Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
13

Fundað um fræðslu og almenningsíþróttir á Akureyri

09.09.2024

 

Í tengslum við setningu Göngum í skólann í Brekkuskóla á Akureyri á miðvikudaginn 4. september og Ólympíuhlaups ÍSÍ sem haldið var í Borgarhólsskóla á Húsavík á fimmtudag 5. september, funduðu nokkrir starfsmenn ÍSÍ ásamt starfsmönnum frá Akureyrarbæ, Íþróttabandalagi Akureyrar (ÍBA) og svæðisstöð Norðurlands eystra, síðdegis miðvikudaginn, 4. september. Á fundinum kynntu starfsmenn ÍSÍ helstu verkefni Fræðslu-og almenningsíþróttasviðsins og fóru yfir ýmsa samstarfsmöguleika auk þess sem fundurinn var liður í því að kynnast betur nýjum starfsmönnum svæðisstöðvarinnar og koma á góðu sambandi milli starfsmannanna. Fundurinn var þó óformlegur en mjög góður og ýmsar hugmyndir og samstarfsmöguleikar ræddir.

Á myndinni má sjá hópinn sem fundaði saman, fremst frá vinstri:  Héðinn Svarfdal Björnsson, verkefnastjóri lýðheilsumála  Akureyrarbæjar, Margrét Regína Grétarsdóttir, starfsmaður Heilsueflingar ÍSÍ, Ragnhildur Skúladóttir, sviðsstjóri Fræðslu- og almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, Þóra Pétursdóttir, starfsmaður á svæðisstöð Norðurlands eystra, Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastýra ÍBA og Ellert Örn Erlingsson, íþróttafulltrúi Akureyrarbæjar. Fremst frá hægri: Þórarinn Alvar Þórarinsson, sérfræðingur á Fræðslu- og almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, Hansína Þóra Gunnarsdóttir, starfsmaður á svæðisstöð Norðurlands eystra, Linda Laufdal, sérfræðingur á Fræðslu- og almenningsíþróttasviðs ÍSÍ og Viðar Sigurjónsson, sérfræðingur á Stjórnsýslusviði ÍSÍ.