Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
15

USVH fékk endurnýjun viðurkenningar sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ

12.12.2023

 

Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga (USVH) fékk endurnýjun viðurkenningar íþróttahéraðsins sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ, á Hvammstanga mánudaginn 11. desember síðastliðinn.  Það var Viðar Sigurjónsson sérfræðingur á stjórnsýslusviði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) sem afhenti formanni íþróttahéraðsins, Guðrúnu Helgu Magnúsdóttur viðurkenninguna.  USVH fékk viðurkenninguna fyrst fyrir fjórum árum síðan, árið 2019.  Á myndinni eru frá vinstri; Nína Axelsdóttir framkvæmdastjóri USVH, Móa Lind Berg í fangi Nínu, Pálmi Geir Ríkharðsson í  stjórn USVH, Ómar Eyjólfsson gjaldkeri USVH, Guðrún Helga Magnúsdóttir formaður USVH, Viðar Sigurjónsson ÍSÍ, Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri Húnaþings vestra, Magnús Eðvaldsson íþróttakennari og úr sveitarstjórn, Sara Ólafsdóttir ritari USVH og Kathrin Schmitt hestafimleikaþjálfari.

„Við hjá USVH erum afar stolt af því að fá viðurkenningu sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ í annað sinn enda hefur það góð áhrif, bæði á okkar starf og sveitarfélagið í heild sinni.  Við vonumst til að fleiri bætist í hópinn í náinni framtíð“ sagði Nína Axelsdóttir framkvæmdastjóri USVH af þessu tilefni.

 

Myndir með frétt