Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
27

Ráðstefnan er í dag! Konur og íþróttir: forysta og framtíð

08.03.2024

 

Ráðstefnan Konur og íþróttir: forysta og framtíð verður haldin í dag, í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna.  Umfjöllunarefni ráðstefnunnar eru konur í forystuhlutverki í stjórnum, dómgæslu og þjálfun. Rætt verður um helstu áskoranir sem konur í íþróttum mæta og þau tækifæri sem þeim býðst.  Hvers vegna er það mikilvægt að konur séu áberandi í forystu í íþróttahreyfingunni, hvort sem er í stjórnum íþróttafélaga og íþróttasambanda, í dómgæslu eða þjálfun á afreksstigi.


Ráðstefnan fer fram á Fosshóteli, Þórunnartúni 1 á milli klukkan 09:00 – 12:30 og er orðið uppselt.
Streymt verður frá viðburðinum á Facebook síðu viðburðarins - streymi hér!


Dagskrá
Setning ráðstefnunnar
Olga Bjarnadóttir, annar varaforseti ÍSÍ.


Eru einhverjar áskoranir kvenna í forystu íþrótta?
Viðar Halldórsson félagsfræðingur

Ferðalagið innan knattspyrnuheimsins
Klara Bjartmarz, fráfarandi framkvæmdastjóri KSÍ

Tækifæri til að hafa áhrif
Hulda Bjarnadóttir, forseti Golfsambands Íslands


Pallborðsumræður


Að fóta sig í dómgæslu
Bríet Bragadóttir, alþjóðlegur knattspyrnudómari

Segðu já!
Erna Héðinsdóttir, dæmir á ÓL í París í lyftingum

Mikilvægi dómgæslu í íþróttum
Hlín Bjarnadóttir, dæmir á ÓL í París í áhaldafimleikum

Hvernig breytum við leiknum?
Hulda Mýrdal, Heimavöllurinn

Hvenær borðið þið eiginlega?
Díana Guðjónsdóttir handboltaþjálfari

Að þjálfa konur vs karla, er einhver munur?
Gunnar Páll Jóakimsson frjálsíþróttaþjálfari

Konur í þjálfun og þjálfun á konum í knattspyrnu
Lára Hafliðadóttir situr í stjórn HKK


Hvað gerum við nú? – stutt rafræn samantekt

Áfram veginn!
Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ

ÍSÍ og UMFÍ hvetja öll kyn til að f ylgjast með og láta sig varða um málefnið!