.Margrét vann sinn annan Íslandsmeistaratitil í einliðaleik þegar hún sigraði Sigríði Árnadóttir TBR 21-7, 21-5. Þær unnu síðan saman tvíliðaleik kvenna og hömpuðu, með því, báðar sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í tvíliðaleik. Margrét vann síðan sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í röð í tvenndarleik með Daníel Thomsen TBR. Margrét hefur unnið öll mót á árinu, sem hún hefur tekið þátt í innan mótaraðar BSÍ. Margrét var færð í meistaraflokk aðeins 16 ára gömul en hún á að baki fjöldan allan af Íslandsmeistaratitlum í unglingaflokkum sem og í A- og B-flokki.Hún hefur keppt með landsliðinu fyrir Íslands hönd um árabil og spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2013, þá 18 ára gömul. Margrét á átta A-landsleiki að baki fyrir Íslands hönd. Áður spilaði hún með U17 og U19 unglingalandsliðum Íslands.Margrét er í 312. sæti heimslistans þrátt fyrir að vera einungis með fjögur alþjóðleg mót sem hún hefur keppt á, en listinn er byggður á tíu bestu mótum leikmanna.

Badmintonmaður ársins

Kristófer Darri Finnsson

Badmintonmaður ársinsKristófer Darri er Íslandsmeistari í tvíliðaleik en hann náði þeim árangri ásamt meðspilara sínum, Davíð Bjarna Björnssyni, í fyrsta sinn í vor. Hann komst einnig í úrslit í einliðaleik. Kristófer Darri er í A-landsliði Íslands í badminton og Afrekshópi Badmintonsambandsins. Hann var í unglingalandsliðum Íslands áður og spilaði fyrst með A-landsliðinu árið 2014, þá aðeins 17 ára gamall. Kristófer æfir og spilar með TBR. Hann varð Reykjavíkurmeistari í einliðaleik á árinu og í tvíliðaleik en hann og meðspilari hans hafa unnið tvíliðaleik karla á öllum mótum á mótaröð BSÍ á árinu. Hann er efstur á styrkleikalista Badmintonsambandsins í einliðaleik og tvíliðaleik, ásamt Davíð Bjarna. Kristófer Darri hefur tekið þátt í fimm alþjóðlegum mótum á árinu og vinnur að því að vinna sig upp heimslistann. Hann er í 253. sæti listans í tvíliðaleik með einungis fimm mót en listinn er byggður á tíu bestu mótum leikmanna á árinu.

Blakkona ársins

Thelma Dögg Grétarsdóttir

Blakkona ársinsThelma Dögg er 20 ára gömul, uppalin hjá Aftureldingu. Hún leikur með VBC Galina frá Liechtenstein í úrvalsdeildinni í Sviss. Afrek ársins 2017:•Bikarmeistari í Kjörísbikarnum 2017 með liði Aftureldingar. •2. sæti í Mizunodeildinni með Aftureldingu og í úrslitakeppni eftir einvígi við HK. •Burðarás í liði Aftureldingar síðasta leiktímabil. •Leikmaður í byrjunarliði hjá VBC Galina og hefur átt mjög góða leiki í vetur með liðinu. Er stigahæsti leikmaður liðsins og er sem stendur í 5. sæti yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar en Galina er í 8. sæti deildarinnar. VBC Galina spilar í áskorendakeppni Evrópu og á góða möguleika að komast í 16 liða úrslitin. Burðarás í íslenska landsliðinu þegar liðið vann gull í Evrópumóti smáþjóða í Lúxemborg í júní. Tók þátt í öllum landsleikjum Íslands á árinu, m.a. í 2. umferð undankeppni fyrir HM í Póllandi og á Smáþjóðaleikum. Thelma hefur leikið 36 landsleiki fyrir Ísland. Thelma Dögg er frábær blakari og fyrirmyndar íþróttakona. Hún stundar sína íþrótt af miklum metnaði og er jafnt liðsfélögum og yngri blakiðkendum frábær fyrirmynd.

Blakmaður ársins

Kristján Valdimarsson

Blakmaður ársinsKristján er 28 ára leikmaður með BK Tromsö í Noregi. Hann er einn af burðarásum í sínu félagsliði í Tromsö sem situr í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar í blaki. Afrek Kristjáns 2017:•Varð norskur Bikarmeistari 2017. •2. sæti í norsku úrvalsdeildinni •Spilaði með liði sínu í úrslitum Norður-Evrópukeppni félagsliða þar sem liðið endaði í 3. sæti. •Er meðal bestu miðjumanna í norsku úrvalsdeildinni og meðal stigahæstu leikmanna í hávörn á þessu tímabili. •Einn af burðarásum karlalandsliðs Íslands sem vann til bronsverðlauna í EM smáþjóða í maí og tók þátt með liðinu í fyrsta sinn í 2. umferð undankeppni HM í riðli í Lyon í Frakklandi í lok maí. •Var valinn í úrvalslið EM smáþjóða í Laugardalshöll, einn Íslendinga, sem besti miðjumaður mótsins. Kristján Valdimarsson er fyrirmyndar blakmaður og æfir af kappi með liði sínu BK Tromsö í Noregi. Um þessar mundir var liðið að tryggja sér sæti í úrslitum norsku bikarkeppninnar sem fram fer um miðjan janúar og er liðið jafnframt komið áfram í úrslit NEVZA keppni félagsliða sem fram fer í lok janúar. Kristján hefur nú leikið 66 landsleiki og er meðal 7 leikjahæstu leikmanna Íslands frá upphafi. Frammistaða hans með landsliðum Íslands er til fyrirmyndar.

Bogfimikona ársins

Helga Kolbrún Magnúsdóttir

Bogfimikona ársinsHelga átti nokkur frábær afrek á þessu ári, ásamt því að slá Íslandsmetið í undankeppni trissuboga kvenna og jafna það met þrisvar sinnum á árinu. Hún sló einnig Íslandsmetið í útsláttarkeppni trissuboga kvenna og sló þrjú Íslandsmet í liðakeppni. Helga vann gull í einstaklingskeppni og brons í blandaðri liðakeppni á Smáþjóðaleiknum í San Marínó. Að auki vann Helga til fernra gullverðlauna á World Master Games. Helga situr núna í 103. sæti á heimslista og í 40. sæti í Evrópu. Helga var í 33. sæti á HM í Mexíkó í október og svo má áfram telja þar sem afrekalistinn hennar er langur.

Bogfimimaður ársins

Guðmundur Örn Guðjónsson

Bogfimimaður ársinsGuðmundur sló níu Íslandsmet í bæði trissuboga og sveigboga flokki. Guðmundur er einn af fáum sem keppir í báðum flokkum á heimsvísu og hefur vakið mikla athygli alþjóðlega vegna þess og vegna undarlegs skotstíls. Hann keppti um einu einstaklings verðlaunin sem Ísland keppti um í karla flokki á Smáþjóðaleiknum ásamt því að keppa um brons í bæði trissuboga og sveigboga liðakeppni á sama móti. Guðmundur er iðnasti keppandinn fyrir Ísland og því úrslita listinn langur. Í trissuboga er Guðmundur í 125. sæti á heimslista og 53. sæti á Evrópulista, í sveigboga er hann í 244. sæti á heimslista og topp 100 á Evrópulista.

Borðtenniskona ársins

Aldís Rún Lárusdóttir

Borðtenniskona ársinsAldís Rún er margfaldur Íslandsmeistari í liðakeppni kvenna og í tvíliðaleik. Varð hún Íslandsmeistari 2017 í liðakeppni kvenna og í tvenndarleik. Hefur hún í gegnum tíðina verið burðarás í landsliðinu og mikilvægur hlekkur í borðtennishreyfingunni á Íslandi. Er Aldís fylgin sér og glæsileg fyrirmynd innan vallar sem utan.

Borðtennismaður ársins

Magnús Gauti Úlfarsson

Borðtennismaður ársinsMagnús Gauti er aðeins 17 ára gamall. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann skipað sér sess í karlalandsliðinu. Er hann margfaldur Íslandsmeistari í yngri flokkum og hefur hann ekki tapað leik með félagsliði sínu í upphafi tímabils 2017-2018. Er hann góð fyrirmynd fyrir aðra upprennandi leikmenn íþróttarinnar.

Dansarar ársins

Sara Rós Jakobsdóttir og Nicolo Barbizi

Dansarar ársinsNicolò og Sara Rós hafa dansað saman frá því í janúar árið 2016. Þau eru búsett í Aarhus í Danmörku þar sem þau stunda þjálfun og ferðast á danskeppnir um Evrópu og víðar, en þau keppa fyrir Íslands hönd erlendis og Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar. Árið 2017 ferðuðust þau til 20 mismunandi landa að frátöldu Íslandi bæði í Evrópu og Asíu á danskeppnir. Þá kepptu þau á opnum mótum á vegum WDSF sem gefa stig á heimslista, sem og Heimsbikar-, Evrópubikar-, Heims- og Evrópumeistaramótum í öllum dansgreinum, Standard, Latin og 10 dönsum. Þeirra bestu úrslit á árinu voru að komast fyrst íslenskra danspara í undanúrslit á bæði Evrópu- og Heimsmeistaramóti í 10 dönsum. Einnig var árangur þeirra á Evrópu- og Heimsmeistaramóti í Standard dönsum sá besti sem íslenskt par hefur náð á þeim mótum.Bestu úrslit árið 2017: •Íslandsmeistarar í 10 dönsum•Bikarmeistarar í Standard dönsum•Bikarmeistarar í Latin dönsum•Evrópumeistaramót 10 dansa - Undanúrslit, 9. sæti •Heimsmeistaramót í 10 dansa - Undanúrslit, 12. sæti •Evrópubikarmóti í 10 dansa - Undanúrslit, 8. sæti

Fimleikakona ársins

Andrea Sif Pétursdóttir

Fimleikakona ársinsFimleikakona ársins 2017 er Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði og lykilkona í liði Stjörnunnar, nýkrýndra Norðurlandsmeistara í hópfimleikum og bikarmeistara FSÍ. Hún er gríðarlega samviskusöm og metnaðarfull og hefur fyrir löngu stimplað sig sem eina af bestu fimleikakonum Íslands. Hún er sterk keppnismanneskja á öllum áhöldum og stekkur til að mynda í öllum 6 umferðum liðsins á mótum vetrarins. Hún er mjög stöðug, hvetjandi og geislar af öryggi og gleði. Andrea Sif er keppandi sem er öðrum iðkendum frábær fyrirmynd, utan salar sem innan.

Fimleikamaður ársins

Valgarð Reinhardsson

Fimleikamaður ársinsValgarð Reinhardsson er fimleikamaður ársins 2017. Hann varð Bikarmeistari með Gerplu og Íslandsmeistari í fjölþraut með þó nokkrum yfirburðum. Hann náði besta árangri íslensku strákanna á erlendum vettvangi en hann lenti í 40. sæti á Evrópumótinu í Rúmeníu, 45. sæti á Heimsmeistaramótinu í Kanada og 8. sæti á Norður-Evrópumótinu en þar náði hann einnig að tryggja sér bronsverðlaun á svifrá. Hann var lykilmaður í íslenska liðinu sem hefur aldrei verið jafn nálægt verðlaunum á mótinu. Valgarð hefur bætt sig mikið á árinu og er jafnt og þétt að auka erfiðleikann í sínum æfingum. Hann er metnaðarfullur og öðrum iðkendum góð fyrirmynd.

Frjálsíþróttakona ársins

Aníta Hinriksdóttir

Frjálsíþróttakona ársinsAníta átti frábært ár og bætti Íslandsmetin í 800 metra hlaupi bæði innan- og utanhúss sem og metið í 1500 metra hlaupi utanhúss. Aníta vann einnig tvenn verðlaun á árinu en hún nældi í bronsverðlaun á EM Innahúss og í silfurverðlaun á EM U23 ára utanhúss, hvoru tveggja í 800 metra hlaupi.Hún hóf innanhússtímabilið með glæsilegu hlaupi á Reykjavík International Games í febrúar þar sem hún bætti eigið Íslandsmet um 38/100 þegar hún kom í mark á tímanum 2:01,18 mínútum, sigraði hlaupið og þar með mjög sterka keppendur frá Noregi, Svíþjóð og Hollandi. Aníta náði stórkostlegum árangri þegar hún vann til bronsverðlauna á Evrópumeistaramótinu innanhúss í Belgrad í byrjun mars á þessu ári. Hún hljóp á tímanum 2:01,25 mín. Verðlaun í flokki fullorðinna á stórmóti eru ávallt sérstök og magnaður árangur hjá Anítu. Aníta fylgdi innanhússtímabilinu eftir með glæsilegum árangri utanhúss. Á Bislett leikunum um miðjan júní sem einnig er Demantamót bætti hún Íslandsmet sitt í 800 m hlaupi frá því á Ólympíuleikunum í Ríó á síðasta ári. Hún hljóp á tímanum 2:00,05 mínútum en fyrra metið var 2:00,14 mínútur. Þremur dögum seinna keppti hún á Demantamótinu í Stokkhólmi og hljóp þar á tímanum 2:00,06 mínútum.Aníta vann til silfurverðlauna á Evrópumeistaramóti U23 ára sem fram fór í Bydgoszcz í Póllandi í júlí og kórónaði þar með feril sinn sem afburða ungmenni en eftir liggja tvenn gullverðlaun frá HM og EM ungmenna 2013 og svo brons frá EM ungmenna 2015 í viðbót við þessi verðlaun í sumar. Aníta sigraði einnig í sterku 800 metra hlaupi í Evrópubikarkeppni landsliða í Tel Aviv í lok júní en þar kepptu 12 landslið í riðli Íslands.Aníta bætti 30 ára gamalt Íslandsmet Ragnheiðar Ólafsdóttur í 1500 m hlaupi á sterku móti í Hollandi í júní þegar hún hljóp á tímanum 4:06,43 mín. Fyrra metið frá 1987 var 4:14,94 mín.Aníta náði lágmarki til þátttöku á HM utanhúss í London í ágúst en komst ekki uppúr riðlinum í 800 m hlaupinu. Þess má geta að Aníta náði lágmarki í 800m og í 1500m sem er glæsilegur árangur.Í 800m er Aníta sem stendur í 34. sæti á heimslista alþjóða frjálsíþróttasambandsins (IAAF) utanhúss og í 11. sæti á heimslistanum innanhúss. Á Evrópulistanum (EAA) er hún í 13. sæti utanhúss og í 7. sæti innanhúss. Einnig er hún í 2. sæti á Evrópulista U23 ára.Í 1500 m er Aníta sem stendur í 24. sæti á Evrópulistanum utanhúss og 65. sæti á heimslistanum.

Frjálsíþróttamaður ársins

Hilmar Örn Jónsson

Frjálsíþróttamaður ársinsHilmar sleggjukastari átti frábært ár og steig fram á stóra sviðið í fullorðinsflokki í sumar auk þess að ná frábærum árangri á EM U23 ára.Hilmar Örn setti í lok janúar Íslandsmet í lóðkasti, 35 Ib (15,88 kg), þegar hann kastaði 20,71m. Íslandsmetið setti hann á móti í Notre Dame í Indiana, en Hilmar er við nám í Bandaríkjunum.Á fyrsta stóra mótinu í sumar vann Hilmar Örn til gullverðlauna í sleggjukasti á Atlantic Coast Conference mótinu sem fram fór í Atlanta í Bandaríkjunum um miðjan maí. Hilmar Örn, sem keppir fyrir háskólann í Virginíu, tryggði sér sigurinn með kasti uppá 69,02 metra. Hilmar kastaði 70,60m á sterku móti í lok maí og tryggði sér um leið þátttökurétt á bandaríska háskólameistaramótinu (NCAA) sem fram fór í Eugene í Oregon-ríki í byrjun júni. Á þessu lokamóti kemur allt fremsta frjálsíþróttafólk allra háskóla í Bandaríkjunum saman.Hilmar kastaði gríðarlega vel, hafnaði í fjórða sæti og tókst að bæta Íslandsmet sitt í sleggjukasti í flokki 20-22 ára með kasti uppá 72,38 metra í sjöttu og síðustu umferðinni. Hilmar sem kom inná mótið með áttunda besta árangurinn vakti verðskuldaða athygli og var aðeins hársbreidd frá verðlaunum.Hilmar náði lágmarki til þátttöku í sleggjukasti karla á Evrópumeistaramóti 20-22 ára. Hann komst auðveldlega áfram í úrslitin, kastaði lengst 69,96 m og hafnaði í 7. sæti. Keppni var gríðarlega jöfn og til gamans má geta að hann hefði aðeins þurft að kasta 65 cm lengra til þess ná í bronsverðlaun. Hilmar Örn kórónaði síðan frábært sumar með því að keppa á HM utanhúss í London í byrjun ágúst.Hann kastaði sleggjunni 71,12 m í fyrstu tilraun en aðstæður sem voru mjög erfiðar vegna mikillar rigningar gerðu keppendum almennt erfitt fyrir.Frábær árangur hjá Hilmari en hann var að keppa á sínu fyrsta stórmóti fullorðinna.Hilmar er í 66. sæti á heimslista fullorðinna og í 35. sæti á Evrópulistanum. Einnig má geta þess að hann er í 6. sæti á Evrópulistanum U23 ára.

Glímukona ársins

Marín Laufey Davíðsdóttir

Glímukona ársinsMarín Laufey er 22 ára gömul og átti góðu gengi að fagna á glímuvellinum árið 2017. Marín sigraði öll glímumót sem hún tók þátt í á árinu 2017 en helsta afrek hennar var þegar hún sigraði Íslandsglímuna og hlaut þar með Freyjumenið í fimmta sinn. Marín keppti einnig á fjölmörgum alþjóðlegum mótum í keltneskum fangbrögðum þar sem hún var ávallt í verðlaunasæti og varð meðal annars Evrópumeistari í backhold og rangglen í apríl. Marín er fyrirmyndar íþróttakona jafnt innan vallar sem utan.

Glímumaður ársins

Ásmundur Hálfdán Ásmundsson

Glímumaður ársinsÁsmundur Hálfdán er 23 ára gamall og hefur stundað glímu í um 15 ár. Ásmundur var mjög sigursæll á árinu en helsta afrek hans var þegar hann sigraði Íslandsglímuna og hlaut þar með Grettisbeltið í annað sinn. Ásmundur sigraði öll glímumót sem hann tók þátt í á árinu, einnig keppti hann á fjölmörgum alþjóðlegum mótum í keltneskum fangbrögðum og stóð sig ávallt mjög vel. Ásmundur hefur verið einn fremsti glímumaður Íslands undanfarin ár. Ásmundur glímir vel og er góð fyrirmynd jafnt innan vallar sem utan.

Handknattleikskona ársins

Þórey Rósa Stefánsdóttir

Handknattleikskona ársinsÞórey Rósa er 28 ára. Hún spilaði með ÍR til 16 ára aldurs þegar hún skipti yfir í Fram og hóf þar sinn feril með meistaraflokki haustið 2005. Þórey tók þátt í miklum uppgangi kvennaliðs Fram áður en hún fór í atvinnumennsku til hollenska liðsins E&O Emmen. Þá spilaði Þórey í stuttan tíma með Vfl Oldenburg áður en hún flutti sig til Team Tvis Holstebro í Danmörku sumarið 2011. Hún var Evrópumeistari vorið 2013 með Holstebro en flutti sig sumarið 2013 til Noregs þar sem Þórey spilaði með Vipers Kristiansand næstu 4 ár í toppbaráttu í norsku deildinni. Nú í sumar flutti Þórey heim og gekk til liðs við Fram á nýjan leik.Árið 2011 lék Þórey sinn fyrsta landsleik í Antalya í Tyrklandi gegn heimakonum og skoraði 2 mörk í leiknum. Þórey hefur verið lykilmaður í A landsliði kvenna undanfarin ár, hún hefur spilað 83 landsleiki og skorað í þeim 211 mörk. Auk þess lék Þórey á sínum tíma 31 unglingalandsleik og skoraði í þeim 72 mörk.Eftir að hafa tekið þátt í toppbaráttunni í Noregi er Þórey Rósa aftur komin heim til Íslands þar sem hún hefur nú þegar heillað íslenska áhorfendur, hvort sem er á leikjum í Olísdeildinni eða með íslenska landsliðinu.

Handknattleiksmaður ársins

Guðjón Valur Sigurðsson

Handknattleiksmaður ársinsGuðjón Valur er 38 ára. Hann er alinn upp í Gróttu og steig þar sín fyrstu skref með meistaraflokki. Guðjón Valur spilaði með KA á Akureyri um tíma og varð Íslandsmeistari með þeim árið 2001 en hann fór í atvinnumennsku til Þýskalands það sumar. Í Þýskalandi spilaði hann með Essen og varð Evrópumeistari með þeim árið 2005, seinna það ár gekk hann til liðs við Gummersbach. Árið 2008 gekk hann til liðs við Rein-Neckar Löwen. Það var síðan tímabilið 2011-2012 sem hann söðlaði um og fór til Danmerkur og spilaði þar með AG Köbenhavn. Hann fór aftur til Þýskalands 2012 og gekk þá til liðs við Kiel. Hann varð Þýskalandsmeistari og þýskur bikarmeistari með Kiel 2013 og Þýskalandsmeistari 2014. Guðjón Valur gekk til liðs við Barcelona sumarið 2014 og þar sem hann vann alla titla sem í boði voru vorið 2015. Eftir annan Spánarmeistaratitilinn í röð vorið 2016 hélt Guðjón Valur á ný til Þýskalands og gekk í annað sinn í raðir Rhein-Neckar Löwen. Með Rhein-Neckar Löwen var Guðjón Þýskalandsmeistari vorið 2017 ásamt því að vera fjórði markahæsti leikmaður þýsku Bundesligunnar.Guðjón spilaði sinn fyrsta A-landsleik 16. desember 1999 í Haarlem í Hollandi á móti Rúmeníu og skoraði þar 2 mörk. Þá hefur hann verið lykilmaður í landsliðinu um langt skeið. Guðjón Valur hefur leikið 340 A-landsleiki og skorað í þeim 1783 mörk. Þá lék hann 14 leiki með yngri landsliðum og skoraði í þeim 23 mörk.Sem atvinnumaður hefur Guðjón Valur verið frábær fyrirmynd ungra handboltaiðkenda bæði hér á landi og erlendis í bráðum tvo áratugi.

Hjólreiðakona ársins

Ágústa Edda Björnsdóttir

Hjólreiðakona ársinsÁgústa fór á Smáþjóðaleikana í San Marínó með hjólreiðalandsliðinu í lok maí. Þar keppti hún í götuhjólreiðum og í tímatöku. Í tímatökukeppninni hafnaði hún í 4. sæti og var einungis 1,5 sekúndum frá því að komast á verðlaunapall.Ágústa sem keppir fyrir hjólreiðafélagið Tind varð Íslandsmeistari í fjallahjólreiðum sem og Íslandsmeistari í tímatöku. Þá varð hún bikarmeistari í tímatöku en þeim titli nær sú hjólreiðakona sem er stigahæst í þremur tímatökukeppnum (20km keppni á Krýsuvíkurvegi, Íslandsmeistaramótinu og 7km sprettþraut). Við þetta má bæta að Ágústa vann allar þrjár sprettkeppnirnar sem fram fóru í sumar (Prologue mótaröðin).Ágústa varð í þriðja sæti á Íslandsmeistaramótinu og öðru sæti á bikarmeistaramótinu í götuhjólreiðum. Hún tók þátt í þremur keppnum á bikarmeistaramótinu, varð í öðru sæti á Reykjanesmótinu og í RB Classic keppninni og í fyrsta sæti á 4ra ganga mótinu.Ágústa tók þátt í Evrópumeistaramótinu í götuhjólreiðum í Herning í Danmörku og varð þar með fyrsta íslenska konan til að taka þátt á stórmóti í hjólreiðum í Elite flokki. Keppti hún bæði í tímatöku og götuhjólakeppninni. Þá má til gamans geta þess að Ágústa var hluti af liði Team Arctica Finance sem sigraði í kvennaflokki í Wow Cyclothon.

Hjólreiðamaður ársins

Ingvar Ómarsson

Hjólreiðamaður ársinsIngvar er farsælasti hjólreiðamaður Íslands í erlendum keppnum á atvinnumannastigi. Á árinu varð hann Íslandsmeistari í þremur greinum í hjólreiðum, en þær eru ólympískar fjallahjólreiðar, maraþon fjallahjólreiðar og cyclocross. Í ár er fjórða árið í röð sem hann er kosinn hjólreiðamaður ársins.Hann átti langt og farsælt keppnistímabil, en á árinu hefur hann tekið þátt í yfir 40 keppnum í ýmsum greinum hjólreiða, þar af 15 alþjóðlegum mótum á vegum alþjóðasambandsins UCI. Hann tók þátt í heimsmeistaramótum, Evrópumeistaramótum og heimsbikarmótum, þar sem hann átti stóran þátt í að gera Ísland sýnilegt á alþjóðlegu stigi í hjólreiðum.Ingvar náði 10. sæti í stærstu fjallahjólamótaröð Norðurlandanna, Flammen Liga, sem telur fimm keppnir haldnar í Danmörku. Tvær af þeim keppnum eru með hans bestu keppnum á ferlinum, þar sem hann varð í 8. sæti og 9. sæti, gegn sterkustu mönnum frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Á Smáþjóðaleikunum keppti Ingvar í fjallahjólreiðum og var að berjast um 3. sætið þegar hann lenti í tæknilegu óhappi og þurfti að stoppa áður en keppni lauk.

Hnefaleikakona ársins

Margrét Guðrún Svavarsdóttir

Hnefaleikakona ársinsMargrét Guðrún er 19 ára og hefur æft hnefaleika frá árinu 2012. Margrét hóf feril sinn í diplomahnefaleikum og lauk öllum þrepum diplomastigans á tveimur árum. Hún hefur unnið til gullverðlauna á erlendum stórmótum, þar á meðal á Hvidovre Box Cup 2014. Á árinu hefur Margrét unnið allar innlendar viðureignir sínar, þar á meðal er hún núverandi Íslandsmeistari í -75kg flokki kvenna. Á Norðurlandameistaramótinu í Danmörku í ár fékk hún silfrið í sínum flokki eftir jafnan úrslitaleik. Margrét er fyrirmyndar íþróttakona, innan og utan vallar. Hún sinnir sjálfboðaliðastörfum fyrir sambandið og sækir námskeið á þeirra vegum.

Hnefaleikamaður ársins

Jafet Örn Þorsteinsson

Hnefaleikamaður ársinsJafet Örn er 28 ára og hefur æft hnefaleika frá því hann var unglingur, fyrst í Svíþjóð og seinna hér á landi. Jafet hefur verið mjög virkur á árinu og byrjaði árið með því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í fjórða sinn. Jafet var valinn hnefaleikamaður Íslandsmeistaramótsins í þriðja sinn í röð og hlaut fyrir vikið Bensabikarinn til eignar.Hann keppti á fjórum stórmótum erlendis á árinu. Í apríl keppti hann fyrir hönd Íslands á Norðurlandamótinu en þar tapaði hann á klofinni dómaraákvörðun á móti Oliver Flodin sem mun keppa fyrir Svíþjóð á Ólympíuleikunum 2020. Því næst keppti hann í júní á Haringey mótinu í Englandi, (430 keppendur skráðir). Þar keppti Jafet í A klass flokki en slasaðist í annari lotu eftir skalla í fyrstu viðureign og fór ekki áfram á mótinu. Því næst keppti Jafet í nóvember á ACBC í Gautaborg (450 keppendur skráðir) en þar tapaði hann á klofinni dómaraákvörðun í fyrstu viðureign á móti sigurvegara mótsins eftir mjög jafnan og skemmtilegan bardaga. Jafet keppti síðan fyrir hönd Íslands í nóvember á Tammer Tournament í Finnlandi en þar datt hann út í fyrstu viðureign á móti sigurvegara mótsins frá því í fyrra, en var landi sínu til sóma í stærsta flokki mótsins.

Íshokkíkona ársins

Eva María Karvelsdóttir

Íshokkíkona ársinsEva María er vel að þessu komin enda frábær leikmaður í alla staði. Hún spilar með Ásynjum í Skautafélagi Akureyrar og hefur um árabil spilað með landsliði Íslands í íshokkí. Eva María hlaut þann eftirsótta heiður að vera valin besti varnarmaður á heimsmeistaramótinu sem haldið var af Alþjóða íshokkísambandinu á Akureyri í febrúar 2017 þar sem fjöldi þjóða var samankominn með úrvals leikmenn. Eva María er fyrirmynd margra ungra leikmanna og er íshokkíhreyfingunni á Íslandi til mikils sóma.

Íshokkímaður ársins

Robbie Sigurðsson

Íshokkímaður ársinsRobbie hefur um árabil leikið á Íslandi í meistaraflokki með frábærum árangri. Tímabilið 2014-2017 lék hann með Skautafélagi Reykjavíkur og svo núverandi tímabil með íshokkídeild Umf. Kjalnesinga, Esju. Árin þar á undan stundaði Robbie íshokkí í Bandaríkjunum, meðal annars í Pennsylvaniu og Massachusetts. Robbie lék með landsliði Íslands 2016 og 2017, og stefnir á þátttöku á heimsmeistaramóti Alþjóðaíshokkísambandsins í Hollandi nú í apríl 2018. Robbie er þekktur fyrir baráttu sína og vinnusemi inn á ísnum ásamt því að vera góður liðsfélagi og ávallt tilbúinn til að taka þátt í landsliðsverkefnum.

Íþróttakona fatlaðra

Thelma Björg Björnsdóttir

Íþróttakona fatlaðraÞetta er í fjórða sinn sem Thelma Björg er útnefnd íþróttakona ársins úr röðum fatlaðra en 2013-2015 vann hún þrjú ár í röð. Thelma átti góðu gengi að fagna á árinu, setti 23 ný Íslandsmet og tvö heimsmet í 25m laug í 800m skriðsundi og 200m baksundi og vann síðan í desembermánuði til bronsverðlauna í 100m bringusundi á heimsmeistaramótinu í Mexíkó. Þjálfari Thelmu í dag er Tomas Hajek en frá upphafi hefur hún notið leiðsagnar hjá Halldóri Sævari Guðbergssyni, Evu Þórdísi Ebenezersdóttur og Erlingi Þ. Jóhannssyni ásamt áður nefndum Tomasi Hajek.

Íþróttamaður fatlaðra

Helgi Sveinsson

Íþróttamaður fatlaðraÞetta er í fjórða sinn sem Helgi hlýtur útnefninguna íþróttamaður ársins hjá ÍF en hann var sæmdur þessari nafnbót í fyrsta sinn árið 2013. Þetta er því þriðja árið í röð sem Helgi verður íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Helgi setti nýtt og glæsilegt heimsmet í spjótkasti á árinu þegar hann kastaði 59,77 metra á móti á Ítalíu. Þá hafnaði hann í 2. sæti á heimsmeistaramóti fatlaðra sem fram fór í London. Á HM bætti Helgi heimsmeistaramótsmetið í flokki F42 þegar spjótið sveif 56,74 metra. Þjálfari Helga í dag er Einar Vilhjálmsson en þjálfarar frá upphafi eru Kári Jónsson, Guðmundur Hólmar Jónsson og áður nefndur Einar Vilhjálmsson.

Júdókona ársins

Anna Soffía Víkingsdóttir

Júdókona ársinsAnna Soffía úr KA, sem keppir í -78kg flokki, var valin júdókona ársins 2017. Hún varð Norðurlandameistari, sigraði á Smáþjóðaleikunum í San Marínó og Íslandsmeistari í sínum flokki og í opn um flokki. Þetta er í sjötta skipti sem Anna Soffía er valin júdókona ársins en hún var fyrst útnefnd árið 2006.Helsti árangur 2017:•Norðurlandamót1.sæti•Smáþjóðaleikarnir í San Marínó 1.sæti•Íslandsmeistaramót 1.sæti•Íslandsmeistaramót opinn flokkur 1.sæti

Júdómaður ársins

Þormóður Jónsson

Júdómaður ársinsÞormóður, úr Júdófélagi Reykjavíkur, sem keppir í þungavigt (+100 kg) var valinn Júdómaður ársins 2017. Hann keppti aðeins tvisvar erlendis á árinu þar sem hann var önnum kafinn við nám.Hann vann yfirburðasigur á Norðurlandameistaramótinu í Svíþjóð og það sama gerði hann á Smáþjóðaleikunum í San Marínó. Á Reykjavík Judo Open keppti Þormóður til úrslita gegn Michal Horák (CZE) sem er í 47. sæti heimslistans og sigraði Þormóður eftir hörkuviðureign. Hér heima hefur Þormóður borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína og unnið bæði sinn þyngdarflokk sem og opna flokkinn síðastliðin fjögur ár, en missti því miður af Íslandsmeistaramótinu 2017 vegna veikinda.Helsti árangur 2017: •Norðurlandamót 1.sæti•Smáþjóðaleikarnir í San Marínó 1.sætiReykjavík Judo Open 1.sæti•Haustmót JSÍ 1.sæti•Sveitakeppni JSÍ 1.sæti

Karatekona ársins

Iveta C. Ivanova

Karatekona ársinsIveta hefur verið sigursæl karatekona síðustu ár í sínum aldursflokki. Hún keppir í kumite og hefur náð frábærum árangri á árinu. Hún varð Smáþjóðameistari í sínum flokki, fyrst íslenskra kvenna, auk þess að vera Íslandsmeistari í -61kg flokki kvenna. Hún hefur verið í verðlaunasætum erlendis sem og innanlands síðstu ár. Iveta er núna í 52. sæti á heimslista Alþjóða Karatesambandsins (WKF) í -51 kg kumite junior kvenna af 116 skráðum keppendum.Helstu afrek Ivetu á árinu 2017 voru; •RIG 2017 Kumite cadet kvenna 1. sæti•Amsterdam Open Cup -53 kg. junior 2. sæti•SSEKF Andorra kumite female junior -53kg 1. sæti•UM kumite 2017 Kumite stúlkna 16-17 ára 1. sæti•Haustmót KAÍ , Kumite kvenna 1. sæti•ÍM kumite -61 kg flokki kvenna 1. sæti

Karatemaður ársins

Aron Anh Ky Huynh

Karatemaður ársinsAron Anh er efnilegur karatemaður sem hefur verið vaxandi í keppni í ár og hefur einbeitt sér að keppni í kata á þessu ári. Aron Anh er fyrsti Smáþjóðameistarinn fyrir Íslands hönd og er núverandi Bikarmeistari á sínu öðru keppnisári í fullorðinsflokki auk þess að vera Íslandsmeistari fullorðinna í kata. Aron Anh er einnig bikarmeistari unglinga í kata ásamt því að vera í verðlaunasætum bæði á unglinga- og fullorðinsmótum í kata innanlands og utan.Aron Anh er núna í 54. sæti á heimslista Alþjóða Karatesambandsins (WKF) í kata junior karla af 117 skráðum keppendum.Helstu afrek Aron Anh á árinu 2017 voru;•RIG 2017 - Kata Junior karla 1. sæti•RIG 2017 - kata senior karla 2. sæti•RIG 2017 - kumite male junior -68kg 2. sæti•Swedish Kata Trophy, - kata junior male 2. sæti•ÍM kata senior male 1. sæti•Bikarmótaröð í karate 2017 1. sæti•Grand Prix mótaröð 2017 Kata 16-17 ára drengir 1. sæti•NM 2017 kata junior 3. sæti•SSEKF Andorra kata male junior 1. sæti•Haustmót KAÍ Kata karla 1. sæti

Karlkeilari ársins

Jón Ingi Ragnarsson

Karlkeilari ársinsJón Ingi, sem er búsettur í Svíþjóð, lék vel á Íslandsmóti einstaklinga. Hann lék á nokkrum mótum á Evrópumótaröðinni og ber þar hæst árangur hans á Norska opna meistaramótinu þar sem hann endaði í 5. sæti. Jón Ingi hefur spilað mjög vel með liði sínu BK Brio í sænsku 2. deildinni þar sem þeir eru 4. sæti og í harðri baráttu um að komast í umspil um sæti í efstu deild. Jón var í landsliði Íslands á Heimsmeistaramótinu í Las Vegas þar sem hann endaði í 56. sæti af 214 keppendum. Jón Ingi er jákvæður og yfirvegaður keilari og er þannig fyrirmynd ungra og efnilegra keilara.

Kayakkona ársins

Unnur Eir Arnardóttir

Kayakkona ársinsÁrlega er staðið fyrir nokkrum mótum fyrir kayakiðkendur og samanlagður árangur á þeim mótum sker úr um hverjr verða útnefndir Kayakmaður og Kayakkona ársins. Í ár fóru fram fjórar keppnir, Reykjavíkurbikarinn, Spretturinn, Hálfmaraþon og Bessastaðabikarinn.Þetta árið urðu hlutskörpust Unnur Eir Arnardóttir í kvennaflokki með 300 stig og Ólafur B. Einarsson í karlaflokki með 380 stig en alls voru 400 stig í boði fyrir hvern keppanda.

Kayakmaður ársins

Ólafur B. Einarsson

Kayakmaður ársinsÁrlega er staðið fyrir nokkrum mótum fyrir kayakiðkendur og samanlagður árangur á þeim mótum sker úr um hverjr verða útnefndir Kayakmaður og Kayakkona ársins. Í ár fóru fram fjórar keppnir, Reykjavíkurbikarinn, Spretturinn, Hálfmaraþon og Bessastaðabikarinn.Þetta árið urðu hlutskörpust Unnur Eir Arnardóttir í kvennaflokki með 300 stig og Ólafur B. Einarsson í karlaflokki með 380 stig en alls voru 400 stig í boði fyrir hvern keppanda.

Knapi ársins

Jakob Svavar Sigurðsson

Knapi ársinsJakob Svavar Sigurðsson er íþróttaknapi ársins auk þess að vera tilnefndur í flokkunum Gæðingaknapi ársins og Kynbóta knapi ársins á Uppskeruhátíð hestamanna og sýndi enn og aftur að hann er afreksmaður í fremstu röð. Sýning hans á Gloríu frá Skúfslæk í tölti á heimsmeistaramótinu í Hollandi í sumar verður lengi í minnum höfð. Hann varð heimsmeistari í tölti á mótinu og hlaut hið eftirsótta tölthorn og sigraði hug og hjörtu viðstaddra.Helstu afrek 2017:•Heimsmeistari í tölti í Hollandi •Sigraði tölt, fjórgang og slaktaumatölt á Reykjavíkurmeistaramóti - WorldRanking•Íslandsmeistari í slaktaumatölti•Sigraði tölt á Fjórðungsmóti Vesturlands•Sigraði slaktaumatölt á Íþróttamóti Spretts – WorldRanking

Knattspyrnukona ársins

Sara Björk Gunnarsdóttir

Knattspyrnukona ársinsSara Björk er lykilmaður í þýska stórliðinu Wolfsburg og vann bæði deildina og bikarinn á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Á yfirstandandi tímabili hefur Sara leikið alla leiki liðsins og skorað þrjú mörk, en Wolfsburg situr á toppi deildarinnar. Sara lék 14 leiki með Íslandi árið 2017 og skoraði í þeim eitt mark. Hún var fyrirliði liðsins í úrslitakeppni EM 2017 í Hollandi og algjör lykilmaður á miðjunni.

Knattspyrnumaður ársins

Gylfi Þór Sigurðsson

Knattspyrnumaður ársinsGylfi Þór var frábær á síðasta keppnistímabili hjá Swansea City, líkt og venjulega, og skoraði níu mörk og átti 13 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni. Hann var stór þáttur í því að halda liðinu í efstu deild, en það endaði í 15. sæti. Síðastliðið sumar var Gylfi seldur til Everton og varð með því langdýrasti knattspyrnumaður Íslands. Fyrir Everton hefur hann leikið 22 leiki á yfirstandandi leiktímabili, skorað fjögur mörk og átt fjórar stoðsendingar. Gylfi hefur verið lykilmaður í landsliði Íslands á árinu, sem fyrr, og skoraði hann fjögur mörk og átti þrjár stoðsendingar í sjö leikjum, og byrjaði í öllum leikjum liðsins í undankeppni HM 2018 í Rússlandi.

Kraftlyftingakona ársins

Fanney Hauksdóttir

Kraftlyftingakona ársinsFanney er fædd árið 1992 og keppir fyrir Kraftlyftingafélag Reykjavíkur. Fanney hefur sérhæft sig í bekkpressu og keppir bæði með búnaði og án búnaðar (klassískar kraftlyftingar). Hún náði frábærum árangri á árinu en afrek hennar eru:•Evrópumeistari í bekkpressu í -63 kg flokki á Evrópumótinu í bekkpressu sem fram fór á Spáni í október sl. Varð hún þar með Evrópumeistari í búnaðarbekkpressu þriðja árið í röð. •Silfurverðlaun í -63 kg flokki á Heimsmeistaramótinu í bekkpressu sem fram fór í Litháen í maí sl.•Silfurverðlaun í -63 kg flokki á Evrópumótinu í klassískri bekkpressu sem fram fór í Finnlandi í ágúst sl. •Íslandsmeistari í klassískri bekkpressu•Norðurlandamet og Íslandsmet í bekkpressu í -63 kg flokki þegar hún lyfti 157,5 kg •Íslandsmet í -63 kg flokki í klassískri bekkpressu þegar hún lyfti 112,5 kg.Með þessum árangri er Fanney nú í þriðja sæti á heimslista IPF (Alþjóða kraftlyftingasambandsins), bæði í bekkpressu með og án búnaðar -63 kg flokki en aldrei hefur íslenskur kraftlyftingakeppandi náð svo hátt á heimslista IPF.

Kraftlyftingamaður ársins

Júlían J. K. Jóhannsson

Kraftlyftingamaður ársinsJúlían er fæddur árið 1993 og keppir fyrir Ármann. Hann keppti í fyrsta sinn í opnum flokki á árinu. Afrek hans eru:•Bronsverðlaun í samanlögðum árangri í +120 kg flokki á HM í kraftlyftingum sem fram fór í Tékklandi í nóvember sl.•Gullverðlaun í réttstöðulyftu í +120 kg flokki á HM í kraftlyftingum•Evrópumet í klassískri réttstöðulyftu í +120 kg flokki þegar hann lyfti 365 kg•Bronsverðlaun í hnébeygju í +120 kg flokki á EM í kraftlyftingum sem fram fór á Spáni í maí sl. •Íslandsmeistari í réttstöðulyftu í + 120 kg flokki •Silfurverðlaun í klassískum kraftlyftingum á Reykjavík International Games (RIG) þar sem hann setti Íslandsmet í hnébeygju, réttstöðulyftu og í samanlögðum árangri •Gullverðlaun á boðsmóti í réttstöðulyftu, Sling Shot Pro Deadlift, Arnold Classic Festival þar sem hann setti Íslandsmet í réttstöðulyftu.•Tók þátt í IWGA, World Games fyrstur Íslendinga.•Stigahæstur íslenskra kraftlyftingamanna í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum á árinu.

Krullari ársins

Kristján Björn Bjarnason

Krullari ársinsKristján hefur frá því að hann hóf að spila krullu árið 2004, náð mjög góðum tökum á íþróttinni og er nú í fremstu röð krullufólks, tæknilega nákvæmur, útsjónarsamur og einn besti sópari meðal íslenskra krullumanna. Bötti hefur gegnum tíðina leikið með öllum helstu liðum krullufélagsins eins og Kústum, Sauðum, Fífum og Víkingum. Einnig hefur hann tekið þátt í Evrópumótum og í heimsmeistarmóti 50+. Kristján hefur gegnum tíðina unnið til fjölda verðlauna með liðum sínum. Kristján leikur nú með Görpum og varð bæði Íslandsmeistari og Gimli meistari með þeim á árinu 2017. Kristján er ávallt reiðubúinn til starfa fyrir félagið og vinnur störf sín af vandvirkni, fórnfýsi og samviskusemi. Þetta er í fyrsta sinn sem Kristján hlýtur þann heiður að vera valinn Krullumaður ársins og er hann vel að titlinum kominn.

Kvenkeilari ársins

Dagný Edda Þórisdóttir

Kvenkeilari ársinsHelstu afrek Dagnýar Eddu á árinu 2017 eru þau að hún varð Reykjavíkurmeistari einstaklinga og fór fyrir liði sínu KFR-Valkyrjum sem varð Íslandsmeistari. Dagný tók þátt í sýningarmóti fyrir Smáþjóðarleikana í San Marínó með góðum árangri ásamt því að ná góðum árangri á Reykjavík International Games og einnig AMF mótaröðinni hér heima. Dagný lék með landsliði Íslands á Heimsmeistaramótinu í Las Vegas nú í haust. Dagný hefur starfað að félagsmálum hjá félagi sínu, KFR og með því og spilamennsku sinni verið fyrirmynd ungra og efnilegra keilara.

Kvenkrullari ársins

Jóhanna María Elena Matthíasdóttir

Kvenkrullari ársinsJóhanna, eða Hannela eins og hún er kölluð, hefur frá því að hún hóf að spila krullu árið 2008, náð mjög góðum tökum á íþróttinni og er nú í fremstu röð krullufólks. Tæknilega nákvæm, útsjónarsamur stjórnandi og traustur leikmaður sem sjaldan gerir mistök. Í gegnum tíðina hefur Hannela leikið með liðum eins og Urtum, Ís-lendingum og Bragðarefum. Einnig hefur Hannela leikið á mótum erlendis. Hún hefur verið burðarás í þeim liðum sem hún hefur leikið með undanfarin misseri og leiðir nú lið Freyja sem hefur frá upphafi að mestu verið skipað konum. Hún er ávallt reiðubúin til starfa fyrir félagið og vinnur störf sín af vandvirkni, fórnfýsi og samviskusemi. Þetta er í fyrsta sinn sem Hannela hlýtur þann heiður að vera valin Krullukona ársins og er hún vel að titlinum komin.

Kylfingur ársins

Axel Bóasson

Kylfingur ársinsAxel átti sitt besta tímabil frá upphafi á árinu 2017. Keilismaðurinn fagnaði sínum öðrum Íslandsmeistaratitli með eftirminnilegum hætti á heimavelli á Hvaleyrarvelli. Axel sigraði á tveimur mótum á Nordic Tour atvinnumótaröðinni og er hann fyrsti íslenski kylfingurinn sem sigrar á þeirri mótaröð.Þar að auki tryggði Axel sér stigameistaratitilinn á Nordic Tour atvinnumótaröðinni og það var einnig í fyrsta sinn sem íslenskur kylfingur nær þeim árangri. Nordic Tour atvinnumótaröðin er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. Axel tryggði sér með árangri sínum á mótaröðinni keppnisrétt á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu á næsta tímabili, Áskorendamótaröðinni (Challenge Tour).Axel hefur farið hratt upp heimslistann á þessu ári og er hann efstur íslenskra karla á atvinnumannalistanum. Axel fór upp um rúmlega 1400 sæti á heimslistanum og er í sæti nr. 449.

Kylfingur ársins

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

Kylfingur ársinsÓlafía Þórunn náði frábærum árangri á sínu fyrsta tímabili á LPGA mótaröðinni sem er sterkasta atvinnumótaröð heims. GR-ingurinn endaði í 74. sæti á stigalistanum með árangri sínum er hún í forgangi á öll mótin á LPGA mótaröðinni á næsta tímabili.Ólafía Þórunn lék á alls þremur risamótum af alls fimm. Hún er fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst inn á risamót í atvinnugolfi. Þar að auki var hún valin í úrvalslið LET-Evrópumótaraðarinnar á Drottningarmótinu í Japan. Hún er jafnframt fyrsti íslenski kylfingurinn sem er valin í slíkt úrvalslið atvinnukylfinga.Alls lék Ólafía Þórunn á 26 mótum á LPGA. Besti árangur hennar á tímabilinu var 4. sæti Indy Women in Tech Championship í júlí. Ólafía náði 10. besta árangri tímabilsins af nýliðum á LPGA mótaröðinni. Árangur Ólafíu á heimslista atvinnukylfinga er sá besti í sögunni hjá íslenskum kylfingi. Hún náði að komast í sæti nr. 179 og fór upp um 420 sæti á árinu og styrkti þar með stöðu sína verulega fyrir þátttöku á Ólympíuleikunum í Tókýó í Japan árið 2020.

Körfuknattleikskona ársins

Hildur Björg Kjartansdóttir

Körfuknattleikskona ársinsHildur Björg er að hljóta nafnbótina „Körfuknattleikskona ársins” í fyrsta sinn. Hildur Björg lauk háskólaferli sínum með UTPA háskólanum í Texas í vor þar sem hún stóð sig vel og bætti sinn leik og stefndi á tímabil hér heima í kjölfarið í vetur. Áður en tímabilið hófst samdi Hildur Björg við Leganés á Spáni sem leikur í næst efstu deild þar í landi. Hildur Björg hefur farið vel af stað með liði sínu á Spáni og liðinu gengið vel og er í öðru sæti í sinni deild. Með landsliðinu lék Hildur Björg á Smáþjóðaleikunum í San Marínó í byrjun sumars, þar sem íslenska liðið hafnaði í öðru sæti, og í undankeppni EM núna í nóvember þar sem hún var með 16 stig að meðaltali á um 34 mínútum að meðaltali. Með landsliðinu er Hildur Björg orðin ein af lykilleikmönnum liðsins og hefur sýnt í þeim leikjum sem búnir eru hvers hún er megnug og mun án efa bæta sig meira sem atvinnumaður í körfuknattleik á næstu árum.

Körfuknattleiksmaður ársins

Martin Hermannsson

Körfuknattleiksmaður ársinsMartin er orðin einn af betri leikmönnum íslenska landsliðsins á sínu 23. aldursári og einn af framtíðarburðarásum landsliðsins. Martin lék á síðsta tímabili með Étoile de Charleville-Mézéres í næstefstu deild í Frakklandi, þar sem hann hlaut viðurkenningar fyrir sína frammistöðu í lok tímabilsins, og var í úrvalsliði deildarinnar. Í kjölfarið samdi hann við Châlons-Reims sem leikur í efstu deild og hefur staðið sig frábærlega það sem af er tímabilinu. Í sumar lék Martin alla leiki íslenska landsliðsins í undirbúningi sumarsins og svo í kjölfarið á sínu öðru Evrópumóti, EuroBasket 2017, sem fram fór í Finnlandi. Þar var Martin einn af betri leikmönnum íslenska liðsins. Á lokamótinu leiddi Martin íslenska liðið í þremur af fjórum helstu tölfræðiþáttunum. Hann var með flest stig (12.6), flestar stoðsendingar (3.6) og hæsta framlagið (12.6) að meðaltali í leik, auk þess að vera í öðru sæti yfir flest fráköst (4.0).

Lyftingakona ársins

Þuríður Erla Helgadóttir

Lyftingakona ársinsÞuríður Erla er Lyftingakona ársins 2017 og er þetta þriðja árið í röð sem hún hlýtur nafnbótina. Þuríður Erla átti frábært keppnisár sem hún kórónaði með því að ná 10. sæti í 58kg flokki á Heimsmeistaramótinu sem haldið var í Anaheim í Kaliforníu. Þar setti hún Íslandsmet í öllum greinum með 86kg í snörun og 108kg í jafnhendingu eða 194kg í samanlögðum árangri. Þá varð hún í 13. sæti í 63kg flokki á Evrópumeistaramótinu sem haldið var í Króatíu. Hún varð einnig Íslandsmeistari 2017 í 63kg flokki og stigahæst kvenna á mótinu, auk þess sem að árangur hennar á HM er stigahæsti árangur sem íslensk kona hefur náð.

Lyftingamaður ársins

Andri Gunnarsson

Lyftingamaður ársinsAndri er Lyftingamaður ársins 2017 en þetta er fjórða árið í röð sem hann hlýtur nafnbótina. Hann varð Íslandsmeistari 2017 og stigahæsti maður mótsins þegar hann snaraði 160kg og jafnhenti 190kg í +105kg flokki karla sem bæði voru Íslandsmet. Hann bætti síðan um betur þegar hann snaraði 160kg og jafnhenti 195kg þegar hann varð í 17. sæti á Evrópumeistaramótinu sem haldið var í Krótatíu. Samanlagði árangur hans þar, 355kg, og stigaárangur er sá besti sem íslenskur karl hefur náð undanfarin 30 ár.

Mótorhjóla- og snjósleðakona ársins

Aníta Hauksdóttir

Mótorhjóla- og snjósleðakona ársinsAníta hefur æft og keppt í motocrossi og enduro um árabil og er því vel að titlinum komin. Aníta er Íslandsmeistari kvenna enduro (þolakstri) árið 2017 og hún varð í öðru sæti í Íslandsmótinu í motocrossi 2017 eftir gríðarlega baráttu við sína helstu keppinauta. Hún hefur æft af kappi undanfarin ár og tekið miklum framförum í sinni grein. Þess má geta að Aníta á ekki langt að sækja áhugann en foreldrar hennar taka þátt í nokkrum keppnum á erlendri grundu á hverju ári.

Mótorhjóla- og snjósleðamaður ársins

Ingvi Björn Birgisson

Mótorhjóla- og snjósleðamaður ársinsIngvi Björn er Akstursíþróttamaður ársins þriðja árið í röð en hann sigraði Íslandsmótið í MxOpen flokki í motocrossi á árinu þar sem flestir keppa á hjólum með vélarstærðum 450 rúmsentimetra eða stærri, og hins vegar í MX2 flokki, þar sem vélarstærð takmarkast við 250 rúmsentimetra. Ingvi Björn hefur borið höfuð og herðar yfir aðra keppendur á árinu þrátt fyrir að hafa lent í slæmum meiðslum á hné síðasta haust. Þessi árangur er því athyglisverður. Ingvi Björn var ennfremur einn þriggja keppenda sem tóku þátt í MXoN (Motocross of Nations) keppninni sem fram fór í Bretlandi í byrjun október. Liðið lenti í 28. sæti í heildina sem er besti árangur Íslendinga frá upphafi.

Siglingakona ársins

Hulda Lilja Hannesdóttir

Siglingakona ársinsHulda Lilja hefur borið höfuð og herðar yfir aðra siglingamenn landsins um nokkurt skeið, en þetta er fimmta árið í röð sem hún hlýtur þennan heiður. Hulda, sem keppir á Laser Radial-kænu, gat ekki verið með á Íslandsmótinu þar sem hún var við keppni á undirbúningsmóti fyrir Heimsmeistaramótið í Árósum á næsta ári þar sem hún verður eini fulltrúi Íslands. Þá keppti hún einnig á Evrópumeistaramóti Laser Radial í Barcelona. Hulda býr nú í Árósum þar sem hún stundar nám og æfir og keppir með Egå sejlklub.

Siglingamaður ársins

Björn Heiðar Rúnarsson

Siglingamaður ársinsBjörn Heiðar hefur um langt árabil verið einn af öflugustu siglingamönnum landsins. Hann vann til verðlauna á öllum mótum ársins sem hann tók þátt í og varð meðal annars Íslandsmeistari í opnum flokki á Íslandsmótinu í kænu-siglingum. Hann hefur áður hlotið þennan titil árin 2012 og 2013.

Skautakona ársins

Kristín Valdís Örnólfsdóttir

Skautakona ársinsKristín Valdís æfir með Skautafélagi Reykjavíkur og er þetta í fyrsta sinn sem hún hlýtur nafnbótina Skautakona ársins 2017. Þjálfari Kristínar er Guillaume Kermen. Kristín Valdís hefur náð viðmiðum inn í úrvalshóp ÍSS í Junior flokki og keppti í þeim keppnisflokki á árinu. Meðaltal af heildarskori Kristínar Valdísar á árinu er 91.43 stig. Kristín Valdís hefur verið virkur keppandi bæði innanlands og utan á árinu. Hún keppti í Junior flokki á Norðurlandamóti 2017 og hafnaði þar í 18. sæti með 78.16 stig. Hún keppti fyrir hönd Íslands á ISU Junior Grand Prix Riga Cup 2017 og hafnaði þar í 27. sæti með 90.49 stig og er samanlögð heildareinkunn nú stigamet íslensks skautara á JGP frá upphafi sem trompar met sem staðið hafði frá árinu 2012. Kristín Valdís keppti einnig á Volvo Cup Open 2017 í junior flokki og hafnaði þar í 19. sæti með 93.91 stig, efst íslensku skautaranna sem kepptu í þeim flokki. Á íslenskum mótum hafnaði hún í 11. sæti á RIG 2017 með 85 stig, 1. sæti á Haustmóti 2017 og í 2. sæti á Bikarmóti ÍSS 2017 en einnig var hún í 2. sæti á Íslandsmóti 2017 í Junior flokki með 92.17 stig. Kristín Valdís hefur sýnt og sannað á sínum skautaferli að hún er kappsfull og metnaðarfull íþróttakona sem leggur sig mikið fram í sinni íþrótt og er öðrum iðkendum góð fyrirmynd bæði í framkomu og viðhorfi til íþróttarinnar. Hún er því vel að þessum titli komin.

Skíðakona ársins

Freydís Halla Einarsdóttir

Skíðakona ársinsFreydís átti mjög góðan vetur í brekkunum á árinu. Hún náði í fyrsta sinn, á sínu öðru tímabili í Norður Ameríku bikarnum (næsta sterkasta mótaröð í heimi), að komast í topp 10 þegar hún náði 6. sæti í svigi í Burke Mountain í Bandaríkjunum. Þá varð hún 15 sinnum á tímabilinu í topp 10 á alþjóðlegum mótum erlendis og þar af fimm sinnum í einu af efstu þremur sætunum og sigraði eitt mót, í stórsvigi í Gore Mountain í Bandaríkjunum. Einnig endaði hún í 11. sæti á bandaríska meistaramótinu í svigi sem var mjög sterkt. Hún varð í níunda sæti í undankeppni Heimsmeistaramótsins í St. Moritz í stórsvigi og fylgdi þeim árangri eftir með því að lenda í 47. sæti í aðalkeppninni. Hún varð einnig þrefaldur Íslandsmeistari, í stórsvigi, alpatvíkeppni og samhliðasvigi. Hún lækkaði sig um 260 sæti á heimslista FIS í stórsvigi á árinu og er í 420. sæti. Þá er hún í 202. sæti á heimslista FIS í svigi. Helstu úrslit: •6. sæti – Svig, Norður Ameríkubikar Burke Mountain Bandaríkjunum, 05.01.17 •3. sæti – Svig, háskólamót Whiteface Mountain Bandaríkjunum 21.01.17 •1. sæti – Stórsvig, FIS mót Gore Mountain Bandaríkjunum 23.01.17 •6. sæti – Svig, háskólamót Cannon Mountain Bandaríkjunum 28.01.17 •5. sæti – Stórsvig, háskólamót Stowe Mountain Resort Bandaríkjunum 03.02.17 •9. sæti – Stórsvig, undankeppni Heimsmeistaramót St. Moritz Sviss, 13.02.17 •47. sæti – Stórsvig, Heimstmeistaramót St. Moritz Sviss, 16.02.17 •5. sæti – Svig, FIS mót Sunday River Resort Bandaríkjunum, 09.12.17 •2. sæti – Svig, FIS mót Sunday River Resort Bandaríkjunum, 10.12.17 •11. sæti – Svig, Bandaríska meistaramóti, Sugarloaf, 26.03.2017

Skíðamaður ársins

Snorri Einarsson

Skíðamaður ársinsSnorri er í sérflokki í skíðagöngu á Íslandi. Hann hefur náð bestum árangri allra skíðgöngumanna frá upphafi innan SKÍ á árinu 2017. Í raun er einungis Kristinn Björnsson sem hefur náð betri árangri. Hann náði 39. og 43. sæti á HM fyrr á þessu ári þrátt fyrir veikindi rétt fyrir mót. Í haust hefur hann blómstrað í heimsbikarnum sem er sterkasta mótaröð í heim og náð þrisvar í topp 30 og þannig fengið heimsbikarstig. Besti árangurinn hingað til er 22. sæti í 15 km C (hefðbundin aðferð) í Ruka í Finnlandi. Snorri endaði í 4. sæti á sterku FIS móti í nóvember í Finnlandi. Var það undirbúningsmót fyrir heimsbikarinn. Snorri hefur nú þegar unnið sér inn þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum í febrúar 2018 með árangri sínum á árinu. Er hann eini íslenski keppandinn sem er kominn með „sitt eigið“ sæti en aðrir keppendur eru inni á kvóta eins og staðan er í dag. Heimslistasæti: •Lengri vegalengdir: 174.sæti (mun lækka á næsta lista útaf frábærum árangri í heimsbikar) Hestu úrslit Snorra árið 2017: •39. sæti – 30 km skiptiganga – HM, Lahti Finnland 25.2.2017 •43. sæti – 15 km C – HM, Lahti Finnland 1.3.2017 •4. sæti – 15 km F – FIS mót, Olos Finnland 12.11.2017 •10. sæti – 10 km C – FIS mót, Olos Finnland 11.11.2017 •22. sæti – 15 km C – Heimsbikar, Ruka Finnland 25.11.2017 •27. sæti – 15 km F eltiganga – Heimsbikar, Ruka Finnland 26.11.2017 •33. sæti – 30 km skiptiganga – Heimsbikar, Lillehammer Noregur 3.12.2017 •29. sæti – 15 km F – Heimsbikar, Davos Sviss 10.12.2017

Skotíþróttakona ársins

Jórunn Harðardóttir

Skotíþróttakona ársinsJórunn er landsliðskona í riffli og skammbyssu. Jórunn varð Íslandsmeistari í loftriffli og í þrístöðuriffli. Hún varð í 61. sæti á Evrópumeistaramótinu í Slóveníu og í 10. sæti í blandaðri liðakeppni ásamt Ásgeiri Sigurgeirssyni. Hún varð í 83. sæti á Heimsbikarmótinu í Þýskalandi. Jórunn er sem stendur í 115. sæti á Heimslistanum og í 102. sæti á Evrópulistanum.

Skotíþróttamaður ársins

Ásgeir Sigurgeirsson

Skotíþróttamaður ársinsÁsgeir er landsliðsmaður í loftskammbyssu og frjálsri skammbyssu.Ásgeir vann öll mót sem hann tók þátt í hérlendis en keppti auk þess víða erlendis. Hann er ríkjandi Íslandsmeistari íbáðum sínum greinum, frjálsri skammbyssu og loftskammbyssu.Hann komst í úrslit á Evrópumeistaramótinu í Maribor í Slóveníu og hafnaði þar í 7. sæti í loftskammbyssu. Einnig lenti hann í 10. sæti í blandaðri liðakeppni ásamt Jórunni Harðardóttur. Á Smáþjóðaleikunum í San Marínó vann hann gullið. Hann varð í 22. sæti á Heimsbikarmótinu í Munchen og í 32. sæti á Evrópu-meistaramótinu í Bakú í Azerbaijan í frjálsri skammbyssu.Ásgeir keppir með liði sínu SGi Ludwigsburg í þýsku Bundesligunni nokkrar helgar yfir vetrartímann. Hann er einn fárra erlendra keppenda í deildinni en einungis bestu skotmennirnir komast að hjá þýsku liðunum. Lið hans er í efsta sæti suðurdeildarinnar og hefur tryggt sér sæti í úrslitum keppninnar sem fara fram í byrjun næsta árs. Ásgeir er sem stendur í 54. sæti á heimslistanum en hann fór þar hæst í 20. sæti á árinu. Hann er í 16. sæti á Evrópulistanum en þar fór hann hæst í 13. sæti á árinu.

Skvasskona ársins

Hildur Ágústa Ólafsdóttir

Skvasskona ársinsHildur Ágústa hefur sennilega sjaldan verið jafndugleg að stunda æfingar í skvassi og síðastliðið ár og bætt sig gríðarlega. Hún hefur einnig lengi verið meðal bestu kvennskvassspilara Íslands. Hildur er alltaf jákvæð og er fyrirmynd allra bæði innan vallar sem utan.

Skvassmaður ársins

Róbert Fannar Halldórsson

Skvassmaður ársinsRóbert Fannar er núverandi íslandsmeistari í skvassi. Hann hefur verið duglegur að æfa og er kominn í sitt besta form. Róbert er í landsliðshóp Íslands sem fer á Evrópumót í lok apríl 2018. Róbert er skvassíþróttinni til sóma og er til fyrirmyndar innan vallar sem utan.

Skylmingakona ársins

Þórdís Ylfa Viðarsdóttir

Skylmingakona ársinsÞórdís Ylfa varð Norðurlandameistari kvenna í skylmingum með höggsverði. Hún varð Íslandsmeistari í liðakeppni á árinu. Auk þess að keppa hefur Þórdís Ylfa staðið frábærlega vel að uppbyggingu skylmingastarfs í Hafnarfirði, en hún er aðalþjálfari Skylmingadeildar FH.

Skylmingamaður ársins

Andri Nikolaysson Mateev

Skylmingamaður ársinsAndri varð Íslandsmeistari í flokki U20 (20 ára og yngri) og í Opnum flokki í annað skiptið. Hann varð í 9. sæti á Viking Cup 2017, sterku Heimsbikarmóti sem haldið var á Íslandi. Andri vann öll mót sem haldin voru hér á landi á árinu. Hann er án efa einn efnilegasti skylmingamaður Íslands og hefur mikla möguleika í framtíðinni vegna ungs aldurs.

Sundkona ársins

Hrafnhildur Lúthersdóttir

Sundkona ársinsHrafnhildur er 26 ára sundkona í Sundfélagi Hafnarfjarðar. Hún hefur æft í Hafnarfirðinum síðastliðið árið eftir að hafa komið heim úr námi og æfingum í Bandaríkjunum. Hrafnhildur hefur verið á A-styrk Afrekssjóðs ÍSÍ og fengið styrk frá Ólympíusamhjálpinni.Hrafnhildur hefur staðið sig gífurlega vel á árinu 2017. Hún hefur sett fjögur Íslandsmet í stuttu brautinni og eitt í þeirri löngu. Hún komst í undanúrslit í 50m bringusundi á Heimsmeistaramótinu í 50m laug, HM50 í sumar og hafnaði þar í 10. sæti. Hún komst svo í úrslit 50m bringusunds á Evrópumeistaramótinu í 25m laug í desember en þar endaði hún í 5. sæti. Þá vann hún 4 gull á Smáþjóðaleikunum í San Marínó í sumar. Hrafnhildur er í 15. sæti á heimslista í 50m bringusundi í löngu brautinni og í því 12. í sömu grein í 25m laug, eftir EM25. Árangur Hrafnhildar árið 2017 verður að teljast glæsilegur en hún byggði vel ofan á afrek sín árið 2016. Hrafnhildur er frábært andlit fyrir sundíþróttina á Íslandi og er til fyrirmyndar í allri framkomu. Hún er orðin ein besta íþróttakona Íslandssögunnar og því vel að þessari viðurkenningu komin.

Sundmaður ársins

Davíð Hildiberg Aðalsteinsson

Sundmaður ársinsDavíð Hildiberg er 27 ára sundmaður í Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar. Hann stundaði nám í Arizona State háskólanum í Bandaríkjunum og útskrifaðist sem arkitekt í fyrrasumar en meistararitgerð hans fjallaði um fjölnota sundaðstöður. Hann hefur síðan þá æft í Reykjanesbæ. Hann hefur lengi verið með betri baksundsmönnum landsins.Davíð Hildiberg stóð sig best allra íslenskra karla í sundi á árinu 2017. Fyrst ber að telja gullið á Norðurlandameistaramótinu hér í Reykjavík í byrjun desember en hann sigraði 100m baksund. Þá komst hann í úrslit í 50m baksundi á sama móti og endaði fjórði. Davíð vann svo til tveggja bronsverðlauna í einstaklingssundum á Smáþjóðaleikunum í San Marínó í sumar. Hann var í landssveit Íslands í boðsundi sem setti tvö landsmet á mótinu og vann til tveggja silfurverðlauna.Davíð þykir kurteis og rólegur í öllum samskiptum og hvetjandi og styðjandi við fólkið í kringum sig. Hann er frábær fyrirmynd yngra sundfólks og alltaf verið metnaðarfullur í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann er jákvæður og hefur stundað íþróttina af miklum þrótti síðastliðin ár.

Taekwondokona ársins

María Guðrún Sveinbjörnsdóttir

Taekwondokona ársinsMaría Guðrún hefur náð einstaklega góðum árangri í taekwondo síðan hún hóf að æfa fyrir 7 árum síðan. Hún er margfaldur Íslandsmeistari í taekwondo og hefur keppt á erlendum mótum á árinu m.a. Evrópumótinu í poomsae, fyrsta alþjóðlega Beach Open mótinu og hún tók einnig þátt í æfingabúðum erlendis. María Guðrún vann það einstaka afrek nú í vor, líklega á heimsvísu, að vera valin í A landslið Íslands í taekwondo ásamt dóttur sinni, og vitum við ekki um nein dæmi þess að neins staðar í heiminum hafi mæðgur áður verið á sama tíma í A landsliði í íþróttinni.

Taekwondomaður ársins

Kristmundur Gíslason

Taekwondomaður ársinsKristmundur hefur sett stefnuna á Ólympíuleikana í Tókýó 2020. Kristmundur varð Íslandsmeistari í bardaga á árinu ásamt því að sigra alla bardaga sem hann keppti í innanlands á árinu. Hann tók líka þátt í fjölda erlendra móta til að safna reynslu og stigum fyrir stigalista Ólympíuleikanna. Kristmundur keppti á 7 erlendum mótum á árinu og tók einnig þátt í æfingabúðum erlendis. Kristmundur var einn þriggja íslenskra keppenda sem unnu sér inn keppnisrétt á heimsmeistaramótinu sem haldið var í Suður-Kóreu í sumar og stóð sig þar með miklum sóma. Hann komst einnig áfram á Evrópumótinu sem haldið var í Búlgaríu nú í desember og varð í 5. sæti á Paris Open. Kristmundur hefur vakið mikla athygli hvar sem hann kemur fyrir góða tækni og baráttuvilja. Kristmundur var í ársbyrjun í 411. sæti á World Ranking listanum og er komin í 146. sæti núna í desember. Hann hefur því hækkað um 265 sæti á árinu sem er töluvert afrek.

Tenniskona ársins

Hera Björk Brynjarsdóttir

Tenniskona ársinsHera Björk hefur verið meðal okkar bestu tenniskvenna um árabil. Hún hefur átt gott ár og auk þess að hafa unnið Meistaramótið í lok árs 2016 þá vann hún Íslandsmótið innanhúss 2017 og einnig fyrsta og annað Stórmót TSÍ á árinu. Í tvíliðaleik vann hún íslandsmeistaratitil utanhúss ásamt meðspilara sínum. Hera Björk var fyrirliði landsliðs kvenna sem fór á FED Cup í sumar til Chisnau, Moldavíu. Liðið stóð sig vel með hennar stuðningi og vann Hera ásamt meðspilara sínum einn tvíliðaleik gegn Kenýa. Hún keppti einnig fyrir hönd Íslands á Smáþjóðaleikunum 2017 í San Marínó. Hera Björk kláraði Verzlunarskóla Íslands í vor og flutti stuttu síðar til Frankfurt þar sem hún hefur verið að æfa stíft í SAFO Tennisclub. Hera Björk hefur nú hlotið fullan skólastyrk í Valdosta State University í Georgíu, Bandaríkjunum og mun hún flytja út í janúar.

Tennismaður ársins

Birkir Gunnarsson

Tennismaður ársinsBirkir hefur verið á meðal fremstu tennisleikara Íslands um árabil. Birkir fékk fullan skólastyrk við Graceland University í Iowa og spilaði þar fyrsta námsárið sitt í Ameríku en flutti sig svo yfir til Auburn University at Montgomery í Alabama, þar sem hann hefur leikið tennis síðustu þrjú árin. Þaðan lauk hann BA prófi í viðskiptafræði síðastliðið vor. Auburn University keppir í amerísku NCAA háskóladeildinni í suð-austurhluta Ameríku þar sem samkeppnin er hvað hörðust. Á síðasta keppnistímabili spilaði Birkir 17 einliðaleiki fyrir skólann og sigraði í 13 þeirra. Á árum sínum í Ameríku fékk Birkir fjölda viðurkenninga fyrir góðan árangur og nú í vor var hann valinn Most Improved Player 2017 hjá skólanum. Birkir sigraði Íslandsmótið í tennis innanhúss 2017 og varð annar á Íslandsmótinu utanhúss. Hann var fyrirliði landsliðs karla sem tók þátt í Davis Cup í Sozopolo, Búlgaríu. Birkir sigraði þar tvo einliðaleiki og tapaði tveimur. Hann keppti einnig fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum 2017 í San Marínó.Undanfarin misseri hefur Birkir dvalið við æfingar í Los Angeles.

Þríþrautarkona ársins

Guðlaug Edda Hannesdóttir

Þríþrautarkona ársinsGuðlaug Edda, 23 ára, flutti til Danmerkur á síðasta ári og æfir með danska ungmennalandsliðinu (U23). Hún keppti í flokki atvinnumanna í heimsbikarkeppni Alþjóða þríþrautarsambandins og náði best 12. sæti (ólympísk þraut í Miyazaki í nóvember) auk þess að klára tvisvar á topp 20 í öðrum heimsbikarkeppnum. Guðlaug keppti einnig í stigakeppnum á vegum evrópska þríþrautarsambandsins og náði best 3. sæti í sprettþraut í Fredericia sem jafnframt var Norðurlandameistaramót. Guðlaug vann eina bikarkeppni hjá danska þríþrautarsambandinu og keppti auk þess í atvinnumannadeildinni í Þýskalandi og Frakklandi. Guðlaug er númer 53 á stigalista Alþóða þríþrautarsambandsins fyrir Evrópu og númer 181 á heimslistanum.

Þríþrautarmaður ársins

Hákon Hrafn Sigurðsson

Þríþrautarmaður ársinsHákon Hrafn, 43 ára, hefur verið í fremstu röð í þríþraut undanfarin ár og þetta er 6. árið í röð sem hann er valinn Þríþrautarmaður ársins. Hann vann flokk áhugamanna 40 ára og eldri á heimsmeistaramóti Challenge mótaraðarinnar (1,9km sund, 90km hjól, 21,1km hlaup) í Slóvakíu í sumar og vann sér inn rétt til þátttöku á næsta ári. Hann varð í 7. sæti í flokki 40-44 ára á heimsmeistaramótinu í ólympískri þríþraut (1,5km sund, 40km hjól, 10km hlaup) í Hollandi. Hann varð bikarmeistari Þríþrautarsambandsins og Íslandsmeistari í ólympískri þríþraut og í hálfum járnmanni. Þá vann hann áhugamannaflokkinn í Challenge Iceland. Hákon varð einnig Íslandsmeistari í tímatöku á þríþrautarhjóli með mesta meðalhraða sem náðst hefur í tímatökukeppni hérlendis. Hákon er númer 202 á stigalista Alþóða þríþrautarsambandsins fyrir Evrópu.
0069