Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
4

Vertu með í Hjólað í vinnuna

22.04.2024

 

Skráning er hafin í heilsu- og hvatningarverkefnið Hjólað í vinnuna en það hefst miðvikudaginn 8. maí nk. Einfalt er að skrá sig til leiks og vera með inn á heimasíðu Hjólað í vinnuna, en það er gert  með því að smella á innskráning og annað hvort stofna lið eða ganga í lið. Hér eru nánari leiðbeiningar um skráningu.

ÍSÍ hvetur alla, sem geta, til að taka þátt í Hjólað í vinnuna og hvetja aðra, til dæmis samstarfsfélaga, fjölskyldumeðlimi eða vini, til að vera einnig með.

Þeir sem vinna heima geta líka verið með. Viðkomandi byrjar þá vinnudaginn á því að hjóla, ganga eða hlaupa þá vegalengd sem samsvarar vegalengdinni til og frá vinnu, bæði í upphafi vinnudags og svo aftur í lok vinnudags.

Allir sem skrá sig til leiks í Hjólað í vinnuna eiga möguleika á að vera dregnir út í skráningarleik.  
Dregið er úr skráðum einstaklingum alla virka daga í þættinum Morgunverkin á Rás 2, í boði Reiðhjólaverslunarinnar Arnarins í Skeifunni. Heppinn þátttakandi verður dreginn út í lok verkefnisins og mun vinna glæsilegt reiðhjól.

Einnig verður í gangi myndaleikur og heppnir þátttakendur geta verið dregnir út og fengið vörur frá Reiðhjólaversluninni Erninum. Hægt er að senda inn myndir með #hjoladivinnuna á Instagram, á Facebook-síðu Hjólað í vinnuna og undir myndir og myndbönd á heimasíðu Hjólað í vinnuna.

Hjólað í vinnuna lýkur þriðjudaginn 28. maí.

Myndir með frétt