Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
13

Alþjóðlegi Göngum í skólann - dagurinn er á morgun

01.10.2024

 

Þann 2. október er Alþjóðlegi Göngum í skólann - dagurinn, en sá dagur á rætur að rekja til tíunda áratugarins þegar vitundarvakning varð erlendis um göngufær samfélög, bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hefðin er að halda ávallt uppá daginn á fyrsta miðvikudegi októbermánaðar og er dagurinn haldinn hátíðlegur í meira en 40 löndum. Ganga þá þúsundir nemenda í skólum um allan heim út á götur og taka þátt í ýmsum viðburðum tengdum deginum. 

Dagurinn hvetur okkur ekki bara til að huga að hreyfingunni heldur undirstrikar hann líka mikilvæga þætti fyrir samfélag okkar eins og fækkunar bíla í umferðinni til að auka umferðaröryggi fyrir börnin okkar og lágmarka umhverfismengun en þar fyrir utan er ganga bæði frábær hreyfing og góð samvera í félagi við aðra. Heilsuávinningur göngu er alltof oft vanmetinn. 

ÍSÍ hvetur ykkur öll, sem geta, til að halda upp á daginn með góðum göngutúr til og frá skóla eða léttum hring í nærumhverfi ykkar!