Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
11

Sumar EYOF staðfest í Skopje, Norður-Makedóníu árið 2025

03.08.2023

 

Evrópusamband Ólympíunefnda (EOC) hefur tilkynnt að næsta Sumarólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) verði haldin í Skopje í Norður-Makedóníu árið 2025.

Valið var staðfest á vel heppnaðri EYOF hátíð í Maribor í Slóveníu, en þar tóku meira en 2.400 ungmenni frá Evrópu þátt í 11 mismunandi íþróttagreinum.

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar var fyrst haldin í Brussel í Belgíu árið 1991, þar sem ungu þróttafólki á aldrinum 14-18 ára gafst tækifæri til að taka þátt í alþjóðlegu fjölíþróttamóti, en 54 gullverðlaunahafar EYOF hafa orðið Ólympíumeistarar í sínum greinum.  Norður-Makedónía verður 25. landið til að halda hátíðina og það sextánda til að halda EYOF, sem haldið er yfir sumartímann.

Líney Rut Halldórsdóttir, ráðgjafi ÍSÍ og formaður framkvæmdastjórnar EOC EYOF, fór í heimsókn til Skopje í byrjun sumars með Peter Brull íþróttastjóra EOC og hrósar hún aðstöðunni sem er í boði í borginni.  Hún sagðist mjög hrifin af allri þeirri aðstöðu sem borgin hefur upp á að bjóða fyrir íþróttir.  Líney kvaðst fullviss um að nýju vellirnir og umhverfið, muni gera íþróttafólkinu kleift að standa sig eins vel og mögulegt er, þegar EYOF verður haldið í Skopje eftir tvö ár! 

 

Myndir með frétt