Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27.03.2025 - 27.03.2025

Ársþing HSK 2025

Ársþing Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK)...
16

Næstu Evrópuleikar verða í Istanbul

03.03.2025

 

Evrópusamband Ólympíunefnda (EOC), Ólympíunefnd Tyrklands og borgaryfirvöld Istanbul í Tyrklandi hafa undirritað samning um að Istanbul verði gestgjafi Evrópuleika (European Games) árið 2027. Samningurinn var undirritaður á ársþingi EOC sem fram fór í Frankfurt um síðastliðna helgi. Verða það fjórðu Evrópuleikarnir en þeir fyrstu voru haldnir í Baku árið 2015, síðan í Minsk 2019 og loks í Kraká-Malopolska árið 2023.

Við undirritunina kom fram í máli Spyros Capralos, forseta EOC að hann sé þess fullviss að leikarnir í Istanbul verði sannarlega viðburður í heimsklassa sem muni sameina íþróttafólk og áhorfendur. Hann lýsti einnig yfir ánægju sinni með frábært samstarf EOC, Ólympíunefndar Tyrklands og tyrkneskra yfirvalda.

Ísland sendi samtals átta keppendur á síðustu Evrópuleika, sem kepptu í bogfimi, skylmingum, skotíþróttum, badminton og taekwondo.

Mynd/eurolympic.org