Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
15

Góður árangur á Norðurlandamóti ungmenna í bogfimi

10.07.2024

 

Um liðna helgi, 3. - 8. júlí fór fram Norðurlandamót ungmenna í bogfimi í Óðinsvé í Danmörku. Ísland átti marga fulltrúa á mótinu og kom íslenska liðið heim með fimm Norðurlandameistaratiltla og sett fimm Norðurlandamet. Íslendingarnir kepptu um gull í átta viðureignum af tuttugu og urðu gullverðlaunin samtals sex, silfurverðlaunin þrettán og bronsverðlaun fjögur.

Þau sem urðu Norðurlandameistarar voru:
Baldur Freyr Árnason, BFB (tvöfaldur Norðurlandameistari, bæði í liða- og einstaklingskeppni)
Marín Aníta Hilmarsdóttir, BFB
Halla Sól Þorbjörnsdóttir, BFB
Patrek Hall Einarsson, BFB
Kristjana Rögn Andersen, SFÍ

Á mótinu var einnig haldið námskeið um andlegu hliðina fyrir keppendur sem var mjög velsótt. Var það haldið af dönskum þjálfara sem tók að sér að miðla þekkingu sinni til keppenda.

ÍSÍ óskar keppendum og öðrum í teymi íslenska liðsins til hamingju með frábæran árangur á mótinu og bendir áhugasömum á heimasíðu Bogfimisambandsins fyrir fleiri fréttir af þessu móti sem og þeim sem framundan eru. 

Myndir af hópnum og frá námskeiðinu/BFSÍ.

Myndir með frétt