Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
4

Miðasala á Paralympics hafin

19.10.2023

 

Ólympíuleikarnir og Paralympics í París 2024 færast sífellt nær með degi hverjum og verða báðir leikarnir haldnir innan seilingarfjarlægð fyrir Íslendinga þar sem París í Frakklandi er bara einu flugi frá.  Því gefst öllum áhugasömum frábært tækifæri að sækja stærsta íþróttasvið í heimi og upplifa stórkostlega íþróttaveislu.  Keppnissvæðin í París eru mörg hver staðsett við frægustu kennileiti borgarinnar og því má gera ráð fyrir góðri stemningu og gríðarlega spennandi íþróttaviðburðum.

Miðasala á viðburði á Paralympics er hafin og hægt að velja úr mismunandi tilboðum eða pössum.  Finndu miða hér.

Miðasala á viðburði á Ólympíuleikana í París 2024 hefur verið með allt öðru sniði en fyrri ár því hún hefur einungis fram í gegnum skipuleggjendur leikanna og sett inn í nokkrum fösum.  Tveir fasar eru nú þegar yfirstaðnir og mun svo lokaferli í miðasölunni verða í lok ársins 2023, þegar þeir miðar sem eftir verða í pottinum verða settir í almenna sölu. 

Heimasíðu Ólympíuleikanna í París og Paralympics má finna hér.  

Í dag eru 281 dagur í Ólympíuleikana og 314 dagar í Paralympics.