Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
17

Auður Vala og Davíð Þór heiðruð á sambandsþingi UÍA

22.05.2024

 

74. sambandsþing Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA) var haldið í Grunnskólanum á Egilsstöðum laugardaginn 20. apríl 2024. Dagskrá var með hefðbundnu sniði og þingið vel sótt. 

Kosið var í stjórn og gaf Benedikt Jónsson áfram kost á sér í formannsembættið. Aðrir í stjórn sem gáfu áfram kost á sér voru Þórunn María Þorgrímsdóttir og Guðjón Magnússon. Fyrir voru Þuríður Ragnheiður Sigurjónsdóttir og Kristófer Einarsson. Úr stjórn fóru Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir og Björgvin Stefán Pétursson störf. Nýtt félag var kosið inn í UÍA, Pílufélag Vopnafjarðar. 

Íþróttamaður UÍA var valinn og var það Kristín Embla Guðjónsdóttir, glímukona frá íþróttafélaginu Val, sem var valin annað árið í röð. Kristín er Freyjumenshafi í þriðja sinn í Íslandsglímunni og hefur verið í landsliði Íslands undanfarin ár. Hermannsbikar UÍA var einnig afhentur og hlaut Skíðafélagið í Stafdal hann. 

Hafsteinn Pálsson, meðlimur í framkvæmdastjórn ÍSÍ og formaður Heiðursráðs ÍSÍ, ávarpaði þingið og flutti kveðju stjórnar ÍSÍ. Við þetta tækifæri sæmdi hann einnig Auði Völu Gunnarsdóttur og Davíð Þór Sigurðsson Gullmerki ÍSÍ en þau hafa verið sérlega dugleg við leggja íþróttunum lið og unnið ómetanlegt starf í þágu íþróttanna á svæðinu.

ÍSÍ óskar þeim til hamingju með viðurkenningarnar og þakkar þeim fyrir þeirra framlag til íþróttanna í landinu.

Á stærri myndinni má sjá Hafstein Pálsson og Gullmerkishafa og Kristín Embla Guðjónsdóttir, íþróttamaður UÍA, á minni myndinni. Myndir/UÍA

Myndir með frétt