Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

13.05.2025 - 13.05.2025

Ársþing ÍBV 2025

Ársþing Íþróttabandalags Vestmannaeyja (ÍBV)...
13

Opið fyrir umsóknir í Hvatasjóð - umsóknarfrestur rennur út 20. maí!

12.05.2025

 

Minnt er á að opið er fyrir umsóknir í Hvatasjóð íþróttahreyfingarinnar. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 20. maí næstkomandi.

Hvatasjóðurinn styrkir verkefni sem stuðla að útbreiðslu íþróttastarfs og þátttöku allra barna, með sérstakri áherslu á börn með fatlanir, frá tekjulægri heimilum og með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn.

Rétt til að sækja um styrkihafa:

  • íþróttahéruð innan ÍSÍ og UMFÍ,
  • íþróttafélög og deildir þeirra og
  • sérsambönd í samstarfi við hérað, félög eða deildir.

Þetta er í annað skiptið á árinu sem hægt er að sækja um styrki úr sjóðnum.

Hvatasjóðurinn er nýr sjóður á vegum ÍSÍ og UMFÍ með stuðningi frá mennta- og barnamálaráðuneyti.

Allar upplýsingar og umsóknarform má finna hér.