Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
10

Þorvaldur Örlygsson er nýr formaður KSÍ

26.02.2024

 

78. ársþing Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) var haldið laugardaginn 24. febrúar í íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal.  Farið var yfir fjölmörg mál er sneru að þinginu, auk tillagna að lagabreytingum og ályktunum, yfirferð ársskýrslu og ársreiknings auk annarra mála.  Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, var fulltrúi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og ávarpaði þingið.  

Þá var einnig kosið um nýjan formann og fjóra nýja aðila í stjórn KSÍ.  Vanda Sigurgeirsdóttir, sem kjörin var formaður KSÍ í febrúar 2022 gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu og voru þrír aðilar í framboði til formanns.  Var það svo að Þorvaldur Örlygsson fékk flest atkvæði og er því nýr formaður KSÍ til næstu tveggja ára, hið minnsta. 

Kosning fjögurra manna í stjórn var eftirfarandi:
Ingi Sigurðsson
Pálmi Haraldsson
Sveinn Gíslason
Þorkell Máni Pétursson


Auk ofangreindra sitja í stjórn (tveggja ára kjörtímabili þeirra lýkur í febrúar 2025):
Halldór Breiðfjörð Jóhannsson
Helga Helgadóttir
Tinna Hrund Hlynsdóttir
Unnar Stefán Sigurðsson

Kosning varamanna í stjórn var eftirfarandi en þau höfðu öll boðið sig fram aftur og voru því sjálfkjörin til tveggja ára:
Hildur Jóna Þorsteinsdóttir
Jón Sigurður Pétursson
Sigrún Ríkharðsdóttir

Á ársþingsvefnum er hægt að finna allar upplýsingar um ársþing KSÍ, auk ársskýrslu KSÍ, þingskjala og annarra frétta.

ÍSÍ óskar Þorvaldi Örlygssyni til lukku með formannskjörið sem og öðrum sem fengu kosningu í stjórnir á þinginu.

Mynd/Óttar Geirsson, mbl.is