Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
4

Verkefninu Göngum í skólann 2023 lokið

06.10.2023

 

Þá er verkefninu Göngum í skólann lokið.  Í ár tóku 83 grunnskólar þátt, sem er met hérlendis, og það er virkilega ánægjulegt að sjá hvað skólastjórnendur hafa tekið Göngum í skólann verkefninu vel. 

Nokkrir skólar hafa sent inn myndefni og/eða frásagnir frá viðburðum og verkefnum sem tengdust Göngum í skólann 2023 og það hefur verið gaman að sjá hve margir skólar tengja verkefnið við kennslustundir eins og til dæmis stærðfræði. Myndefni og frásagnir má sjá hér

Allir þátttökuskólar hafa fengið þakkarbréf ásamt viðurkenningaskjali og gjöf til skólans, sem nýtist í leik og starfi þeirra.  Þeir skólar sem sendu aukalega inn efni, myndir, myndbönd eða frásagnir fá auka glaðning.  

Árlega taka milljónir barna þátt, frá yfir fjörutíu löndum víðs vegar um heiminn, í verkefninu Göngum í skólann. Markmið verkefnisins er að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar. Einnig að stuðla að heilbrigðum lífsstíll, draga úr umferð við skóla og þar með úr umferðarþunganum sem myndast, mengun og hraðakstri nálægt skólum, ásamt því að stuðla að vitundarvakningu um virkan ferðamáta og minna á umhverfismál.

Myndin sem fylgir fréttinni var tekin þegar Grunnskóli Hornafjarðar afhenti Gullskóinn tveimur bekkjum, þar sem nemendur voru duglegastir að nýta sér virkan ferðamáta.

Hér má finna myndasafn verkefnisins