Hákon Þór lýkur keppni í 23. sæti
03.08.2024
Seinni hluta keppninnar í skotfimi er nú lokið og aðeins úrslitin eftir, en sex stigahæstu keppendurnir fóru áfram. Hákon Þór Svavarsson hitti í fyrri lotunni í morgun 22 af 25 skotum sínum og 25 af 25 í seinni lotunni, sem er frábær árangur. Heildarskor hans eftir þessa tvo hluta, í dag og í gær, er því 116 af 125 sem þýðir 23. sæti af 30 keppendum. Hákon Þór fer því ekki áfram í sex manna úrslit að þessu sinni og hefur lokið þátttöku sinni á Ólympíuleikunum í París.
Hér má finna upplýsingar um gengi Hákons í keppninni í dag.
ÍSÍ óskar Hákoni innilega til hamingju með frábæran árangur á hans fyrstu Ólympíuleikum!